Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.11.2020, Qupperneq 21

Víkurfréttir - 04.11.2020, Qupperneq 21
Hrekkjavaka og ungmennahús í Grindavík – fjölbreytt félagsstarf í Grunnskóla Grindavíkur Nemendur í Grunnskóla Grindavíkur tóku Hrekkjavöku með stæl og settu upp draugahús í Kvikunni. Nemendaráð vann undirbúningsvinnu og síðan var fleiri bekkjardeildum boðið, bæði á ball og í draugahúsið. „Þetta er toppurinn á árinu og gaman að halda þetta núna í Kvikunni, innan um fljúgandi máva og gamla saltfiska,“ sögðu þau Tómas Breki Bjarnason og Emilía Ósk Jóhannesdóttir í nemendaráði Grunnskóla Grindavíkur en þau sýndu Víkurfréttamönnum draugahúsið. Suðurnesjamagasín spjallaði við þau og myndaði draugahúsið. Þau Tómas og Emilía sögðu félagsstarfið í skólanum vera mjög gott og það hafi gengið mjög vel á veirutímum. Opnun ungmennahúss Grindavíkurbæjar Það hefur verið ákveðið að fara af stað með opnun ungmennahúss í Grindavíkurbæ sem verður fyrir ungt fólk frá 16 aldri til 25 ára. Ung- mennahúsið mun bera gamla heitið „Laufin og spaðarnir“ sem fyrrum Ungmennahús Grindavíkur bar áður. Gamla Ungmennahúsið var stofnað í desember 1997 af Hrafnhildi Björg- vinsdóttur, en sonur hennar Hafliði Ottósson féll frá fyrir eigin hendi í desember árið 1996, þá aðeins 18 ára gamall. Ungmennahúsið var opnað í anda þess að búa til félagslegan vett- vang án vímuefna fyrir ungt fólk eða „gleymda hópinn“. Elínborg Ingvarsdóttir forstöðu- maður Þrumunnar og starfsmenn hennar halda utan um starfsemina. Þar mun standa ungmennum til boða fjölbreytt starf í vímulausu og öruggu umhverfi. Starfsemin mun til að byrja með fara fram á fimmtu- dagskvöldum frá klukkan 20:00 til 22:00 og mun nýta aðstöðu fé- lagsmiðstöðvarinnar Þrumunnar. „Markmiðið er að bjóða ungu fólki upp á jákvætt félagslegt umhverfi ásamt því að sporna gegn félagslegri einangrun og andlegum vanlíðan ungmenna. Til dæmis verður boðið upp á ýmis konar ráðgjöf eins og að- stoð við atvinnuleit og úrvinnslu á ferilskrá, tómstundaráðgjöf, félaga- stuðning, aðstoð vegna vanlíðan úr af félagslegri einangrun, sjálfsvígs- hugleiðinga, einmanaleika eða ein- hvers konar vanda og að leiðbeina þeim á réttu staðina, vera til staðar og hlusta. Starfsfólk Ungmenna- hússins mun einnig aðstoða ungt fólk í Grindavíkurbæ við að koma góðum hugmyndum í framkvæmd og veita aðstöðu fyrir starfsemina. Til að mynda er möguleiki á því að opna starfsemi fyrir ýmsa hópa og klúbba og verður starfsemin með tímanum mótuð af ungmenna- hópnum sjálfum,“ segir Elínborg. Hægt er að fylgast með starf- seminni á instagram undir nafninu „Ungmennahús Grindavíkurbæjar“. Menningarhús lokuð og Súlan afhent rafrænt Öll söfn og menningarhús í Reykjanesbæ eru lokuð á meðan hertar sóttvarnarað- gerðir eru í gildi, eða til og með 17. nóvember. Til skoðunar er að setja upp rafræna viðburðadagskrá og þá verða menningarverðlaunin Súlan afhent með rafrænum hætti næsta fimmtudag. Reykjanesbær styrkir Samtökin ‘78 Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að styrkja Samtökin ‘78 um 200.000 krónur fyrir starfsárið 2021. Samtökin ‘78 bjóða upp á víðtæka þjónustu þegar kemur að fræðslu, ráðgjöf og rekstri félagsmiðstöðva fyrir ung- menni. Aukin aðsókn hefur verið í þjónustu samtakanna síðustu ár og stór hluti þeirrar aukningar eru börn og ung- menni. Heimsóknir ekki leyfðar á D-deild HSS og í Víðihlíð Um óákveðinn tíma eru heim- sóknir á sjúkradeild Heil- brigðisstofnunar Suðurnesja (D-deild HSS) og Víðihlíð í Grindavík ekki leyfðar sökum fjölgunar Covid-smita í sam- félaginu, meðal annars hjá viðkvæmari hópum. Aðstandendur sjúklinga/ íbúa eru hvattir til að nýta sér rafrænar lausnir til að eiga samskipti við sína nánustu og hafa samband við starfsfólk deildanna ef með þarf. Tækja- búnaður er til staðar á HSS fyrir þá sem þess þurfa, eftir höfðinglegar gjafir til stofnun- arinnar síðasta vor. Þorgrímur Hálfdánarson er mikill jólastrákur og lætur sig ekki muna um að koma upp jólaþorpi í stofunni heima hjá sér að Hólabraut 2 í Keflavík. Hann viðurkennir að honum finnist skemmtilegt að taka jólin snemma og segist vera að undirbúa sig leynt og ljóst allt árið. „Jú, þetta tekur svolítinn tíma og kostar líka peninga en er sannarlega þess virði,“ segir Toggi og Auður Helga Benediktsdóttir, eiginkona hans tekur undir það. „Jú, jú, ég neita því ekki að þetta er sameigin- legt áhugamál hjá okkur. Svo hafa börnin okkar svo gaman að þessu,“ segir hún. Þau hafa safnað jólamunum á síðustu árum en megnið er keypt í Byko eða í jólabúðinni á Selfossi. Einn af nýjustu hlutunum í jóla- þorpinu er skíðalyfta en þegar Toggi var spurður hvort hann væri skíða- maður þá hló hann og sagði það af og frá. Hefði farið eina ferð þegar hann var unglingur. Í Jólaþorpinu má sjá fallega vita sem lýsa upp þorpið. Coca Cola fær sitt auglýsingapláss í þorpinu og en myndarleg járnbrautarlest er merkt þessum þekkta drykk en okkar maður hefði frekar viljað hafa Pepsi á lestinni en fékk lítið við það ráðið. „Ætli ég haldi ekki mest upp á vitann með rauða ljósinu. Hann er ansi flottur þarna,“ sagði Toggi. Jólaþorpið stendur á borðum og fleiri stoðum við stofugluggann en þetta er í fyrsta skipti sem þau hjónin setja upp þorp í heilu lagi, áður var því skipt niður á tvo staði í íbúðinni. En má ekki eiga von á því að fólk fari að kíkja á gluggann og kannski börnum í heimsókn? „Barnabörnin eru alla vega búin að koma og eiga eftir að koma aftur og aftur,“ sögðu þau Þorgrímur og Auður Helga sem sögðust ekki taka jólaþorpið niður fyrr en eftir þret- tándann. Jólaþorpið í Keflavík er komið upp Toggi og Auður Helga við jólaþorpið. vÍkurFrÉttir á SuðurneSJuM Í 40 ár // 21

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.