Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.11.2020, Síða 11

Víkurfréttir - 11.11.2020, Síða 11
Það er lítið um að vera í íþróttalífinu þessa dagana – og þó. Það eru kannski ekki svo margir íþróttaviðburðir í gangi hér heima vegna harðra sóttvarnaraðgerða yfirvalda en landsliðin okkar eiga leiki fyrir höndum. Á fimmtudag mætir A landslið kvenna í körfuknattleik liði Slóveníu sem skipar annað sæti styrkleikalista FIBA og á laug- ardag eiga þær leik gegn Búlgaríu sem er númer 26 á styrkleikalistanum, Ísland er í 31. sæti listans. Þrír Keflvíkingar eru í hópnum. Vegna Covid hafa stelpurnar ekkert getað æft saman síðan í ágúst en þær fengu að fara á sína fyrstu liðsæfingu á mánudag, þremur dögum fyrir leik. A landslið karla í knattspyrnu á sömuleiðis leik fyrir höndum á fimmtudag en þá mæta þeir Ungverjum í úrslitaleik um- spilsins fyrir EM 2020. Liðið sem vinnur leikinn tryggir sér sæti í lokakeppni EM 2020. Ísland mætir síðan Danmörku sunnu- daginn 15. nóvember og Englandi 18. nóvember í Þjóðadeild UEFA. Arnór Ingvi missir af leiknum mikilvæga gegn Ungverjum eftir að upp kom smit í leikmannahópi Malmö sem hann varð Svíþjóðarmeistari með um síðustu helgi. KNATTSPYRNUVERTÍÐINNI LOKIÐ OG KARFAN Í BIÐSTÖÐU Alger óvissa ríkir um hvenær keppni í körfuknattleik getur hafist á ný en það er varla hægt að segja að keppnistímabilið þar sé hafið. Það er búið að gera upp knattspyrnutímabilið í ár – og þó keppni sé lokið í bili er margt að gerast í fótbolta- heiminum. Þjálfarabreytingar eru að eiga sér stað þessa dagana og liðin á fullu að semja við leikmenn, ýmist að endursemja við sína leikmenn eða að reyna að ná í nýja leikmenn til að styrkja sig fyrir komandi tímabil. Á íþróttasíðum Víkurfrétta þessa vikuna rennum við yfir það helsta sem er að gerast í íþróttalífi Suðurnesja, við förum yfir val þjálfara og fyrirliða sem völdu lið ársins og segjum frá stöðu þjálfaramála Suðurnesjaliðanna – en hlutirnir gerast hratt þessa dagana og Víkurfréttir standa vaktina á vefnum þar sem hræringar verða birtar eins skjótt og þær eiga sér stað. Vonandi fer að sjá fyrir endann á þessum veirufaraldri svo lífið getið gengið sinn vanagang á ný. ÍÞRÓTTALÍFIÐ Á VEIRUTÍMUM M yn d: F ót bo lt i.n et M yn d: F ót bo lt i.n et MiðviKudagur 11. nóveMber 2020 // 43. tbl. // 41. árg.sport

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.