Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.11.2020, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 04.11.2020, Blaðsíða 2
HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is Prentun: Landsprent Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson Hilmar Bragi Bárðarson Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Nettó veitir milljónum til góðgerðarmála – óskað eftir tillögum frá viðskiptavinum Nettó hefur hrint verkefninu Notum netið til góðra verka úr vör og óskar eftir tillögum frá við- skiptavinum um hvaða góðgerðar- samtök eigi að styðja við. Verkefnið felur í sér að 200 krónur af hverri sendingu úr netverslun Nettó munu renna til góðra málefna. Netverslun Nettó er langstærsta netverslun landsins með matvöru og gæti upphæðin því hlaupið á milljónum króna. „Eftir að hafa velt fyrir okkur mörgum góðum og verðugum sam- tökum tókum við ákvörðun um að óska eftir hugmyndum frá viðskipta- vinum okkar. Þannig getum við tekið þetta allt saman og séð hvar þörfin er mest eða hvaða málefni á best við samfélagsstefnu okkar. Okkar von er að sem flestar ábendingar berist því þetta er hvorki fyrsta né síðasta verkefnið af þessu tagi sem Nettó ræðst í,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri versl- unarsviðs Samkaupa, í tilkynningu frá fyrirtækinu. Nettó hefur undanfarin ár verður fastur styrktaraðili Rauða krossins, Fjölskylduhjálpar Íslands og Mæðra- styrksnefndar. „Sala í netverslun Nettó hefur margfaldast síðan að kórónuveirufar- aldurinn fór af stað og þetta er því tækifæri fyrir okkur að gefa til baka. Því varð slagorðið Notum netið til góðra verka fyrir valinu. Hægt er að panta úr netverslun Nettó á öllum svæðum sem við starfrækjum versl- anir og því getur meirihluti þjóðar- innar látið gott af sér leið,“ segir Gunnar. Verkefnið stendur út nóvember og geta viðskiptavinir valið úr mál- efnum eða tilnefnt góðgerðarsamtök á heimasíðu Nettó. Nettó rekur sautján verslanir um land allt og er hægt að panta mat- vöru af netinu í fjórtán þeirra. Nettó var fyrsta lágvöruverslunin til að opna netverslun fyrir matvörur á Íslandi í september 2017 og er sama verð netversluninni og í verslunum Nettó. Grímuskylda er komin á í strætó í Reykjanesbæ fyrir alla níu ára og eldri. Þetta kom fram á fjarfundi neyðar- stjórnar Reykjanesbæjar sem fram fór á laugardaginn. Hertar sóttvarnaraðgerðir eru nú í gildi. Að hámarki mega tíu manns koma saman og aukin áhersla er lögð á grímunotkun. Þá fellur allt íþróttastarf niður og takmark- anir eru á skólastarfi. Íþróttahús og sundlaugar eru lok- aðar fyrir almenning. GRÍMUSKYLDA FYRIR ALLA TÍU ÁRA OG ELDRI Í STRÆTÓ Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, afhenti for- manni og varaformanni Björgunar- sveitarinnar Þorbjarnar veglegan blómvönd í tilefni 90 ára afmæli hennar. Á þessum óvenjulegu tímum var lítið um veisluhöld í til- efni þess. Ýmislegt hafði þó verið í undirbúningi sem mun bíða betri tíma þegar takmarkanir vegna sótt- varna verður aflétt. Þeir Bogi Adolfsson, formaður Slysavarnadeildarinnar, og Helgi Einarsson, varaformaður, hafa báðir unnið í fjölda ára innan deildarinnar. Þeir voru sammála um að vinnan í þágu deildarinnar væri áhugamál og lítil kvöð þó það hafi alveg komið upp í kollinn þeirra hvers vegna þeir væru hreinlega að þessu. Alltaf myndi félagsskapurinn og það að vinna í þágu samfélagsins með þessum hætti drífa þá áfram. Það væri virkilega gaman að starfa innan deildarinnar og félagsskapurinn þar sé mjög góður. Á spjalli við þá félaga barst í tal fyrsta strandið sem sveitin kom að en hún vann mikið björgunarafrek þegar sveitin bjargaði 38 manna áhöfn af CAP FAGNET þegar það strandaði við Hraun í mars 1931. Var þá fluglínutækið notað í fyrsta sinn við björgun hér á landi. Það sem margir kannski ekki vita er að bæði skrúfa og varaskrúfa skipsins eru staðsettar fyrir framan hús deildarinnar en þeim var náð á land eftir um áttatíu ár í sjónum. Þar má sjá hvernig skrúfan hefur farið þegar bátinn rak upp í fjöruna. Þar má líka finna ankerið en það kom fyrr á land en aðalskrúfan, segir á heimasíðu Grindavíkurbæjar. Fannar Jónasson, bæjarstjóri afhenti formanni og varaformanni sveitarinnar veglegan blómvönd í tilefni dagsins. Á hinni myndinni má sjá ankerið og skrúfuna sem eru við húsnæði björgunarsveitarinnar í Grindavík. Mynd: grindavik.is Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík fagnar 90 ára afmæli 2 // vÍkurFrÉttir á SuðurneSJuM Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.