Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.11.2020, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 04.11.2020, Blaðsíða 17
en vonandi ekki of mikið. Hjá okkur hafa einnig verið tveir fulltrúar eist- neska flughersins sem hafa unnið með sérfræðingum Landhelgisgæsl- unnar í stjórnstöð Atlantshafsbanda- lagsins á öryggissvæðinu á Kefla- víkurflugvelli. Þá hefur kanadíski flugherinn einnig verið hér á landi með tvær kafbátaeftirlitsflugvélar og rúmlega 60 liðsmenn við kaf- bátaeftirlit og æfingar. Danski flug- herinn var að fara frá okkur en hann hefur einnig verið hér frá lokum september með allt að tuttugu liðs- menn við viðhaldsskoðun á þyrlu flughersins sem venjulega er stað- sett um borð í herskipum danska sjóhersins við Grænland. Viðhalds- verkefninu er lokið, tókst það mjög vel og hafa aðilar væntingar um að viðhald og viðhaldsskoðanir verði framkvæmdar á Keflavíkurflugvelli í framtíðinni. Þyrlunni var flogið um borð í herskip danska sjóhersins sem nú er við Grænland.“ – Hvernig hafa þessi verkefni gengið? „Öll þessi verkefni hafa gengið vel. Undanfarnar vikur höfum við verið með upp undir 500 manns á hót- elum, að mestu hér í Reykjanesbæ. Einnig einhver hundruð bílaleigubíla og önnur þjónusta og bæjarbúar hafa alveg örugglega orðið varir við það.“ – Getum við sagt að þetta skipti máli fyrir efnahagslífið á Suður- nesjum og víðar? „Ég ætla rétt að vona það. Í venju- legu árferði er yfirleitt erfitt fyrir okkar gesti að fá hótelgistingu hér á svæðinu. Það var ekki eins erfitt í ár. Við vonum að þetta hafi hjálpað til og muni halda áfram. Það eru að jafnaði 50–100 manns á hótelum hér á svæðinu alla daga ársins.“ – Hvað er framundan í loftrýmis- gæslu? „Norðmenn koma hingað aftur og verða hér í febrúar og mars. Banda- ríkjamenn verða hér væntanlega aftur í ágúst á næsta ári og svo verður pólski flugherinn hér næsta haust.“ Yfir 700 erlendir gestir og flestir á hótelum í Reykjanesbæ Þegar mest var á svæðinu fór fjöldi erlends liðsafla og sérfræðinga yfir 700 en aðeins er hægt að hýsa 200 innan öryggissvæðisins. Það var því óvenju fjölmennt, einnig á hótelum í Reykjanesbæ, auk þess sem bíla- leigur og veitingastaðir hafa notið góðs af. Eins og við var að búast mun draga úr fjölda erlends liðsafla á næstu dögum og vikum en eins og áður þá er og verður við vinnu á ör- yggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli alltaf einhver fjöldi erlends liðsafla og annarra verktaka og sérfræðinga og dvelur hluti þeirra á hótelum utan öryggissvæðisins. Umfangsmiklar framkvæmdir Á öryggissvæðinu á Keflavíkur- flugvelli standa yfir umfangsmiklar framkvæmdir á vegum Íslands, Atl- antshafsbandalagsins og Bandaríkj- anna. Helstu verkefni eru; viðhald og breytingar á flugskýli 831, bygging þvottastöðvar fyrir flugvélar, við- hald og endurbætur á flughlöðum, akstursbrautum flugvéla og tengdum ljósakerfum. Nú síðast var gerður samningur við ÍAV um stækkun og bygging flughlaðs og undirstöðu fyrir gámabyggð. Til viðbótar er fjöldi annarra mannfrekra venjubundinna verkefna til framkvæmdar. Umfangsmiklum endurbótum á ratsjárkerfum Atlantshafsbanda- lagsins hér á landi er nýlokið en verkefnið var framkvæmt af sér- fræðingum Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli, Lockheed Martin í Bandaríkjunum og Innkaupa- stofnun Atlantshafsbandalagsins í Lúxemborg. „Það hafa verið framkvæmdir í gangi við flugskýli 831 en það er verið að breyta því fyrir nýju kaf- bátaleitarflugvélarnar. Það er verið að byggja þvottastöð fyrir flugvélar á Háaleitishlaðinu. Það er verið að vinna í og stækka flugvélastæði á vestursvæðinu og gera breytingar svo flugvélastæði uppfylli umhverfis- kröfur ef upp kemur olíumengun og fleira. Þá er verið að vinna í ýmsum hliðartengdum verkefnum. Þetta eru framkvæmdir fyrir á annan tug milljarða króna og skapa vonandi góða vinnu núna á þeim tíma sem þörfin er mest. Sumum þessara framvæmda er að ljúka en aðrar eru að byrja og munu halda áfram næstu árin. Svo eru í umræðu milli stjórnvalda aðrar framkvæmdir sem eru jafnvel stærri. Það er áframhald á við- haldi bygginga sem eru hér og ýmis varnar- og öryggistengd verkefni.“ – Það er í umræðunni að flytja skipaflota Landhelgisgæslunnar til Njarðvíkur. Hvernig er það að leggjast í mannskapinn? „Bara vel. Við bíðum spennt eftir því,“ segir Jón Guðnason, fram- kvæmdastjóri Landhelgisgæslunnar í Keflavík, í samtali við Víkurfréttir. GANGA SKREFINU LENGRA MEÐ SÓTTVARNIR HJÁ LANDHELGISGÆSLUNNI Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI Marvin Ingólfsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri varnarmála- sviðs, hefur yfirumsjón með sótt- vörnum hjá Landhelgisgæslunni á Keflavíkurflugvelli og mikið hefur mætt á honum og hans mannskap síðustu vikur og mánuði. Mikil áhersla er á sótt- og smitvarnir í tengslum við komur erlendra gesta sem m.a. hafa annast loft- rýmisgæslu frá Keflavíkurflug- velli og skipað sveitir sem annast kafbátaleit og aðra varnartengda starfsemi. „Við erum með mikinn mann- skap sem er að koma úr ýmsum áttum og þar að auki er þetta fólk ekki að koma á sama tíma. Þá eru mismunandi kröfur gerðar innandyra hjá þessum gestum okkar og því er óhætt að segja að flækjustigið hafi verið og er hátt í kringum þetta og því erum við hjá Landhelgisgæslunni með fjögurra til fimm manna teymi sem heldur utanum þessi mál núna.“ – Hvernig er þetta gert? „Við þurfum að uppfylla þær kröfur sem eru gerðar hverju sinni. Við höfum gengið skrefinu lengra og verið með strangar kröfur á þá erlendu liðsmenn sem hingað hafa komið. Við förum fram á að allir séu skimaðir tvisvar og þeir fari í tveggja vikna B-sóttkví, sem er al- gjört lágmark. Enginn fær að hefja störf fyrr en hann hefur fengið niðurstöðu úr fyrri skimun. Svo eru þær reglur sem þeir setja fyrir sína liðsmenn einnig strangari. Það eru margir og flestir sem hafa lokið tveggja vikna sóttkví er- lendis og eru skimaðir 48 tímum fyrir brottför áður en þeir koma hingað og því óhætt að segja að við séum bæði með belti og axlabönd í þessum málum. Svo er hluti af þeim mannskap sem hingað kemur settur í tveggja vikna A-sóttkví og eru því í algjörri sóttkví yfir allt tímabilið og fara þar að auki í skimun bæði fyrir og eftir sóttkví.“ Marvin segir að mikil vinna felist í að halda utan um allan þennan mannskap, hvar hann sé staðsettur hverju sinni, og þá þurfi að taka við heilsufars- skýrslum daglega. Ef einhverjir fá einkenni, sem hefur gerst en voru bara flensueinkenni, þá þarf að sjá til þess að brugðist sé við og við- komandi skimaður, þannig að það er töluverð vinna að halda utan um þetta allt saman. „Samstarf við yfirvöld hefur verið til mikillar fyrirmyndar og ekki hægt að segja annað en það hafi gengið mjög vel og verið gott. Sérstaklega hérna þegar kemur að lögreglu, Heilbrigðisstofnun Suður- nesja og þeim sem sjá um skimun. Samstarfið er til mikillar fyrir- myndar og þau eiga mikið og gott hrós skilið frá okkur. Þar að auki má það koma fram að margir af okkar liðsmönnum eru á hótelum hér á svæðinu og samstarfið við þá sem reka og eiga hótelin hefur verið mjög gott. Það eru kröfur settar á hótel sem eru að hýsa fólk í sóttkví og við höfum verið í góðu samstafi við hótelin þannig að allt sé eftir bókinni. Liðsmenn á okkar vegum hafa líka hrósað hótelunum og sagt að komið sé til móts við þá að öllu leyti. Þessir hótelgestir okkar eru þar kannski í tvær vikur og geta ekki farið út af hótelunum og í verslanir til að sækja nauðsynlega hluti og þar hafa hóteleigendur komið sterkir inn og heldur betur staðið sig á vaktinni. Þetta hefur gengið mjög vel til þessa og vonandi verður það bara áfram. Þetta er búið að vera lærdómsríkt en hefur gengið mjög vel,“ segir Marvin Ingólfsson, að- stoðarframkvæmdastjóri varnar- málasviðs, sem stýrir sóttvarna- málum hjá Landhelgisgæslunni á Keflavíkurflugvelli. Marvin Ingólfsson hefur yfirumsjón með sóttvörnum. Fjórtán kafbátaleitarvélum voru á Keflavíkurflugvelli og hluti þeirra verður áfram. Herþoturnar eru geymdar í þrettán sérhönnuðum flugskýlum sem voru byggð á tímum kalda stríðsins. Þotuskýlin eru þrettán talsins en það þrettánda er númer 14. Bandaríkjamenn nota ekki númer 13. FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS vÍkurFrÉttir á SuðurneSJuM Í 40 ár // 17

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.