Fréttablaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 96
Herbergi í öðrum heimi eftir Maríu Elísabetu Braga-dóttur hefur að geyma sjö sjálf-stæðar smásögur.
Efnistökin eru fjölbreytt og þó þau
geti verið átakanleg eru sögurnar
fullar af húmor, innsæi og hlýju.
María Elísabet er með háskólapróf
í heimspeki. Samhliða námi starfaði
hún sem pistlahöfundur og skrifaði
meðal annars Bakþanka í Frétta-
blaðinu. Hún hefur alla tíð lesið og
skrifað mikið og segist alltaf hafa
skrifað sögur.
„Þegar ég var í námi fékk ég dýr-
mætt tækifæri til að skrifa pistla en
við pistlaskrifin fann ég hvað mig
langaði mikið til að skrifa skáld-
skap. Margar af sögunum voru lengi
að gerjast innra með mér. Tími og
fjarlægð held ég að séu nauðsynleg
hráefni í skrifum. Til dæmis fékk ég
hugmyndina að annarri sögunni
í bókinni, Mannleysu, þegar ég
var tvítug. Ég vildi skrifa sögu um
vináttu barna, sögu sem fangaði
gjána milli barna og fullorðinna
og sögu sem væri nostalgísk fyrir
fólk á mínum aldri því hún gerist
í upphafi 21. aldar. En ég vildi líka
skrifa um heilindi og hvað felst í því
að vera almennileg manneskja. Það
sem er einmitt hrífandi við smásög-
una er að þó að hún sé stutt þá getur
hún verið lagskipt og djúp.“
Sannleikur í skáldskapnum
Sögusvið sagnanna er Reykjavík en
aðspurð um innblásturinn segist
María ekki hafa þurft að leita langt.
„Margar sögurnar fjalla oftar en
ekki um ungt fólk í Reykjavík og það
er einmitt það sem ég er sjálf, svo
ég þurfti kannski ekki að leggjast
í mikla rannsóknarvinnu. Ég held
að höfundar nýti sér oftar en ekki
einhvern persónulegan reynslu-
heim þó að sögurnar séu ekki um þá
sjálfa. Ég held að það sé mikilvægt
að höfundurinn trúi því sem hann
er að skrifa þó að hann sé að semja
sögu. Kannski það sé forsenda þess
að lesandinn trúi því sem hann les
en skynji ekki falskan tón.
Sambönd sem við veljum ekki
Nokkrar sögurnar fjalla um sam-
bönd barna og fullorðinna, líka
uppkominna barna. Fyrsta sagan,
„Self-Made“ fjallar um mæðgna-
samband. Söguhetjan er kona á þrí-
tugsaldri sem er upptekin af ímynd
sinni út á við og finnst móðir sín
hafa verið slæm fyrirmynd og ekki
staðið sína plikt. En það er hægara
sagt en gert að segja sig úr lögum við
barnæskuna eins og söguhetjan vill
gera og í sögunni er heldur alls ekki
allt sem sýnist. „Fjölskyldusam-
bönd eru mér hugleikin. Flækjur
erfast jafnvel kynslóð fram af kyn-
slóð og búa til þessa einstöku nánd
sem er frábær efniviður í skáldskap.
Fjölskyldusambönd eru sambönd
sem við veljum okkur yfirleitt ekki
sjálf og það er kannski einmitt það
sem gerir þau svona merkileg.“
Skáldsaga í bígerð
Spurð um framhaldið segist María
Elísabet nú þegar vera byrjuð á
næstu bók sem er skáldsaga. „Ég er
mjög mikill aðdáandi smásagna-
formsins, ég elska smásögur, en
þegar ég var að skrifa Herbergi í
öðrum heimi fannst mér stundum
erfitt að skilja við sögupersónurnar.
Svo nú er ég að vinna í skáldsögunni
minni, þá getur maður aldeilis varið
mörgum blaðsíðum með söguper-
sónunum sínum. Mig langar að
skrifa alls konar bækur.“
urdur@frettabladid.is
ÉG HELD AÐ ÞAÐ SÉ
MIKILVÆGT AÐ
HÖFUNDURINN TRÚI ÞVÍ SEM
HANN ER AÐ SKRIFA ÞÓ AÐ
HANN SÉ AÐ SEMJA SÖGU.
Tími og fjarlægð eru nauðsynleg hráefni
Herbergi í öðrum heimi eftir Maríu Elísabetu Bragadóttur er fyrsta bók höfundar.
Sjö sögur sem fjalla um sambönd og veruleika ungs fólks. Vinnur að skáldsögu.
Mig langar að skrifa alls konar bækur, segir María Elísabet. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Miðstöð íslensk ra bók-mennta veitir styrki til þýðinga á íslensku úr
erlendum málum tvisvar á ári og
úthlutaði rúmri 21 milljón króna í
59 þýðingastyrki á árinu 2020. Alls
bárust á árinu 97 umsóknir sem
er mesti fjöldi umsókna í þessum
flokki síðan árið 2008, þegar jafn-
margar umsóknir bárust.
Í síðari úthlutun ársins, í nóvem-
ber 2020, var rúmum átta millj-
ónum króna úthlutað í 24 styrki til
þýðinga á íslensku. Alls bárust 47
umsóknir og sótt var um rúmar 45
milljónir króna.
Það kennir ýmissa grasa meðal
verka sem hlutu styrki og von er á
fjölbreyttri útgáfu íslenskra þýð-
inga á næstunni fyrir alla aldurs-
hópa. Þýtt verður úr ensku, frönsku,
rússnesku, katalónsku, ítölsku,
spænsku og þýsku og eiga lesendur
því von á spennandi bókum á
íslensku víða að.
Meðal verka sem hlutu þýðinga-
styrki í þessari úthlutun eru:
n Tsjernóbyl-bænin, höfundur
Svetlana Alexievich. Þýðandi er
Gunnar Þorri Pétursson og út
gefandi Angústúra.
n Girl, Woman, Other eftir
Bernardine Evaristo í þýðingu
Helgu Soffíu Einarsdóttur. Út
gefandi: Forlagið.
n The Nickel Boys eftir Colson
Whitehead. Þýðandi: Árni
Óskarsson. Útgefandi: Bjartur.
n Resto Qui eftir Marco Balzano.
Þýðandi er Halla Kjartansdóttir
og Drápa gefur út.
n Der kurze Brief zum langen
Abschied eftir Peter Handke í
þýðingu Árna Óskarssonar. Út
gefandi er Ugla.
n Culottées eftir Pénélope Bag
ieu. Þýðandi er Sverrir Norland
og útgefandi AMforlag.
n Úrval úr verkum Zínaídu Gipp-
íus. Þýðandi er Freyja Eilíf og
útgefandi Skriða bókaútgáfa.
n The Thing Around Your Neck
eftir Chimamanda Ngozi Adichie
í þýðingu Janusar Christiansen.
Útgefandi er Una útgáfuhús.
n Tsjemodan eftir Sergei Dovla
tov. Þýðandi er Áslaug Agnars
dóttir og útgefandi Dimma.
n Sexe et mensonges – La vie
sexuelle au Maroc eftir Leilu
Slimani. Þýðandi er Irma Erl
ingsdóttir. Útgefandi: Stofnun
Vigdísar Finnbogadóttur í
erlendum tungumálum.
n Wie der Wahnsinn mir die
Welt erklärte eftir Dita Zipfel
& Rán Flygenring. Þýðandi er
Elísa Björg Þorsteinsdóttir og
útgefandi Angústúra.
n The Giraffe and the Pelly and
Me eftir Roald Dahl & Quentin
Blake. Þýðandi er Sólveig Sif
Hreiðarsdóttir, útgefandi Kver
bókaútgáfa.
n Mr. Stynk eftir David Walliams
& Quinten Blake í þýðingu
Guðna Kolbeinssonar. Útgef
andi er Bfútgáfa.
n The Most Magnificient Thing
eftir Ashley Spires. Þýðandi er
Hugrún Margrét Óladóttir og
útgefandi Oran books.
Fjölbreytt útgáfa
íslenskra þýðinga
Nóbelsverðlaunahafinn Peter
Handke. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Aðventugleði verður á á tröpp-um Þjóðleikhússins á laugar-dögum og sunnudögum,
klukkan 14.00, 15.00 og 16.00, síð-
ustu tvær helgarnar fyrir jól. Fyrsta
sýningin verður í dag, laugardaginn
12. desember.
Nokkrar ástsælar persónur úr
Kardemommubænum, þau Bastían
bæjarfógeti, Soffía frænka og yngsti
ræninginn, hann Jónatan, bjóða
leikhúsgestum að hitta sig á torginu
framan við Þjóðleikhúsið, ásamt
öðrum skemmtilegum leikper-
sónum eins og Mikka ref og Ronju
ræningjadóttur. Svo er jafnvel von
á Grýlu sjálfri.
Höfundur og leikstjóri gleð-
innar er Guðjón Davíð Karlsson.
Leikarar eru Örn Árnason, Ólafía
Hrönn Jónsdóttir, Oddur Júlíusson,
Hildur Vala Baldursdóttir, Þröstur
Leó Gunnarsson og Sigríður Eyrún
Friðriksdóttir. Karl Olgeir Olgeirs-
son sér um tónlistarstjórn.
Aðventugleði á tröppum Þjóðleikhússins
Utanhúss mun Þjóðleikhúsið iða af lífi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
AÐVENTUGLEÐI VERÐUR Á
TRÖPPUM ÞJÓÐLEIKHÚSSINS Á
LAUGARDÖGUM OG SUNNU-
DÖGUM.
1 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R52 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING