Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.11.2020, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 04.11.2020, Blaðsíða 8
 Silja Dögg Gunnarsdóttir forseti Norðurlandaráðs: Sérstakt að sitja fyrir framan tölvuskjá og hafa allt þetta fólk fyrir framan sig í beinni „Forsetatíð okkar Oddnýjar varð nú með allt öðrum hætti en við bjuggumst við þegar við stóðum þarna með blómvendina í fanginu í Stokkhólmi fyrir ári síðan, þá nýkjörnar for- seti og varaforseti Norðurlandaráðs,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona um störf hennar og Oddnýjar Harðardóttur í Norðurlandaráði. Þingmenn Norðurlandaráðs funduðu með öllum forsætisráðherrum Norð- urlandanna og aðalritara Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres í síðustu viku. Umræðuefnið var Covid, við- brögð við farsóttinni, hugsanlegar afleiðingar og hvernig við gætum brugðist við. Rafrænt Norðurlandaráð „Þrátt fyrir að starfsemi Norður- landaráðs hafi verið römmuð inn á annan hátt en áður þá hefur hið pólitíska starf innan ráðsins ekki raskast að neinu ráði, ef þá nokkuð. Við höfum lagt mikla áherslu á samþykkta stefnu Norðurlandaráðs um samfélagslegt öryggi sem og að komið verði á fót ráðherranefnd um samgöngur. Að auki höfum við verið í öflugu alþjóðlegu samstarfi, m.a. átt fundi með forseta skoska þingsins, forseta pólska þingsins og stjórnarandstöðunni þar, tekið þátt í þingmannaráðstefnum Eystrasalts- ríkja og Benelux-ríkja, tekið þátt í málþingum um falskar fréttir og fundað með forystufólki stjórnar- andstöðunnar í Hvíta-Rússlandi svo eitthvað sé nefnt. Á dagskrá þessara funda hafa áherslur verið á lýðræði, mannréttindi og réttarríkið en það eru þau gildi sem starfsemi Norður- landaráðs og norrænnar samvinnu grundvallast á.“ Silja segir að fjarfundaformið hafi reynst vel, að vísu hafi smá tækni- legir hnökrar verið til að byrja með. „Bæði voru kerfin ekki gallalaus og notendur ekki vanir að nota slík kerfi og voru jafnvel ekki með þann búnað sem til þurfti eða nógu góðar net- tengingar. Við erum auðvitað búin að læra margt og mikið á þessum tíma, hvað varðar fjarfundi og fjar- fundatækni, því hún er allt öðruvísi en á venjulegum fundum. Verklagið er öðruvísi og innra skipulag þegar um er að ræða fjölmenna alþjóðlega fundi.“ Hápunktur ársins Silja segir að síðastliðin vika hafi án efa verið hápunktur ársins hjá Norðurlandaráði, eða hefðbundin þingvika Norðurlandaráðs. „Vegna Covid var ekki um eigin- legt þing að ræða en það hefði átt að fara fram í Hörpunni í Reykjavík og verðlaunaafhending Norðurlanda- ráðs einnig. Í staðinn funduðum við sleitulaust á fjarfundum, nefndir Norðurlandaráðs, flokkahóparnir og svo átti forsætisnefnd fundi með for- sætisráðherrum allra Norðurlanda, varnarmálaráðherrum, utanríkis- ráðherrum og að lokum þeim ráð- herrum sem hafa almannavarnir í sínum ráðuneytum. Þessir fundir voru lokaðir en forsætisnefnd og forsætisráðherrar Norðurlanda, funduðu einnig með framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres. Þeim fundi var streymt víða um heim. Ég var gestgjafi fundarins og hélt smá ræðu áður en ég gaf Guterres orðið. Ég verð viðurkenna að það var sérstök tilfinning að sitja fyrir framan tölvuskjá og hafa allt þetta fólk fyrir framan sig í beinni, Gu- terres og svo alla forsætisráðherra Norðurlanda. Það var heldur ekki hlaupið að því að fá Guterres á fund okkar í Norðurlandaráði, og því var þetta alveg einstakur viðburður sem vakti heimsathygli en fundinum var streymt í beinni um allan heim. Sam- einuðu þjóðirnar eru 75 ára á þessu ári og Norðurlöndin áttu ríkan þátt í að þeim var komið á fót á sínum tíma. Fyrstu tveir aðalritarar Sam- einuðu þjóðanna voru frá Norður- löndum, þ.e. fyrst Trygve Lie frá Noregi til 1952 og síðan Dag Hamm- arskjöld frá Svíþjóð til 1961. Þess vegna skipti þessi fundur líka miklu máli, þ.e. að undirstrika þessa sterku tengingu SÞ og Norðulandanna, sögu okkar og sameiginleg grunngildi.“ Í ræðu sinni sagði Guterres m.a.: „Við reiðum okkur á Norðurlönd. Þið hafið um langa hríð verið öflugir talsmenn metnaðarfullra aðgerða í loftslagsmálum. Heimurinn þarf meira á forystu ykkar að halda nú en nokkru sinni fyrr.“ Mikilvægt að þetta raðirnar Þingkonan er ekki í vafa um að þessi reynslu muni hafa jákvæð áhrif á starfsemi Norðurlandaráðs til lengri tíma og norrænt samstarf almennt. „Covid hefur sýnt okkur hversu mikilvægt það er að þétta raðirnar þegar á reynir. Við höfum tileinkað okkur fjarfundatækni og í því felast tækifæri til að fækka ferðum, fækka kolefnissporum og efla samstarfið enn frekar því slíkt bíður upp á fjölgun funda þar sem afar einfalt er að koma þeim á með skömmum fyrirvara og lítill kostnaður. Saman erum við sterkari,“ segir Silja Dögg. Störf í boði hjá Reykjanesbæ Háaleitisskóli – Starfsmaður skóla Velferðarsvið – Liðveisla Reykjanesbær – Almenn  umsókn Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum. Viðburðir í Reykjanesbæ Pólsk menningarhátíð Pólsk menningarhátíð í Reykjanesbæ er nú haldin í þriðja sinn dagana 2. - 8. nóvember. Íbúar eru hvattir til þess að ganga um sveitarfélagið og njóta útiverunnar um leið og þeir skoða listsýningar sem verða í verslunargluggum á Hafnargötunni og sérstakt veggjalistarverk verður sett á vegginn aftan við gömlu sundhöllina. Á föstudagskvöldið verður hægt er að skella sér í bílabíó og njóta pólskrar kvikmyndamenningar. Við fáum öll tækifæri til þess að læra að elda framandi mat og sérstök barnadagskrá verður á Facebook síðu Bókasafnsins. Prófkjör hjá Framsóknarfólki í Suðurkjördæmi Tuttugasta kjördæmisþing Kjördæmissambands Framsóknarfélag- anna í Suðurkjördæmi (KSFS) var haldið í fjarfundi fimmtudaginn 22. október. Skráðir fulltrúar í þinginu voru rúmlega eitthundrað og fór þingið vel fram við óvenjulegar aðstæður. Var þetta í fyrsta sinn sem þing KSFS er haldið í fjarfundi auk þess sem kosningar voru rafrænar. Var það mál fólks að þinghald hefði gengið vel undir styrkri stjórn Söndru Ránar Ásgrímsdóttur, þingforseta, segir í tilkynningu. Á þinginu var tillaga stjórnar KSFS um að lokað prófkjör verði haldið til að velja á lista Fram- sóknarflokksins í Suðurkjördæmi fyrir næstu alþingiskosningar samþykkt með 78% atkvæða. Kosið verður um sex efstu sæti listans í Suðurkjördæmi sam- kvæmt reglum flokksins þar um. Kjördagur verður laugardagurinn 10. apríl 2021 og rétt til atkvæða- greiðslu eiga flokksbundnir fram- sóknarmenn sem eiga lögheimili í kjördæminu 30 dögum fyrir próf- kjörsdag. Á þinginu var jafnframt sam- þykkt tillaga frá Jóni Gautasyni, formanni Guðna, félags ungra Framsóknarmanna í Árnes- og Rangárvallasýslu, að leitað yrði leiða til að hægt verði að kjósa með rafrænum hætti í próf- kjörinu. Björn Harðarson var endur- kjörinn formaður KSFS á þinginu en auk hans skipa stjórn þau Magnea Herborg Björns- dóttir, Gunnlaugur Hreinsson, Gissur Jónsson, Jóhanna Ýr Jó- hannsdóttir, Kristján Sigurður Guðnason og Guðrún Sigríður Briem. Í kjörstjórn KSFS fyrir próf- kjörið voru kjörin Magnea Her- borg Björnsdóttir, formaður, Karl Pálmason, Reynir Arnarson, Sigrún Þórarinsdóttir, Friðrik Björnsson, Gissur Jónsson og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir. Silja Dögg í pontu norska þingsins (Stortinget). á timarit.is ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG 8 // vÍkurFrÉttir á SuðurneSJuM Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.