Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.11.2020, Síða 18

Víkurfréttir - 11.11.2020, Síða 18
Frá heilsueflingu Janusar í Íþróttahúsi Njarðvíkur. Marína Ósk og Mikael Máni gefa út nýja breiðskífu Breiðskífan „Tendra“, sem er jafn- framt fyrsta plata samnefndrar hljómsveitar, kom út á CD og vínyl 6. nóvember 2020 hjá Smekk- leysu. Hljómsveitina skipa tvíeykið Mikael Máni og Keflvíkingurinn Marína Ósk. Hljóðheimurinn á plötunni er ævintýraleg blanda af söngvaskálda- stíl og „alternative“ poppi en þar sem þetta er frumburður hljómsveitar- innar leyfa þau sér að vera mjög leitandi og blanda saman ólíklegum stílum, formum og hugmyndum sem leynast í skúmaskotum hugarfylgsna þeirra. Textarnir fjalla um mjög hversdaglega hluti; idolíseringu, lata morgna, söknuð og sjálfsleit – frá alls- konar skrítnum sjónarhornum. Nafnið „Tendra“ kemur frá upp- lifun hljómsveitarmeðlima þegar þau sömdu lögin sín í sameiningu í fyrsta skipti. Sem samstarfsfólk til 6 ára hafa þau unnið náið saman og tengst djúpum böndum en eitt er að vinna saman, annað að semja og skapa. Báðir meðlimir upplifðu líkt og tendrað væri á báli þegar þau byrjuðu að semja tónlist saman og lögin flæddu. T.a.m. þá tóku þau upp og fullunnu í heildina 14 lög fyrir þessa plötu en ákváðu að stytta plötuna niður í 9 lög í „early- bítlaplötu lengd“ til að gefa nýjum hlustendum tækifæri á að kynnast þeim smátt og smátt. Mikael Máni og Marína Ósk gáfu út eina plötu saman fyrir 3 árum undir nafninu Marína & Mikael en sú tónlist var svo ólík því sem þau eru að gera núna að þeim fannst ekki rétt að nota sama hljómsveitarnafn. Sú plata, Beint heim, er jazz og dæg- urlagaplata og er aðeins með gítar og söng en hún hlaut tilnefningu sem jazzplata ársins hjá ÍSTÓN 2018. Þetta eru ekki einu tilnefningarnar sem þau hafa fengið en Marína Ósk fékk tvær tilnefningar 2020 í opnum flokki fyrir plötuna sína Athvarf, sem plata ársins og lag ársins og Mikael fékk tilnefningu sem lagahöfundur ársins í jazzflokki fyrir plötuna sína, Bobby. Hljómsveitarmeðlimirnir tveir spila að mestu leiti inn plötuna sjálf en í 4 lögum njóta þau gestaflutnings frá Kristofer Rodriguez Svönusyni á trommur og slagverk og Heiði Láru Bjarnadóttur á selló. Mikael sá um að spila öll hin hljóðfærin inn á upp- tökurnar og má þar heyra mjög fjöl- breytta hljóðfæraflóru með allskyns hljómborðum, bassa, gíturum, víbra- fóni, hryngjammi, slagverki og fl. Vegna þess að möguleikar á tón- leikahaldi eru takmarkaðir, ætlar Tendra að gefa út seríu stuttmynd- banda í stað þess að halda útgáfu- tónleika. Þar munu þau bjóða lands- þekktu tónlistarfólki að koma og flytja eitt lag af plötunni og eina ábreiðu af íslensku lagi með hljóm- sveitinni. Þau munu þannig gefa út 4 myndbönd sem svipa til örtónleika, og mun fyrsta myndbandið koma út í byrjun febrúar 2021. Birgir Jón Birgisson sá um upp- tökur og alla hljóðvinnslu. Brynja Baldursdóttir sá um hönnun og um- brot. Platan var tekin upp í Sund- lauginni Mosfellsbæ í maí og júní 2020. Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa 2020 verður sunnudaginn 15. nóvember. Að þessu sinni mun engin eiginleg minningarathöfn fara fram með viðbragðsaðilum en Samgöngustofa og einingar Slysavarnafélagsins eru að leita annara leiða. Slysavarnadeildin Una í Garði mun kveikja á kertum á nýja stígnum á milli Garðs og Sandgerðis og verður dregið úr birtu frá ljósastaurum á milli klukkan 19 og 19:30. „Félagar Unu vilja ekki að hvetja til hópamyndanna en vona að fólk minnist þeirra sem látist hafa og leiði hugann að eigin ábyrgð í um- ferðinni. Auk þess sem við þökkum þeim viðbragsaðilum sem veita hjálp og björgun,“ segir í tilkynningu. Kveikja á kertum við nýjan göngustíg og minnast fórnarlamba umferðarslysa Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í Reykjanesbæ: Mörg tækifæri eru til úrbóta í málum sem varða börn – Spurningakönnun og barnaþing framundan Eins og greint var frá á vef Reykjanesbæjar þann 10. september síðast- liðinn hefur Reykjanesbær hafist handa við innleiðingu á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Eins og þar kemur fram snúa aðgerðir Reykjanes- bæjar einkum að bæjarkerfinu sjálfu, að gera það aðgengilegra fyrir börn og tryggja að raddir barna séu teknar með í umræðu um málefni sem snerta þau. Síðustu vikur hefur stýrihópur verkefnisins unnið að því að safna saman tölfræðilegum gögnum um börn og svara gátlistum sem fylgja fimm grunnþáttum barnvænna sveitarfélaga. Vinnan hefur leitt í ljós að mörg tækifæri eru til úrbóta í málum sem varða börn, einkum þátt- töku barna í ákvarðanatöku í málum sem snúa að þeim. Eitt af mark- miðum barnvænna sveitarfélaga er einmitt að efla börn í að taka þátt í ákvörðunum en til að það geti orðið að veruleika þarf að skapa þeim vett- vang þar sem þau geta komið skoð- unum sínum á framfæri, á sínum eigin forsendum. Á næstu vikum verður spurninga- könnun lögð fyrir starfsfólk, börn og ungmenni í fimmta til tíunda bekk og börn á aldrinum sextán til átján ára í Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem bú- sett eru í Reykjanesbæ. Öllum þátt- takendum og foreldrum verður sent kynningarbréf, með hæfilegum fyrir- vara, áður en könnunin verður lögð fyrir. Markmiðið með könnuninni er meðal annars að kanna þekkingu á Barnasáttmálanum og hvort Reykja- nesbær sé að framfylgja ákvæðum sáttmálans. Í byrjun næsta árs verður svo haldið ungmennaþing þar sem börnum og ungmennum gefst kostur á að koma sínum skoðunum á framfæri. Þingið verður opið öllum börnum á aldrinum tólf til átján ára sem vilja taka þátt og þar fá börnin tækifæri til að tjá skoðanir sínar og viðhorf til sveitarfélagsins og þeirrar þjónustu sem það veitir. Á fundinum eru börnin meðal annars spurð að því hvað þau vilja hafa áhrif á innan sveitarfélagsins, hvernig þeim henti best að koma skoðunum sínum á framfæri og hvernig Reykjanesbær ætti almennt að standa að sam- ráði við ungt fólk. Ungmennaþingið verður nánar auglýst síðar. „Við hvetjum alla til að kynna sér Barnasáttmálann og barnvæn sveitarfélög UNICEF. Þá hvetjum við einkum foreldra til að ræða við börnin sín um sáttmálann,“ segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ. Upplýsingar má nálgast á www.barnasattmali.is, www.barnvaensveitarfelog.is og www.unicef.is FIMMTUDAGA KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS Veist þú um áhugavert efni í miðla Víkurfrétta? Á tímum Covid-19, þegar ró er yfir mannlífinu, er erfiðara að finna áhugavert efni í sjónvarpsþáttinn okkar. Lumar þú á ábendingu? Sendu okkur línu á vf@vf.is DEKKJASKIPTI OLÍUSKIPTI ALÞRIF SLEPPTU BIÐINNI OG BÓKAÐU Á NETINU WWW.BILAHOTEL.IS ALHLIÐA BÍLAÞJÓNUSTA GEYSIR - BOGATRÖÐ 11, ÁSBRÚ SÍMI 455-0006 18 // vÍKurFrÉttir á SuðurneSJuM Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.