Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.11.2020, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 04.11.2020, Blaðsíða 16
Þrátt fyrir farsóttina og strangar sótt- varnir á öryggissvæðinu á Keflavíkur- flugvelli hefur tekist að framkvæma öll helstu öryggis- og varnartengd verkefni sem voru á áætlun í ár, þ.m.t. loftrýmisgæsluverkefnin og hluta af skipulögðum æfingum. Varnar- æfingunni Norður-Víkingi, sem átti að vera í maí síðastliðnum, var hins vegar frestað til síðari tíma. Haustið hefur verið óvenju anna- samt þar sem saman hafa farið mörg verkefni sem tekið hafa lengri mun tíma en venjulega vegna sóttvarna. Starfsfólk Landhelgisgæslu Íslands á öryggissvæðinu á Keflavíkur- flugvelli og verktakar sem sjá um öryggisgæslu (Securitas), þrif (HR- þrif) og rekstur mötuneytis (Soho) hafa staðið vaktina dag og nótt en til viðbótar hefðbundnum verkefnum, eins og svæðis- og öryggisgæslu, loftrýmiseftirliti, gistiríkjastuðn- ingi, viðhaldi mannvirkja og kerfa, hefur teymi starfsmanna séð um að sóttvarnareglum sé framfylgt og á hópurinn samráð við heilbrigðisyfir- völd, lögreglu og landamæraeftirlit oft á dag alla daga vikunnar. Til að mæta tímabundnu álagi hefur þjón- ustuverktökum, verið fjölgað tíma- bundið. Í haust hafa verið við vinnu á ör- yggissvæðinu liðsmenn bandaríska sjóhersins við rekstur á stjórnstöð fyrir kafbátaeftirlit og við eftirlit og æfingar á hafinu sem er framkvæmt með nýju P-8A kafbátaeftirlitsflug- vélunum. Hafa verið tólf kafbátaleit- arflugvélar á Keflavíkurflugvelli frá bandaríska sjóhernum, auk tveggja frá kanadíska flughernum. Loftrýmisgæsla Atlantshafs- bandalagsins var framkvæmd af bandaríska flughernum í Bretlandi í október og lauk gæslunni síðasta föstudag. Orrustuþoturnar eru farnar aftur til Bretlands en liðs- mennirnir eru þó flestir enn á ör- yggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og á hótelum í Reykjanesbæ. „Bandaríkjamenn voru hérna um 260 talsins frá flughernum. Því til viðbótar hafa verið hér 500 aðrir erlendir liðsmenn frá bandaríska sjó- hernum við kafbátaeftirlit og áhafna- skipti sem hafa tekið óvenju langan tíma út af sóttvörnum,“ segir Jón B. Guðnason, framkvæmdastjóri Land- helgisgæslunnar í Keflavík, í samtali við Víkurfréttir. Fjórtán orrustuþotur – Suðurnesjamenn og aðrir hafa orðið varir við þotugný. Hafa verið óvenju margar vélar hér undan- farið? „Já, undanfarin ár hafa verið hér frá fjórum og upp í fjórtán orrustuþotur við loftrýmisgæsluna hverju sinni. Þær voru fjórtán núna og þessi stífa austanátt sem verið hefur undan- farna daga hefur verið þess valdandi að íbúar Reykjanesbæjar hafa orðið meira varir við vélarnar en venjulega Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is Framkvæmdir hafa verið í gangi við flugskýli 831 en það er verið að breyta því fyrir nýju kafbátaleitarflugvélarnar. ERILSAMT HAUST MILLJARÐA FRAMKVÆMDIR Á ÖRYGGISSVÆÐINU Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI SMELLTU Á MYNDSKEIÐIÐ TIL AÐ HORFA OG HLUSTA MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA Jón Björgvin Guðnason, framkvæmdastjóri Landhelgisgæslunnar í Keflavík. Viðtal við Jón er í Suðurnesjamagasíni vikunnar á Hringbraut og vf.is . 16 // vÍkurFrÉttir á SuðurneSJuM Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.