Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.11.2020, Page 16

Víkurfréttir - 11.11.2020, Page 16
SELUR DAN SKT SMURB R AUÐ Á SPÁNI Í vikufríi á Spáni fékk Keflvíkingurinn Einar Ragnarsson þá óvanalegu hugmynd að opna smurbrauðsfyrirtæki við Spánarströnd. Hann var ekkert að tvínóna við hlutina, stofnaði fyrirtæki og var farinn að smyrja danskt smurbrauð nokkrum mán- uðum síðar, reyndar fjórum mánuðum síðar en áætlanir gerðu ráð fyrir. Það skall nefnilega á heimsfaraldur og það hafði auðvitað áhrif á nýja ævintýri Keflvíkingsins sem mánuðina á undan hafði selt Suðurnesjamönnum málningu frá Flugger og þar á undan stýrt Húsasmiðjunni í Reykjanesbæ. – Hvernig byrjaði þetta snittu- ævintýri þitt á Spáni? „Það er nú saga að segja frá því en ég var alls ekki að hugsa um að flytja til Spánar þegar það kom upp – en til að gera langa sögu stutta þá var góð vinkona mín og strákurinn hennar í þriggja vikna sumarfríi í Torre- vieja og ég skrapp þangað í viku. Á hverjum morgni gekk ég niður að strandlengjunni þar sem smábáta- höfnin er og fram hjá tennisvöllum sem þarna eru. Ég var alltaf að rekast á Svía, Dani og Norðmenn sem ég spjallaði við og fór að spá í að það væri ábyggilega hægt að selja þeim „dansk smørrebrød“. Gunný hafði búið í Svíþjóð þar sem systir hennar var með fyrirtækið Snitten í Vejbystrand sem bjó til og seldi danskt „smørrebrød“ og hafði verið að hjálpa henni með það. Ég hafði kíkt í heimsókn þangað og þaðan kom hugmyndin um „smørrebrød“ sem ég gæti örugglega gert að veru- leika á Spáni. Ég hafði strax samband við öll sendiráð Norðurlandanna og fékk uppgefið hversu margir byggju á þessu svæði og hvar. Þegar ég hafði kortlagt þetta og sá hversu gífurlega margir væru þar, sumir allt árið og aðrir mestan hluta úr ári varð ég sannfærður að þetta væri mögu- leiki og ég hafði fundið út að enginn annar var að gera neitt í þessum dúr. Ég fór í framhaldinu að gera viðskipta-, kostnaðar- og sölu- áætlun miðað við það sem seldist í Vejbystrand og fólksfjöldann þar og varð heltekinn af þessu – ákvað að vera ekkert að bíða heldur gera þetta að veruleika strax.“ Snittur á netinu – Hvar ertu með þetta og hvernig fer starfsemin fram? „Framleiðslan fer fram í Almoradí sem er meðalstór bær á þessum slóðum með svipaðan íbúafjölda og Reykjanesbær, 22.500 manns, en þetta er týpískur spænskur bær og lítið sem ekkert um ferðamenn og örfáir útlendingar búa í bænum. Ég hef verið spurður margoft hvernig í ósköpunum mér datt í hug að vera með starfsemina í Almoradí. Því er til að svara að þegar ég hafði kort- lagt hvar Skandinavarnir bjuggu á Alicante-svæðinu þá er Almoradí í miðjunni. Ég hugsaði fyrirtækið sem netfyrirtæki, enda heitir það Snitte- nonline og ég ætlaði að vera í mesta lagi í 30 mínútna fjarlægð frá vænt- anlegum viðskiptavinum. Starfsemin fer þannig fram að pantanir berast á netinu og eru afgreiddar daginn eftir, annað hvort með heimsendingu eða sóttar á næsta afgreiðslustað. Við erum með tvo staði, í Torreviega og Almoradí, en reyndar er einnig hægt að koma á þessa staði og kaupa beint úr afgreiðsluborðinu. Síðan erum við í samstarfi við danska pylsuvagna sem staðsettir eru á mörkuðum, annar á Lemon Tree Market og hinn á Zoco Market, ásamt því að vera með sölu á veitingastaðnum Sugar Terrace Bar í La Finca, Algorfa.“ – Hvað er vinsælast og hvernig hefur þetta gengið? „Ef ég byrja á því að svara hvernig þetta hefur gengið þá hefur einfald- lega ekkert af mínum áætlunum gengið eftir, sérstaklega ekki sölu- áætlunin en ég hef gert þær margar í mínum störfum hingað til. Við erum með um 25% af áætlaðri sölu og viðskiptaáætlunin eftir því. Ekki get ég nú sagt að mér hafi yfirsést eitthvað en ég gerði einfaldlega ekki ráð fyrir að allur heimurinn myndi breytast vegna veiru og hefur þetta ástand sett stórt strik í reikninginn hjá okkur eins og hjá flestum öðrum. Það stóð til að opna í febrúar en við gátum ekki opnað fyrr en í júlí þegar búið var að aflétta útgöngu- banni og öðrum hindrunum. Þetta gengur mjög vel miðað við aðstæður og er engin spurning um að þetta dæmi getur bara farið upp á við. Páll Ketilsson pket@vf.is Keflvíkingurinn Einar Ragnars- son fékk hugmyndina þegar hann gekk strandlengjuna í Torrevieja. Ákvað að vera ekkert að bíða heldur láta drauminn verða að veruleika strax. Opnun fyrirtækisins seink- aði um fjóra mánuði vegna Covid-19 og veiran hefur sett allar áætlanir úr skorðum. Ekki get ég nú sagt að mér hafi yfirsést eitthvað en ég gerði einfaldlega ekki ráð fyrir að allur heimurinn myndi breytast vegna veiru og hefur þetta ástand sett stórt strik í reikninginn hjá okkur eins og hjá flestum öðrum ... 16 // vÍKurFrÉttir á SuðurneSJuM Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.