Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.11.2020, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 04.11.2020, Blaðsíða 4
Minna á að Suðurnesjabær fer með skipulagsvald á lóð norðuráls í Helguvík Bæjarráð Suðurnesjabæjar segist fagna öllum hugmyndum og áformum um atvinnustarfsemi á því landi í Suðurnesjabæ sem Norðurál hefur haft á leigu og byggt mannvirki, eftir að Norðurál hefur lýst því yfir að fyrirtækið muni ekki hefja álbræðslu á svæðinu. Í afgreiðslu bæjarráðs í síðustu viku er minnt á að Suðurnesjabær fari með skipulagsvald á lóðinni, sem sé innan bæjarmarka Suðurnesja- bæjar. Þá segir að við þessa ákvörðun Norðuráls þarf að leysa úr ýmsum málum til þess að byggja megi upp aðra atvinnustarfsemi á landinu og er margt af þeirri vinnu lögfræðilegs eðlis. „Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir Suðurnesjabæ. Umrætt land og lóð Norðuráls er allt innan sveitar- félagsmarka Suðurnesjabæjar og fer Suðurnesjabær með skipulagsvald á svæðinu. Hvort sem Samherji fisk- eldi eða aðrir byggja upp atvinnu- starfsemi á lóðinni liggur fyrir að vinna þarf ákveðna skipulagsvinnu, bæði aðalskipulag vegna markaðs þynningarsvæðis vegna álbræðslu og að deiliskipuleggja lóðina. Bæjarráð telur eðlilegast að landeigandinn, Ka- deco, í samstarfi við Suðurnesjabæ annist þessa skipulagsvinnu,“ segir í afgreiðslu bæjarráðs. Þá segir að bæjarráð fagni hug- myndum Samherja fiskeldis um rekstur laxeldis á viðkomandi lóð og lýsir vilja til samstarfs við fyrir- tækið við að komast að niðurstöðu um hvort af starfseminni verður. DEKKJASKIPTI VERÐ FRÁ 7.990 kr. SLEPPTU BIÐINNI OG BÓKAÐU Á WWW.BILAHOTEL.IS ALHLIÐA BÍLAÞJÓNUSTA GEYSIR - BOGATRÖÐ 11, ÁSBRÚ SÍMI 455-0006 Álykta að flutningur Isavia til Hafnar fjarðar sé bráðabirgðalausn Fréttir af fyrirhuguðum flutningi á höfuðstöðvum Isavia til Hafnarfjarðar koma bæjarráði Suðurnesjabæjar á óvart, að því að segir í afgreiðslu bæjar- ráðs sem fundaði í síðustu viku. „Bæjarráð Suðurnesjabæjar gerir sér grein fyrir því að mygla á vinnustað er alvarleg og getur kallað á að grípa þurfi til aðgerða með hraði. Hins vegar getur bæjarráð ekki ályktað annað en að flutningur til Hafnarfjarðar sé bráðabirgðalausn og þegar sé farið að huga að uppbygginu höfuðstöðva Isavia við Flugstöð Leifs Eiríkssonar í samræmi við áform um þróun lands í nágrenni Keflavíkurflugvallar,“ segir orðrétt í afgreiðslu fundarins. Það segir einnig: „Í nýlegu deiliskipu- lagi Isavia fyrir vestursvæði Kefla- víkurflugvallar er gert ráð fyrir mik- illi uppbyggingu flugtengdrar þjón- ustu og þar á meðal eru nokkrar lóðir fyrir skrifstofubyggingar. Þá liggur fyrir að aðstaða starfsfólks Isavia er orðin þröng í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar og jafnframt öryggisrök fyrir því að stjórnsýsla flugvallarins sé í húsnæði á svæðinu sem er ótengt flugstöðinni. Því væri bæði rökrétt og skynsamlegt skref hjá Isavia að bregðast við húsnæðisvanda höfuð- stöðva sinna með byggingu stjórn- sýsluhúss við alþjóðaflugvöllinn sem er hægt að sérsníða að þörfum félagsins. Jafnframt má benda á það hagræði sem myndi hljótast í rekstri Isavia til lengri tíma með því að hafa höfuðstöðvarnar á sama stað og langmesta starfsemi fyrirtækisins fer fram. Samkvæmt nýlegri kynningu á skýrslu Kadeco um uppbyggingu og skipulag lands í nágrenni Keflavíkur- flugvallar telur bæjarráð það rétta í stöðunni að Isavia færi höfuðstöðvar sínar á svæði Keflavíkurflugvallar.“ Í B Ú A R S U Ð U R N E S J A E R U 2 8 .1 6 5 Íbúar Reykjanesbæjar voru 19.609 þann 1. nóvember og hefur fjölgað um 189 frá 1. desember 2019. Það gerir 1,0% íbúafjölgun. Íbúar Suð- urnesjabæjar voru 3.682 og hefur fjölgað um 96 á sama tímabili. Það gerir 2,7% íbúafjölgun á tímabilinu. Grindvíkingar eru 3.546. Þeim hefur fjölgað um 38 á tímabilinu eða 1,1%. Þá eru íbúar Sveitarfélagsins Voga 1.3.28. Fjölgunin þar er tugt- tugu manns á tímabilinu eða 1,5%. Samtals eru íbúar Suðurnesja 28.165 talsins. Reykjanesbær er enn fjórða stærsta sveitarfélag landsins. Aðeins Reykjavík, Kópavogur og Hafnar- fjörður eru stærri. Akureyri er svo næst á eftir Reykjanesbæ með 19.211 íbúa. Þeim hefur fjölgað um 187 á tímabilinu sem er einum fleiri en íbúum Reykjanesbæjar. ÍBÚAR FÁI NOTIÐ HEILBRIGÐIS- ÞJÓNUSTU Í SUÐURNESJABÆ „Bæjarráð Suðurnesjabæjar beinir því til heilbrigðisráðuneytis að íbúar Suðurnesja- bæjar fái notið heilbrigðisþjónustu í sínu sveitarfélagi. Á vegum ríkisins er engin heilbrigðisþjónusta rekin í Suðurnesjabæ, á meðan íbúar í öðrum sveitarfélögum landsins búa að því að geta notið heilbrigð- isþjónustu í sínum sveitarfélögum,“ segir í afgreiðslu bæjarráðs Suðurnesjabæjar frá því í síðustu viku. Þar var heilbrigðis- þjónusta í Suðurnesjabæ til umræðu. Bæjarráð bendir á að í þessu felst mismunun gagnvart íbúum Suður- nesjabæjar og hvetur heilbrigðisráðuneytið til þess að bæta hlut íbúa sveitarfélagsins að þessu leyti og beiti sér fyrir fjárheimildum í fjárlögum næsta árs í því skyni. Bæjarstjóra Suðurnesjabæjar er jafnframt falið að óska eftir að forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja mæti til fundar hjá bæjarráði Suðurnesjabæjar. 4 // vÍkurFrÉttir á SuðurneSJuM Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.