Fréttablaðið - 12.12.2020, Side 72

Fréttablaðið - 12.12.2020, Side 72
er að hann kom bara einu sinni í desember til að gefa börnunum gjafir. Ég var mjög fegin þegar ég bjó þar að þurfa ekki að hugsa út í þrettán smágjafir í desember.“ Aðspurð segir Arna að þau hjónin séu nýjungagjörn hvað varðar mat þegar kemur að jólahefðum. „En við erum með nokkra fasta liði eins og venjulega, eins og að byrja jólin í Fríkirkjunni kl. 18 á aðfangadag. Hangikjöt verður að vera á boðstólunum á jóladag. Við förum mikið upp í kirkjugarðana um jól og áramót og kveikjum á kertum hjá ástvinum og það er ein- staklega friðsælt og fallegt að vera þar á þessum hátíðardögum.“ Sætabrauðskrans ½ l mjólk 1 bréf þurrger ½ tsk. salt 1 tsk. kardimommur (duft) 100 g smjör (mjúkt) 850 g hveiti Leysið gerið upp í smá volgri mjólk, bætið salti, sykri, kardi- mommum og smjöri út í volga mjólkina. Bætið hveitinu rólega saman við. Hnoðið deigið vel, skiptið deiginu í þrjá jafna hluta og rúllið þeim í þrjár jafnlangar lengjur. Fléttið og mótið hring á bökunarpappír á ofnplötu. Leggið viskastykki yfir og látið hefast í sirka klst. Penslið kransinn með pískuðu eggi og stráið perlusykri yfir. Bakið við 190°C blástur í sirka 30 mín. Eggjapúnskaka Fyrst bý ég til smá eggjapúns, þessi uppskrift er svo til bara fyrir kökuna og kannski nokkrir sopar til að smakka. Eggjapúnsupp- skriftin sjálf er fyrir tvo og hægt er að margfalda hana til að fá eggja- púns fyrir f leiri. 2 egg 3 msk. sykur 3 msk. romm 1 bolli (250 ml) heit mjólk Þeytið egg og sykur saman þar til það verður eins og ljóst mjúkt krem. Bætið romminu við. Hitið bolla af mjólk, hellið mjólkinni í blönduna. Geymið einn bolla af eggjapúnsi fyrir kökuna. Kakan sjálf 230 g smjör við stofuhita 200 g sykur 1 tsk. vanilludropar 3 stór egg 315 g hveiti 3 tsk. lyftiduft ½ tsk. múskat ½ tsk. kanill 1 bolli (250 ml) eggjapúns Hitið ofninn í 160°C (blástur). Þeytið saman smjör, sykur og vanilludropa í nokkrar mínútur eða þar til blandan er orðin krem- kennd. Bætið eggjunum við einu í einu og þeytið vel á milli hvers og eins. Blandið þurrefnunum saman í skál. Hellið þurrefnunum og eggjapúnsinu til skiptis út í eggjablönduna og hrærið varlega saman. Skiptið deiginu í tvö form og bakið í 25-30 mín. eða þar til tannstöngull kemur hreinn úr miðju kökunnar. Kælið botnana. Eggjapúnssmjörkrem 230 g smjör 3 ½ bolli flórsykur 2-3 tsk. rommdropar eða eggja- púns (kremið verður bragðmeira með rommdropum). Þeytið smjörið þar til það verður kremkennt, bætið flórsykrinum í smáskömmtum út í. Að lokum eru rommdroparnir eða eggja- púnsið sett út í og kremið þeytt vel, eða þar til það er orðið fallega kremkennt. Dreifið kreminu á milli botnanna og þekið kökuna með því. Í mínu tilfelli skreytti ég með glitrandi snjókornum, sem voru bráðið hvítt súkkulaði sem ég sprautaði sem snjókornum á bökunarpappír og stráði hvítu glimmeri sem heitir Rainbow dust og fæst að öllum líkindum í Allt í köku. Einnig stráði ég því yfir kök- una sjálfa til að fá glitrandi áhrif á kökuna eins og nýfallinn snjó. Arna heldur úti síðunni Kökukræsingar Örnu á Facebook og þar eru kökur sem hún hefur bakað fyrir vini og vandamenn. „Ég baka samt lítið sem ekkert af smákökum á aðventunni. Aðallega piparkökur ef ég baka.“ Við fengum Örnu til að deila með lesendum uppskrift að jóla- kökunni sem hún ætlar að baka í ár og svipta hulunni af aðventu- sætabrauðskransinum sínum sem hún er þekkt fyrir að baka. Er saga á bak við aðventusæta- brauðskransinn og eggjapúnskök- una sem þú bakaðir fyrir lesendur? „Aðventusætabrauðskransinn á sér sögu. Mamma mín bakaði hann alltaf á aðventunni á mínu æskuheimili. Hann var alltaf bakaður samdægurs og borinn fram með smjöri sem bráðnaði í brauðið. Einnig má bera hann fram með osti og sultu. Eggjapúnskakan er ný af nálinni. Ég hef alltaf verið mun hrifnari af eggjapúnsi frá því að ég smakkaði það í Bandaríkjunum fyrir 25 árum heldur en jólaglögg. Þessi kaka er mjög ljúffeng og ber með sér mikinn keim af eggja- púnsinu og tilvalið að bera hana fram með eggjapúnsi, nú eða bara heitu kakói eða kaffi.“ Elskar að halda veislur Jólin eru ávallt haldin mjög hátíð- leg á heimili Örnu og hefur verið frá hennar barnæsku. „Þar sem að ég elska að halda veislur þá finnst mér einstaklega gaman að dekka upp falleg borð og eru jóla- og ára- mótaborðin skipulögð langt fram í tímann. Ég er líka mikið jólabarn og held því mikið upp á þennan tíma. Þá stendur samveran með fjölskyldunni og vinum upp úr.“ Áttu þinn uppáhaldsjólasvein? „Já, en hann er ekki íslenskur. Ég kynntist hinum eina sanna jóla- sveini þegar ég bjó níu ár í Belgíu en hann heitir heilagur Nikulás og var í raun og veru til (og alls enginn jólasveinn þó svo að hann sé það í dag). Heilagur Nikulás var verndari barna þegar hann var á lífi. Hann deildi út gjöfum til bág- staddra, sérstaklega barna. Hann er fyrirmyndin að bandaríska jólasveininum sem íslensku jóla- sveinarnir eru líka farnir að líkjast verulega mikið í klæðaburði. Kosturinn við heilagan Nikulás Jólin koma með eggjapúnskökunni Arna Guðlaug Einarsdóttir, kökuskreytingameistari og fagurkeri með meiru veit fátt skemmti- legra en að baka og skreyta kökur. Sætabrauðskrans er til að mynda afar jólalegur og góður. Arna með kransinn sem ætíð er á borðum um jólin. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Glæsileg hvít jólaterta sem minnir á hvíta jörð. Matarást Sjafnar Sjöfn Þórðardóttir sjofn@torg.is 6 KYNNINGARBLAÐ 1 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RGJAFAKÖRFUR & GJAFAKORT
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.