Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.11.2020, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 04.11.2020, Blaðsíða 22
Pólsk menningarhátíð í Reykjanesbæ er nú haldin í þriðja sinn. Um fimmt- ungur allra íbúa Reykjanesbæjar er af pólskum uppruna og þykir því vel við hæfi að fagna þeim fjölbreytileika sem felst í mannlífi Reykjanesbæjar með því að fá innsýn í pólska menningu með skemmtilegum hætti. Pólsk menningarhátíð er viðburður sem gleður augu, eyru og maga. Ávallt hefur verið lögð rík áhersla á sjónlist, tónlist og matarupplifun. Sú áhersla heldur sér þó hátíðin sé með breyttu sniði í ár, eins og annað. Hún teygir sig yfir heila viku og verða allir viðburðir hátíðarinnar að- gengilegir á sam- félagsmiðlum sveitarfélagsins og vefsíðu við- burðarins. Saman í krafti fjölbreytileikans er yfirskrift há- tíðarinnar í ár enda s jaldan mikilvægara að standa saman. Í b ú a r e r u hvattir til þess að ganga um sveitarfélagið og njóta útiverunnar um leið og þeir skoða listsýningar sem verða í verslunar- gluggum á Hafnargötunni og sér- stakt veggjalistaverk verður sett á vegginn aftan við gömlu sundhöllina. Á föstudagskvöldið verður hægt er að skella sér í bílabíó og njóta pólskrar kvikmyndamenningar. Við fáum öll tækifæri til þess að læra að elda framandi mat og þá verður sér- stök barnadagskrá á Facebook-síðu Bókasafnsins. Reykjanesbær hvetur alla til þess að leggja sig fram um að láta sig aðra varða og gefa meðborgurum sínum tækifæri til þess að vera hluti af sam- félagsheildinni okkar. Sýnum hlýlegt viðmót og alúð, ræktum jákvæð tengsl við þá s e m s t a n d a okkur nærri og stuðlum þannig að hamingju okkar og vel- líðan sem og annarra. Pólsk menn- ingarhátíð veitir fullkomið tæki- færi til þess að draga andann djúpt, slaka á og njóta útveru. Gleðja augu, eyru og maga og njóta sín með öllum skiln- ingarvitunum! Verum saman, verum samstíga, einblínum á það sem við eigum öll sameiginlegt og stuðlum að vellíðan og gleði. Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningarmála Razem, bo w różnorodności siła Festiwal Kultury Polskiej w Reykjanesbær 2020 Festiwal Kultury Polskiej w Reykjanesbær odbywa się już po raz trzeci. Około jedna piąta wszystkich mieszkańców Reykjanesbær jest pochodzenia polskiego, dlatego też chcemy uczcić różnorodność, która towarzyszy życiu w Reykjanesbær. Festiwal Kultury Polskiej to wydarzenie, które za- chwyca oczy, uszy i żołądek. Zawsze duży nacisk kła- dziono na sztukę, muzykę i doznania kulinarne. Nacisk pozostaje ten sam, chociaż festiwal wygląda zupełnie inaczej niż poprzednio. Trwa przez cały tydzień, a wszystkie wydarzenia festiwalowe będą dostępne w mediach społecznościowych oraz na stronie interne- towej wydarzenia. Tegoroczny festiwal „Razem, bo w różnorodności siła”, bo teraz bardziej niż zawsze - trzeba być razem. Mieszkańców zachęca się do chodzenia po gminie i spędzania czasu na świeżym powietrzu, oglądając pla- katy, które będą się odbywać w witrynach sklepowych na Hafnargata, a na ścianie za starą halą pływacką zostanie umieszczony mural. W piątek wieczorem będzie można wybrać się do kina samochodowego i poznać polską sztukę filmową. Wszyscy mamy okazję nauczyć się gotować polskie potrawy, proponujemy specjalny program dla dzieci, który ukaże się na stronie Biblioteki na Facebooku. Reykjanesbær zachęca wszystkich, aby troszczyli się o dobro innych i czuli się częścią naszej społecz- ności jako całości, biorąc pod uwagę obecną sytuację. Okazujmy sobie nawzajem ciepło i wyrozumiałość, pielęgnujmy pozytywne relacje z bliskimi nam oso- bami, a tym samym promujmy zadowolenie i dobre samopoczucie. Festiwal Kultury Polskiej to doskonała okazja, aby odetchnąć, zrelaksować się i cieszyć się świeżym po- wietrzem. Rozkoszuj się i ciesz się wszystkimi zmy- słami! Bądźmy razem, bądźmy zjednoczeni, skupmy się na tym, co nas wszystkich łączy i promujmy pomyślność i radość. Saman í krafti fjölbreytileikans P Ó LS K M E N N I N G A R H ÁT Í Ð Í R E Y K JA N E S BÆ 2020 Fjölbreytt dagskrá á pólskri menningarviku „Viljum tengja þjóðirnar betur saman,“ segja þær Monika og Marta, pólskir verkefnastjórar hátíðarinnar. „Við erum að fylgja eftir pólskum menningarhátíðum í Reykjanesbæ undanfarin tvö ár en auðvitað hefur Covid-19 mikil áhrif á það hvernig við stillum henni upp. Við erum búnar að gera margar útgáfu því reglurnar vegna veirunnar hafa stöðugt verið að breytast síðustu vikurnar. En við höldum að þetta verði nú samt skemmtilegt og fróð- legt,“ segja Pólverjarnir Monika Dorota Kruś og Marta Magdalena Niebieszczanska en þær eru verk- efnastjórar þriðju pólsku hátíðar- innar sem nú fer fram dagana 1.-8. nóvember í Reykjanesbæ. Þær Monika og Marta segja verk- efnið hafa verið mjög skemmtilegt þrátt fyrir margar áskoranir vegna veirunnar. Búið sé að setja upp dag- skrá með tilliti til þeirra takmarkana sem eru vegna Covid-19. „Saman í krafti fjölbreytileikans“ er yfirskrift hátíðarinnar þar sem nú sem fyrr er lögð áhersla á að tengja þjóðirnar betur saman en um fjórðungur íbúa í Reykjanesbæ er af erlendum upp- runa og stærstur hluti hópsins eru Pólverjar. Tengjum saman þjóðirnar Við viljum virkja okkar fólk betur og kynna ýmislegt fyrir þeim sem er í gangi hér á Suðurnesjum. Þá viljum við líka kynna Pólland betur fyrir Suðurnesjamönnum. Það er eitthvað skemmtilegt í gangi alla dagana sem hátíðin stendur yfir og margar skemmtilegar hugmyndir hafa komið upp á borð. Við virkjum leikskólana, fáum leiðsögn um merki- lega staði og fólk á svæðinu, bjóðum upp á myndlist og bílabíó og svo er ýmislegt sem tengist mat líka á dagskránni. Ekki má heldur gleyma veglegri barnadagskrá,“ segja þær en Monika hefur búið í Reykjanesbæ í fimm ár og hefur m.a. verið leið- beinandi hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Marta sem hefur búið á Íslandi í þrettán ár hefur verið dugleg við að tengja þessar vinaþjóðir saman, m.a. með því að halda úti vefsíðu með fréttum frá Ís- landi á pólsku. Allir viðburðir á há- tíðinni verða til að mynda í boði á samfélagsmiðlum, Facebook-síðum Reykjanesbæjar og Bókasafns Reykjanesbæjar. Monika segir að þær hafi haft samband við leikskólana í bænum og beðið þá um að gera eitthvað með krökkunum en fjöldi barna á leikskól- unum eru pólsk. „Pólverjar eru mjög ánægðir með leikskólana og það er mikið leitað til mín um þau mál. Í Póllandi eru starfandi leikskólar fyrir börn frá þriggja ára aldri en dagmæður taka yngri börn.“ Monika segir að þær hafi fengið skemmtilegt myndskeið frá Tjarnarseli þar sem börnin og starfsmenn syngja saman á pólsku. „Fimm ára dóttir mín er þar í vistun og hún kom hlægjandi heim á föstudaginn og sagði að það hafi verið skemmtilegt að syngja saman á pólsku.“ Það verður eitthvað fyrir krakka flesta daga á Bókasafni Reykjanesbæjar. Plaköt og bílabíó Meðal þess sem í boði er á hátíðinni er sérstök sýning þar sem plaköt með ýmsum upplýsingum um Pól- landi er að finna. Hugmyndin er að Pólverjar sem og Íslendingar geti notið fróðleiks og fengið enn meira en stendur á plakötunum með því að smella á svokallaðan QR-kóða á plakötunum. „Margir Pólverjar hér á Suðurnesjum sakna heima- haganna og þeir geta þarna yljað sér við þessar upplýsingar. Um leið geta Suðurnesjamenn kynnt sér betur hvað er í boði í landi sem er með annan menningarkúltúr og auðvitað eru margir fallegir og áhugaverðir staðir í Póllandi. Þarna bendum við til dæmis á marga staði sem eru ekki mjög þekktir en eru mjög áhuga- verðir,“ segir Marta. Stórt vegglistaverk Þá verður málað vegglistaverk á stóran vegg aftan við gömlu Sund- höll Keflavíkur. Á síðustu menningarhátíðum hafa Pólverjar boðið Suðurnesjamönnum í matarveislu en af því getur ekki orðið núna. Þess í stað verða sýnd myndbönd þar sem bæði Suður- nesjamaður eldar pólskan mat og Pólverji eldar íslenskan fisk. Á föstudagskvöld verður svo bílabíó á Ásbrú. Þrjá sýningar verða í boði þar sem sýndar verða myndir sem hafa vakið athygli en þessi fram- kvæmd er í samstarfi við Bíó Paradís. Myndirnar sem verða sýndar eru „Cold war“, Panic attack og Mug og verða þær sýndar kl. 17, 19 og 21. Í tilefni af pólsku menningarhátíðinni hafa börniná leikskólanum Tjarnar- seli skapað listaverk innblásin af pólskri menningarhefð. Verkin eru nú til sýnis í gluggum Tjarnarsels. Eldri börnin hafa líka verið að læra lagið höfuð, herðar, hné og tær á pólsku sem hefur verið einstaklega skemmtilegt. „Pólsku nemarnir okkar eru enn að jafna sig eftir hlátursköstin við að sjá kennarana sína brasa við að syngja á pólsku en þau hljóta að jafna sig á því blessuð börnin,“ segir á Fésbókarsíðu Tjarnarsels en þar má líka sjá myndbandið með söngnum. https://www.facebook.com/Leiksk%C3%B3linn-Tjarnarsel-144586655714415/ Monika Dorota Kruś og Marta Magdalena Niebieszczanska en þær eru verkefnastjórar PÓLSK STEMMNING Á TJARNARSELI 22 // vÍkurFrÉttir á SuðurneSJuM Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.