Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.11.2020, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 04.11.2020, Blaðsíða 11
DEKKJASKIPTI OLÍUSKIPTI ALÞRIF SLEPPTU BIÐINNI OG BÓKAÐU Á NETINU WWW.BILAHOTEL.IS ALHLIÐA BÍLAÞJÓNUSTA GEYSIR - BOGATRÖÐ 11, ÁSBRÚ SÍMI 455-0006 LÖGREGLAN RAK KYLFINGA HEIM ÚR LEIRUNNI Lögreglumenn á Suðurnesjum mættu á Hólmsvöll í Leiru þar sem fjöldi kylfinga var við leik á laugardag og vísaði þeim heim. Samkvæmt hertum sóttvarnarreglum Almanna varna eru íþróttir, bæði keppni og æfingar, ekki heimilar til 17. nóvember. Tveir lögreglumenn mættu út á Hólmsvöll og gengu nokkrar brautir og ræddu við fjölda kylfinga sem voru við leik. Margir voru að leika golf í haustblíðunni í Leirunni og fleiri mættu á svæðið, á meðan lög- reglan var á staðnum, og voru á leið í golf en urðu frá að hverfa. Það var ekki gott hljóð í kylfingum sem eru margir hissa á þessum reglum. Þeir megi fara út að ganga en ekki fara í golf úti á golfvelli. Knattspyrnan 2020: Bæði lið Keflavíkur leika í efstu deild á næsta tímabili – Grindvíkingar deildarmeistarar í 2. deild kvenna en Víðismenn féllu Knattspyrnusamband Íslands ákvað í síðustu viku að hætta allri keppni í knattspyrnu, var sú ákvörðun tekin í framhaldi ákvörðunnar sóttvarnaryfirvalda að herða sóttvarnarreglur vegna kórónuveirunnar. Lengjudeild karla: Í Lengjudeild karla eru Keflvíkingar deildarmeistarar og leika í efstu deild að ári en Grindvíkingar munu leika annað tímabil í Lengjudeildinni. Lengjudeild kvenna: Það var orðið ljóst að Keflavík endar í öðru sæti Lengjudeildar kvenna og leika þær einnig í efstu deild á næsta ári. 2. deild kvenna: Grindvíkingar urðu deildarmeistarar í 2. deild kvenna, þær voru tveimur stigum á eftir HK þegar leik var hætt en áttu leik til góða. Grindavík fer því í efsta sæti með fleiri stig að meðaltali en HK. 2. deild karla: Í 2. deild enda Þróttarar í þriðja sæti og Njarðvíkingar í því fjórða. Þróttur var hársbreidd frá því að komast upp í næstefstu deild en liðið gerði jafn- tefli í síðasta leik og missti þar með Selfoss því upp fyrir sig. Víðismenn ljúka því miður leik í ellefta sæti og leika því í 3. deild á næsta ári. 3. deild karla: Reynismenn voru þegar búnir að tryggja sér sæti í 2. deild og enda í öðru sæti 3. deildar. Sveindís Jane Jónsdóttir varð Íslandsmeistari með kvennaliði Breiðabliks en hún var, eins og flestir vita, á láni frá Keflavík í sumar. Sveindís átti frábært tímabil í sumar og lék m.a. sína fyrstu A-landsleiki í byrjunarliði. Á myndinni sést Sveindís Jane fagna marki gegn Val sem var helsti keppinautur Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn í sumar. Mynd: Fótbolti.net GOLFSAMBANDINU ÞÓTTI REGLUR ÓSKÝRAR Viðbragðshópur Golfsambands Íslands óskaði eftir nánari útskýr- ingum á því hvort 6. mgr. 5. gr. reglugerðar um hertar aðgerðir í sóttvörnum ætti við um golfiðkun. Óskaði viðbragðshópurinn eftir skýrari skilgreiningu á orðalagi en að mati hópsins var ekki nægur samhljómur á milli þess að segja annars vegar að íþróttir (þar með talið æfingar og keppni) utandyra án snertingar væru óheimilar og hins vegar leyfa „einstaklingsbundnar æfingar án snertingar, svo sem útihlaup eða sambærilega hreyfingu“ sem sannarlega ætti við um golf. Þórólfur Guðnason, sóttvarna- læknir, og Víðir Reynisson, yfirlög- regluþjónn almannavarnarsviðs ríkislögreglustjóra, svöruðu erindi GSÍ á laugardag og var skilgreining þeirra afdráttarlaus. Þeir sögðu golf falla undir það ákvæði að allar æfingar og keppnir í íþróttum séu nú óheimilar enda um skipulagt íþróttastarf að ræða. Í samræmi við þær útskýringar lokaði Golf- klúbbur Suðurnesja vellinum um- svifalaust fyrir allri golfiðkun. Tveir lögregluþjónar örkuðu hálfan Hólmsvöll og gerðu kylfingum grein fyrir því að öll íþróttastarfsemi væri bönnuð. VF-mynd: Pket Í sporti Víkurfrétta þessa vikuna er rætt við þjálfara karlaliðs Keflvíkinga um þetta undarlegasta knattspyrnutímabil sögunnar. MiðvikudaGur 4. nóveMber 2020 // 42. tbl. // 41. árG.sport

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.