Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.11.2020, Side 6

Víkurfréttir - 11.11.2020, Side 6
Minntust Guðjóns Þorgils Kristjánssonar Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar minntist Guðjóns Þorgils Kristjáns- sonar á bæjarstjórnarfundi þann 4. nóvember síðastliðinn. Guðjón lést þann 25. október sl., 72 ára að aldri. „Guðjón lét af störfum hjá Suður- nesjabæ fyrir ári síðan, eftir að hafa starfað um 40 ár hjá Sandgerðisbæ og síðar Suðurnesjabæ. Guðjón var lífsglaður og fjölhæfur Bolvíkingur sem kom fyrst til Sandgerðis sem ungur kennari. Eftir nokkurra ára kennarastarf fór hann til annarra starfa annars staðar en réðist sem skólastjóri Grunnskólans í Sandgerði árið 1985 og sinnti störfum skóla- stjóra með miklum sóma til ársins 2005, eða í um tuttugu ár. Árið 2005 hóf Guðjón störf hjá Sandgerð- isbæ, sem fræðslu- og menningar- fulltrúi og um tíma hélt hann einnig utan um íþrótta- og æskulýðsmál. Guðjón annaðist um árabil funda- ritun bæjarráðs og bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar og Suðurnesja- bæjar. Við þau störf naut hann alla tíð trausts kjörinna fulltrúa. Á sinn hægláta hátt átti hann oft þátt í að leiða erfið mál til lykta og sá til þess að bókanir væru öllum til sóma. Guðjón var góður hagyrðingur, samdi gjarnan vísukorn sem fönguðu augnarblikið á skemmtilegan hátt og má segja að hann hafi verið eins- konar hirðskáld bæjarstjórna. Margir samferðamenn Guðjóns eiga vísu- korn eftir hann, sem vekja ánægju- legar minningar. Bæjarstjórn þakkar Guðjóni sam- fylgd og ánægjulegt samstarf um árabil, sem og framlag hans til sam- félagsins. Blessuð sé minning Guð- jóns Þorgils Kristjánssonar. Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar sendir fjölskyldu Guðjóns innilegar sam- úðarkveðjur.“ Hrekkjavakan verður árleg í Suðurnesjabæ – og einn viðburður á gamlársdag Ferða-, safna- og menningarráð Suðurnesjabæjar leggur til að hrekkjavaka verði árlegur viðburður í Suðurnesjabæ. Þá er lagt til að fullveldisdagurinn verði haldinn hátíðlegur og að tendrun jólaljósa fari fram við sama tækifæri. „Þá verði unnið að því að útfæra einn viðburð 31. desember í samstarfi við björgunarsveitir í Suðurnesjabæ,“ segir í afgreiðslu ráðsins sem samþykkt var samhljóða á síðasta fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar. Geti landað byggðakvóta utan Garðs Á 60. fundi bæjarráðs Suðurnesjabæjar var samþykkt samhljóða að óska eftir við atvinnuvega- og nýsköp- unarráðuneyti að þar sem ekki er löndunarhöfn í byggðarlaginu Garði verði fullgilt að fiskiskip, sem þar eru skráð og fá úthlutað byggðakvóta, landi afla sem telst til byggðakvóta í öðru byggðarlagi en til vinnslu í byggðarlaginu Garði. Jafnframt verði óskað eftir breytingu á 1. mgr. 4. gr. reglugerðar um úthlutun byggðakvóta, um að fyrir byggðarlagið Garð komi m.a. „...og skal skipt hlutfalls- lega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2020 til 31. ágúst 2021“. Í tilefni hrekkjavökunnar í haust var ákveðið að bregða aðeins út af vananum í heimilisfræði í Sandgerðisskóla og útbúa örlítið sætari og skemmtilegri kræsingar. Nemendur fengu að skreyta þær tengdar hrekkjavökunni. Vill leggja áherslu á að verja verkefni tengd börnum – við gerð fjárhagsáætlunar í Vogum Samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðuneytið hefur veitt Sveitar- félaginu Vogum jákvætt svar við ósk um frest til að leggja fram og afgreiða fjárhagsáætlun sveitar- félagsins. Með vísan til sveitarstjórnarlaga samþykkti bæjarráð að sækja um frest um að leggja fram fjárhagsá- ætlun eigi síðar en 1. desember 2020 og að lokinni umfjöllun bæjarstjórnar geti afgreiðsla fjár- hagsáætlunar farið fram eigi síðar en 31. desember 2020. Jóngeir Hjörvar Hlinason, bæjar- fulltrúi L-listans, óskaði eftir að eftirfarandi væri bókað um fjár- hagsáætlunina: „Ljóst er að sveitarfélaginu er mikill vandi á höndum við gerð fjárhagsáætlunar 2021 til 2024, ýmsir þættir eru óljósir og því er rétt að fresta framlagningu draga að fjárhagsáætlun. Spá um tekjur og gjöld ættu skýrast eftir því sem tíminn líður nær ára- mótum. Þar er verið að ræða um samdrátt í útsvarstekjum og skerðingu greiðslna úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga mun fyrirsjáanlega dragast saman á árinu 2021. Það er fyrirséð að kostnaður vegna lögbundinna verk- efna sveitarfélagsins munu aukast. Það lítur því frekar illa út með rekstur sveitarfélagsins 2021 og við þurfum öll að taka höndum saman ef ekki á mjög illa að fara. Ég tel að við gerð fjárhagsáætl- unarinnar skuli leggja áherslu á að verja verkefni tengd börnum ásamt því að tekið verði tillit til tekjulágra og eignalítilla einstaklinga sem kostur er.“ Jóngeir Hjörvar Hlinason 6 // vÍKurFrÉttir á SuðurneSJuM Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.