Fréttablaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 114

Fréttablaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 114
ÞAÐ ER ALVEG HÆGT AÐ KVARTA YFIR ÞESSUM ÁTJÁN TÍMUM ÞAR SEM ER MYRKUR HÉRNA UM HÁ- VETURINN EN ÞAÐ ER LÍKA HÆGT AÐ GLEÐJAST YFIR ÞESSUM SEX TÍMUM ÞAR SEM ER BIRTA. ÉG SJÁLFUR HEF KANNSKI EKKI ENDILEGA DÓMGREIND Á ÞAÐ EÐA GET SAGT TIL UM HVORT ÉG GETI YFIR HÖFUÐ SUNGIÐ EÐA LEIKIÐ. MÉR FINNST ÞAÐ ALLTAF ÁKVEÐIN VIÐURKENN- ING ÞEGAR ÞAÐ KEMUR FRÁ EINHVERJUM ÖÐRUM. Undanfarin ár hefur R ú r i k G í sl a s on , f y r r ver a nd i fót-boltakappi, sinnt starf i velgjörðar-send iher r a f y r ir SOS-barnaþorpin. Hann langaði til að hugsa út fyrir rammann og gera eitthvað áhugavert í þágu samtak- anna. Hann fékk 66°Norður í lið með sér, enda hefur hann átt farsælt samstarf við fyrirtækið í gegnum tíðina, og hannaði með þeim bol til styrktar samtökunum. Í fyrra seldust bolirnir upp, en Rúrik lagði mikla vinnu og hugsun í hönnun- ina. Síðustu fimm árin hefur hann spilað í Þýskalandi. Hann hefur átt farsælan feril í boltanum og segir fátt annað hafa komist að í mörg ár. Rúrik spilaði með karlalandsliðinu á heimsmeistaramótinu. Fyrir mán- uði tilkynnti hann að hann hygðist leggja skóna á hilluna. „Þetta var einhvern veginn bara rétti tíminn. Það er svo mikið af spennandi verkefnum sem bíða mín og enn fleiri skemmtileg verkefni í þróun sem gætu orðið að einhverju áhugaverðu. Ég hugsaði einfaldlega að „mómentið“ væri bara núna. Mig var farið að langa að prufa eitthvað nýtt.“ Hefur sú löngun blundað lengi í þér? „Nei, í raun og veru ekki. Samn- ingurinn minn var að klárast. En jú, ég hef alveg eitthvað látið mig dreyma um að geta verið meira minn eigin herra og stjórnað eigin dagskrá. Vera ekki alltaf svona bundinn og frá fjölskyldunni. Það spilar hugsanlega eitthvað inn í að geta þá loksins mætt í einhver afmæli, brúðkaup, nú eða jarðarför, ef því er að skipta,“ segir Rúrik. Rúrik hefur tileinkað fótboltan- um megnið af sínu lífi. En hvar sæi hann fyrir sér að hann væri staddur í dag hefði hann ekki fetað metorða- stiga knattspyrnunnar? „Það hefði getað brugðið til allra átta. Ég geri mér grein fyrir því. Heiðarlegt svar er að frá því ég var fimm ára ætlaði ég bara að verða atvinnumaður í fótbolta. Það var aldrei neitt annað sem kom til greina. Í grunnskóla nennti ég ekki að sinna náminu kannski nógu vel, því ég bara vissi að ég ætlaði að verða atvinnumaður í fótbolta. Það var það eina sem komst að hjá mér, ég var í fótbolta allan daginn, alla daga. Ég geri mér hreinlega ekki grein fyrir því í hvaða átt ég hefði farið ef boltinn hefði ekki verið númer eitt hjá mér,“ segir Rúrik. Rær á ný mið Eftir að hann flutti aftur til Íslands hefur Rúrik mest unnið í verkefna- þróun. Hann getur þó ekki sagt strax frá því hvers eðlis þau verk- efni eru. „Þetta eru verkefni sem gætu þá orðið eitthvað sem tæki við hjá mér, svona frá degi til dags. Það er smá skrýtið. Ég er smá þannig að ég vil ekki vera að tala um eitthvað nema að það sé alveg hundrað prósent. Þetta getur verið svo f lókið, mér finnst svo leiðinlegt að koma með einhverjar yfirlýsingar um eitthvað sem kannski verður ekki.“ Rúrik segist hafa tileinkað sér algjört já-hugarfar undanfarið. Hann stígur um þessar mundir sín fyrstu skref í leiklistinni, í kvik- myndinni Leynilöggan. Myndinni er leikstýrt af félaga hans úr lands- liðinu, Hannesi Þór Halldórssyni. „ Þet t a er g r ín-hasa r my nd . Hannes bað mig um að vera með í þessu. Ég er akkúrat á þannig tíma- punkti núna að ég er orðinn dálítill já-maður. Mig langar að prófa alls konar hluti og taka þátt í hinu og þessu. Ég er líka búinn að leika mér að búa til tónlist undanfarið,“ segir Rúrik. Hann vinnur nú að tónlist með tónlistarmanninum Doctor Victor. „Ég sjálfur hef kannski ekki endi- lega dómgreind á það eða get sagt til um hvort ég geti yfir höfuð sungið eða leikið. Mér finnst það alltaf ákveðin viðurkenning þegar það kemur frá einhverjum öðrum. Eins og þegar Hannes biður mig um að vera með í myndinni. Eða þegar Victor segir: „Getur þú sungið þetta lag? Ég veit þú getur sungið.“ Öll þessi verkefni eiga það sameiginlegt að þau eru að frumkvæði einhvers annars. Ég er ekkert að þröngva mér í eitthvað sem ég veit ekki einu sinni hvort ég er góður eða lélegur í.“ Rúrik segir þetta vera öðruvísi með boltann. „Ég veit alveg hvenær ég spila góðan eða lélegan leik í fótbolta. Ég verð bara að vera heiðarlegur með það að ég veit ekkert hvort ég get sungið eða leikið,“ segir hann og hlær. En er ekki betra að láta á það reyna og mistakast en að vera hræddur? „Það er bara einmitt það sem maður á að gera.“ Rúrik segist taka í gítarinn öðru hvoru en hann sé ekki beint týpan sem grípur í hann í partíum. „Ég hef verið að taka ýmist ábreiður en líka að semja sjálfur aðeins. Ég var með stúdíó í einu húsi sem ég bjó í og var aðeins að leika mér í því. Ég lærði aðeins inn á þetta þá. Það verður bara mjög forvitni- legt að sjá hvernig fólk mun taka í þetta allt saman.“ Alltaf haft áhuga á hönnun Hönnun hefur lengi verið áhugamál Rúriks, enda lagði hann mikla natni í hönnun góðgerðarbols sem seldur er til styrktar SOS-barnaþorpunum. Hann hannar einnig og á í tísku- merkinu BÖKK sem hefur gert það gott hérlendis undanfarið. Frændi Rúriks, Viktor Karl Einarsson, og kærasta hans, Jónína Þórdís Karls- dóttir, fengu Rúrik í lið með sér. „Það er búið að vera mjög skemmtileg þróun í gangi hjá BÖKK. Við erum búin að stækka mjög ört núna. Við erum smá að læra inn á þetta bara jafnóðum. Gerðum þau mistök að við seldum upp allar vörurnar sem við pönt- uðum fyrir jól um miðjan nóvem- ber. Þannig að við þurftum að gera akút pöntun sem er að lenda bara núna. Það hefur komið heldur betur skemmtilega á óvart,“ segir Rúrik. Hann segir að innkoma hans í fyrirtækið hafi aldrei verið neinn greiði, heldur hafi áhugi hans á hönnun og trú hans á merkinu vakið áhuga hans. „Þegar Viktor bauð mér að koma inn í þetta og verða hluthafi, þá kom ekkert annað til greina. Ég hef alveg ótrúlega mikið álit á frænda mínum. Hann er einstaklega magn- aður gæi. Þetta var engin spurning. Mig langaði að búa til mitt eigið og þetta var bara góð leið inn í það.“ Seldust upp í fyrra Rúrik segir það eflaust koma mörg- um á óvart hve ferlið sé flókið. Hann ákvað því snemma að leggja mikla hugsun í hönnunina að baki góð- gerðarbolunum. „Bolur er ekki bara bolur. Mig langaði ekki að taka bara einhverja tilbúna boli og prenta eitthvað á þá. Mig langaði að stjórna því hvernig ermarnar væru, hvernig síddin væri, hvernig axlirnar og hálsmálið væru. Það er alveg fullt af nákvæmnis atriðum í þessum bol og það fór mikill tími í að hanna hann. Mín hugmynd var sú að hanna bol sem fólk væri til í að ganga í alla daga. Eitthvað sem fólk myndi kaupa, hvort sem það væri í góðgerðartilgangi eða ekki.“ Samtökin nálguðust Rúrik og fengu hann til að vera góðgerðar- sendiherra. „Það er margt f leira sem stendur mér nærri hjarta þegar það tengist góðgerðarmálum. Sem góðgerðar- sendiherra þarf ég að sinna því á opinberum vettvangi, það er mitt hlutverk. Mér er annt um fleiri mál- efni, en maður verður að passa sig. Maður þarf ekki alltaf að troða fram öllu því góða sem maður gerir,“ segir hann. Í fyrra seldust bolirnir upp. „Við pöntuðum hann því í meira magni í ár. Maður þarf einhvern veg- inn að veðja á rétta tölu. Þess vegna er þetta mér líka kært, að tala um þetta. Þetta er svo kjörin gjöf fyrir fólk sem á allt. Ef einhvern vantar ekkert, þá er þetta algjörlega full- komin gjöf. Þú ert þá að gefa eitt- hvað sem gefur áfram. Ég held að það sé bara góð tilfinning svona um jólin,“ segir hann. Það er nóg af verkefnum á næst- unni hjá Rúrik, sem er alfarið f luttur til landsins. Kærasta hans, fyr ir sæt an Nathalia Soliani, er ný- snúin aftur til Brasilíu eftir langa heimsókn til Íslands. En fannst henni ekki mikil viðbrigði að koma í myrkrið hérna á Íslandi? „Nei, nei. Það er alveg gaman að upplifa ólíka hluti. Fara í sól og þrjátíu stiga hita og yfir í að upplifa eitthvað allt annað hérna. Þetta fer bara eftir því hvernig maður horfir á þetta. Það er alveg hægt að kvarta yfir þessum átján tímum þar sem er myrkur hérna um háveturinn en það er líka hægt að gleðjast yfir þessum sex tímum þar sem er birta.“ Góðgerðarbolina er hægt að kaupa í öllum verslunum 66°Norð- ur. steingerdur@frettabladid.is Langaði að prufa eitthvað nýtt Fyrir mánuði tilkynnti Rúrik Gíslason að hann hefði nú lagt skóna á hilluna. Hann vinnur að fjölda skemmtilegra verkefna, gerir tónlist og leikur í kvikmynd. Rúrik hannaði boli í samstarfi við 66°Norður til styrktar SOS-barnaþorpunum. Rúrík hefur lengi haft áhuga á hönnun og lagði mikla natni í útfærslu góðgerðarbolsins. MYND/ARI MAGG 1 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R70 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.