Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.11.2020, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 04.11.2020, Blaðsíða 14
Spenntir fyrir því að taka þátt í þriðju deildinni í vetur: Þróttarar stofna meistaraflokk í körfubolta Setja markið hátt og ætla að kynna körfubolta fyrir ungmennum í Vogum Birkir Alfons Rúnarsson er formaður meistaraflokks Þróttar og í forsvari fyrir liðið. Víkurfréttir spjölluðu við Birki í byrjun vikunnar til að heyra hvernig körfuboltinn í Vogum færi af stað. Þróttur sendir lið til leiks í vetur „Við höfum allir æft körfubolta upp yngri flokka í Njarðvík eða Keflavík og erum góðir félagar, nokkrir okkar eru með sterka tengingu við Voga. Það kom fyrir að við leigðum salinn í Vogum og áður en við vissum var Marteinn, framkvæmdastjóri Þróttar, mættur á svæðið til að selja okkur þessa hugmynd og tengja við krakkana í Vogum á sama tíma,“ segir Birkir aðspurður hvernig það hafi komið til að Þróttur sendi körfubol- talið til leiks í vetur. – Hve eru margir að æfa hjá ykkur og hver þjálfar liðið? „Þetta eru í kringum fimmtán strákar og ég sé um alla umgjörðina en Arnór Ingi Ingvason þjálfar liðið. Svo erum við að fá gestaþjálfara af og til,“ segir Birkir. „Frikki Rúnars mætti á svæðið og við erum að reikna með Hemma Hreiðars í heimsókn á næstu dögum. Við erum alla vega búnir að bjóða honum að koma þar sem við erum í sama liði og hann.“ Sýna því skilning að geta ekki æft „Við hófum æfingar í júlí og það hefur verið góður stígandi í þessu. Við erum reyndar eini meistara- flokkurinn á Suðurnesjum sem hefur ekki æft frá því í byrjun október vegna harðari sóttvarnarreglna í Vogum en annars staðar. Það er auðvitað fúlt að geta ekki æft eins og hinir en við verðum að sýna þessari stöðu skilning. Það hefur verið frábær stemmning í hópnum og við höfum spilað tvo æfingaleiki í haust, báða gegn liðum í 2. deild, Reyni Sandgerði og Leikni Reykjavík. Við lærðum mikið af þessum leikjum og þeir sýndu okkur að við getum vel staðið í liðum sem eru í deild fyrir ofan okkur svo það jók bara sjálfs- traust og spenning fyrir að hefja keppni.“ – Hver eru markmiðin í vetur? „Við ætlum að hafa hrikalega gaman af þessu í vetur og skemmta stuðn- ingsmönnum. Eitt af þeim loforðum sem við gáfum er að halda barna- og unglinganámskeið í vetur fyrir unga Þróttara, það verður efnt og við ætlum að kynnast krökkunum í bænum. Við ætlum að fylla Voga- ídýfuhöllina og vera skemmtilegasta félagið í deildinni – Vogamenn kunna þetta, sjáið bara fótboltaliðið og gleðina þar. Við vitum ekki mikið um hin liðin en engu að síður er stefnan sett á úrslitakeppni þriðju deildar í vor.“ – Hvernig hafa bæjarbúar tekið ykkur? „Það er auðvitað nýtt fyrir þeim að það sé körfuboltalið í Vogum og það þarf að bera virðingu fyrir því. Við erum mest í samskiptum við starfs- fólk íþróttamiðstöðvarinnar. Starfs- fólkið er fáránlega næs og vilja allt fyrir okkur gera þannig að okkur líði sem best. Auðvitað kemur ýmislegt óvænt upp á þegar verið er að byrja með nýja hluti. Þegar við vorum að læra á stigatöfluna á dögunum þá kom í ljós að taflan er biluð og engin skotklukka í húsinu – en það er verið að laga þessa hluti þannig að hægt verði að spila heimaleikina í Vogum þegar mótið hefst aftur eftir hlé.“ – Eitthvað í lokin? Það væri ekki hægt að koma svona verkefni á laggirnar án stuðnings þeirra fyrirtækja sem standa okkur að baki, Bílasprautun Magga Jóns, Nýsprautun og Jako hafa styrkt okkur og við kunnum þeim bestu þakkir fyrir það. Svo skorum við á alla Vogabúa til að fjölmenna á leiki liðsins þegar ástandið skánar, heima- leikir okkar fara fram á laugardögum miðað við núverandi mótaskrá.“ Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is Birkir með þeim Arnóri Inga Ingvasyni, þjálfara, og Róberti Smára Jónssyni sem leika báðir með Þrótti í þriðju deildinni í vetur. Birkir Alfons Rúnarsson er í forsvari fyrir meistaraflokk Þróttar í körfubolta. Við ætlum að fylla Vogaídýfuhöllina og vera skemmtilegasta félagið í deildinni – Vogamenn kunna þetta, sjáið bara fótboltaliðið og gleðina þar ... KYNNING TILLÖGU AÐ BREYTINGU Á AÐ- ALSKIPULAGI SVEITARFÉLAGSINS VOGA 2008–2028 VEGNA ÍBÚÐARSVÆÐIS ÍB-3-1 OG TILLAGA AÐ BREYTINGU Á DEILISKIPU- LAGI GRÆNUBORGAR Sveitarfélagið Vogar kynnir hér með, skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008– 2028 og tillögu að breytingu á deiliskipulagi Grænuborgar skv. 3. mgr. 40. gr. sömu laga. Breytingarnar varða þéttleika og fjölda íbúða á skipulagssvæðinu og kafla 2.1.1 um íbúðasvæði í greinargerð aðalskipulags. Sú breyting er gerð að mögulegum íbúðum á svæðinu fjölgar um 400 og verður hverfið full- byggt eftir breytingu með um 850–900 íbúðum, eða um 35–37 íbúðir á hvern hektara. Breytingin er tilkomin vegna samkomulags landeigenda meginhluta svæðisins og sveitarfélagsins um uppbyggingu svæðisins með íbúðafjölda í samræmi við tillögu að breytingu á aðalskipulagi. Fyrir utan breytingar þessar gildir greinargerð Aðalskipulags Sveitarfélagsins Voga 2008–2028, sem sam- þykkt var 23. febrúar 2010, m.s.br. Samhliða gerð breytingar á aðalskipulagi er gerð breyting á deiliskipulagi íbúðarsvæðisins Grænuborgar (sem nær yfir um helming íbúðarsvæðis ÍB-3-1) sem fellst m.a. í því að auka þéttleika byggðar á svæðinu og fjölga mögulegum íbúðum. Tillögurnar eru til kynningar frá og með 2. nóvember 2020 til og með 16. nóvember 2020 og eru aðgengilegar á vef Sveitarfélagsins Voga, þar sem má kynna sér þær á slóðinni: www. vogar.is/is/thjonusta/skipulag/skipulag-i-kynningu Tillögurnar verða einnig kynntar og til umræðu á almennum veffundi fimmtudaginn 5. nóv- ember nk. kl. 17–18. Hlekkur á fundinn mun birtast á vef sveitarfélagsins www.vogar.is Ábendingum vegna tillagnanna má senda skriflega til Sveitarfélagsins Voga með bréfi eða tölvupósti á netfangið skrifstofa@vogar.is eigi síðar en 16. nóvember 2020. Að lokinni kynningunni verða endanlegar tillögur teknar til umfjöllunar hjá skipulagsnefnd og að henni lokinni lagðar fyrir bæjarstjórn til samþykktar til formlegrar auglýsingu þeirra, skv. 31. gr. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gefst þá tækifæri til að gera formlegar at- hugasemdir við tillögurnar innan tilskilins athugasemdafrests. Vogum, 2. nóvember 2020 Skipulags- og byggingarfulltrúi 14 // vÍkurFrÉttir á SuðurneSJuM Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.