Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.11.2020, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 04.11.2020, Blaðsíða 13
KEFLAVÍK HEFUR STOFNAÐ RAFÍÞRÓTTADEILD Í síðustu viku var rafíþróttadeild formlega stofnuð innan Keflavíkur, íþrótta- og ung- mennafélags. Rafíþróttadeildin hefur starfað undir merkjum knattspyrnudeildar um tíma en með stofnun hennar eru nú níu deildir starfræktar innan félagsins. Stofnfundurinn var fámennur enda sam- komutakmarkanir í gildi og var aðgengi að fund- inum haldið í lágmarki. Einar Haraldsson, fram- kvæmdastjóri og formaður aðalstjórnar, stýrði fundinum og íþróttastjóri félagsins, Hjördís Baldursdóttir, var ritari. Tillaga um fyrstu stjórn deilarinnar var ein- róma samþykkt og hana skipa Arnar Már Hall- dórsson, formaður, Ólafur Þór Berry, Elvar Bjarki Friðriksson, Birna Ármey Þorsteinsdóttir, Jónas Guðni Sævarsson, Davíð Stefánsson, Sindri Kristinn Ólafsson og Nacho Heras Ang- lada. Einar bar nýstofnaðri deild góðar kveðjur að- alstjórnar og með kveðjunni fylgdi styrkur upp á 500 þúsund, þá bauðst aðalstjórn að veita deild- inni lán til að standa straum að tölvukaupum til að hægt verði að koma starfi deildarinnar í gang sem fyrst. Rafíþróttir hafa verið að ryðja sér til rúms á undanförnum árum og fjölmargir spila tölvu- leiki sér til ánægju. Meðal verkefna rafíþrótta- deildarinnar verður að stýra æfingum faglega þannig að iðkendur fái leiðbeiningar aðila sem þekkja vel til. Þá verður lögð áhersla á forvarnir, börnum kennt að temja sér hóf við tölvunotkun og foreldrar virkjaðir til þátttöku í tómstundum barna sinna en þeir hafa oft litla hugmynd um hvað tölvuleikir barnanna snúast um. Rafíþróttadeildin mun vera með æfingaað- stöðu í 88 húsinu þar sem búið er að útbúa sér- hannað rými fyrir hana. Að hafa deildina inn í félagsmiðstöð sveitarfélagsins hefur sína kosti en sá aldurshópur sem sækir Fjörheima (88 húsið) er mjög virkur í rafíþróttum og tölvu- leikjum. Því er heppilegt að hvetja þá sem eru heima í tölvunni að mæta á skipulagðar æfingar, hitta sína jafnaldra og eiga samskipti sín á milli. Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA komu upp meiðsli hjá Frans og Kian, alltaf stigu menn inn, Adam Pálsson var seldur og Ari Steinn steig þá upp á kantinum. Við vorum mjög ánægðir með það að menn stigu inn í hlutverkin sín þegar á þurfti.“ Eyddu miklum undirbúnings tíma í sóknarleikinn Keflvíkingar byrjuðu á að leggja áherslu á sóknarleikinn í undir- búningi tímabilsins, að æfa hann og móta. Þegar átti að fara að taka varnarleikinn í gegn kom Covid í veg fyrir það. „Eins og sést kannski þá skoruðum við 57 mörk í deildinni, þrjú mörk að meðaltali í leik, en fengum kannski aðeins of mörg mörk á okkur,“ segir Siggi. „Við vorum nálægt því að slá markametið í deildinni.“ „Ég hef nú sagt að ef einhver heldur því fram að við höfum sloppið auðveldlega, af því að mótið var flautað af, þá held ég að við höfum frekar verið stoppaðir af í að ná sögulegu markameti,“ segir Ey- steinn. „Ég hefði ekki verið hræddur við að spila áfram en ég held að þetta hafi verið rétt ákvörðun. Ég held að það hafi verið sanngjarnara að láta þessa tuttugu leiki telja heldur en að fara að spila eitthvað allt annað mót, með allt öðrum leik- mönnum hjá meirihluta liðanna. Það hefði skekkt þetta allt of mikið að mínu mati.“ „Nú tökum við alla vega einn mánuði í frí,“ segir Siggi. „Þetta er búið að vera ofboðslega langt og strangt tímabil. Hefur reynt mikið á hugarfar leikmanna og þolin- mæði, erlendu leikmennirnir eru búnir að vera lengi í burtu frá fjöl- skyldum sínum og kærustum. Við búum við lengsta undirbún- ingstímabil í heimi hér á Íslandi, það verður alveg nógu langt á næsta tímabili líka. Við gerum ráð fyrir að vera með flesta leik- mennina okkar áfram svo liðið á að vera ágætlega mótað og ég held að þeir verði vel undirbúnir fyrir næsta ár.“ Ekki missa af Suðurnesja- magasíni vikunnar þar sem þeir Eysteinn og Sigurður Ragnar gera upp knattspyrnu- tímabilið og ræða fótboltann á þessum undarlegu tímum kórónu veirunnar. Rétturinn Ljúengur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virka daga   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Anton Guðlaugsson leysti varnarhlutverk sitt vel í fjarveru fyrirliðans. Fyrsta stjórn rafíþróttadeildar Keflavíkur. Davíð Stefánsson, Birna Ármey Þorsteinsdóttir, Elvar Bjarki Friðriksson, Jónas Guðni Sævarsson, Sindri Kristinn Ólafsson og Arnar Már Halldórsson. Á myndina vantar þá Ólaf Þór Berry og Nacho Heras Anglada. vÍkurFrÉttir á SuðurneSJuM Í 40 ár // 13 Ari Steinn Guðmundsson átti góða innkomu í lið Keflavíkur í sumar.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.