Víkurfréttir - 11.11.2020, Side 19
– segir Ingólfur Karlsson, veitingamaður á Langbest. Engin ferðamannatraffík en sterkur
heimamarkaður kemur sér vel á veirutímum. Ný þjónusta að bjóða sendingar út í bíl.
Ingólfur Karlsson, veitingamaður
á Langbest, hefur kynnst sveiflum
í rekstri á þeim 24 árum sem hann
og kona hans, Helena Guðjóns-
dóttir, hafa átt og rekið veitinga-
staðinn. Nú er kórónuveirufarald-
urinn að setja strik í reikninginn
en reksturinn hefur farið í gegnum
skafla eins og bankahrun og svo
altjón sem varð í bruna þann 17.
júní árið 2000.
Langbest er einn þekktasti veit-
ingastaður Suðurnesja með ára-
tuga sögu en staðurinn hefur verið
rekinn á Ásbrú frá því skömmu
eftir að Varnarliðið fór. Áður var
Langbest við Hafnargötuna og um
tíma með tvo veitingastaði. Veit-
ingastaðurinn er stór og þar eru
um tíu heilsdagsstöðugildi. Ing-
ólfur horfir á stöðuna í dag sem
tímabundið ástand en dragist þær
aðstæður sem nú ríkja á langinn,
þurfi að draga saman seglin.
Aðlaga sig að aðstæðum
– Er þetta staðan, engir gestir?
„Á meðan við erum í þessum tak-
mörkunum með tíu manns þá verður
þetta að vera svona. Það er í raun
helmingurinn af salnum lokaður
en tíu manns mega borða hér inni
í einu.“
– Er hægt að reka veitinga-
stað þar sem aðeins má taka
á móti tíu viðskiptavinum?
„Nei, raunar ekki. Ekki til lengri
tíma að minnsta kosti. Við aðlögum
okkur að þessum aðstæðum sem
eru þannig að margir viðskiptavinir
koma bara og sækja pantanir en við
höfum alltaf boðið upp á þá þjónustu
og því vel þekkt fyrir. Það eru samt
alltaf einhverjir sem vilja bíða eftir
þessum sætum sem eru í boði til
að borða inni en flestir eru nú bara
heima hjá sér í þessu ástandi.“
– Er fólk að fara á
netið og panta?
„Hér hefur síminn alltaf verið not-
aður. Við höfum ekki farið út í það að
netvæða að fullu. Veitingastaðurinn
Langbest er með flókinn matseðil
og það er flókið að búa til heima-
síðuna, því sérþarfir eru miklar. Við
höfum aldrei verið eins mikið að
skoða þetta eins og núna – og mjög
líklega munum við gera eitthvað
núna því það er ákveðin kynslóð
sem vill frekar panta matinn svona.
Eldri kynslóðir vilja hringja inn og
tala persónulega við starfsfólkið og
tryggja að pöntunin fari í gegn.“
Alltaf verið sterk á svæðinu
– Hvernig hefur Covid-19
komið við reksturinn hjá þér?
„Við hjónin erum að fagna 24 ára
rekstrarafmæli Langbest í okkar
stjórn en veitingastaðurinn er að
verða 36 ára, þannig að þetta er
vel þekkt merki. Við höfum alltaf
verið sterk hér á svæðinu og Suður-
nesjafólk hefur verið duglegt að
sækja staðinn. Hluti ferðamanna
var orðinn stór í okkar rekstri og
ég hef verið að reyna að sjá hversu
stór hluti þeir voru orðnir en aldrei
komist að niðurstöðu með það. Það
var ekki hægt fyrr en í raun og veru
núna þegar hann þurfti að fara. Við
höldum að ferðamaðurinn sé fjórði
til fimmti hver viðskiptavinur okkar.
Ég ætla ekkert að kvarta yfir því þó
það sé farið því það eru margir aðrir
veitingastaðir að horfa í allt aðrar og
stærri tölur og hafa byggt upp sína
staði á ferðamönnum. Ég get ekki
ímyndað mér að það geti gengið
til lengri tíma. Við höfum sterkan
heimamarkað og það er nafn stað-
arins sem hefur byggt það upp.“
– En eru heimamenn jafn dug-
legir að sækja staðinn og versla
við ykkur á veirutímum?
„Nei, þegar það eru svona hertar
samkomutakmarkanir hef ég fundið
það á tímalínunni að í fyrstu bylgj-
unni þegar farið var niður í tuttugu
manns þá fór fólk bara heim til sín
og lokaði á eftir sér. Þá var ekkert
að gera hérna í viku. Svo fór þetta
aðeins að lagast en þegar takmark-
anir fóru upp í 50 manns, þá tók
fólk við sér. Sumarið var mjög gott
hjá okkur en fundum fyrir því þegar
takmarkanir voru settar á að nýju í
byrjun ágúst. Núna, þegar takmark-
anir fóru í tuttugu og svo tíu manns,
er fólk bara heima hjá sér og verslar
í matinn í stórmörkuðum og lætur
það nægja í bili. Við hugsum það hér
að þetta er tímabundið og förum í
gegnum þetta eins og önnur tímabil
sem við höfum þurft að takast á við.“
Beint í bílinn
Hjá Langbest er hugsaði í lausnum á
veirutímum og nú er boðið upp á þá
þjónustu að koma með sendingar út
í bíl. Það byrjaði þegar fólk í sóttkví
vildi nálgast pantanir en þeir sem
eru í sóttkví mega ekki fara inn
á veitingastaðinn. Fólk getur því
hringt, pantað og gefið upp bílnúm-
erið. Pöntunin er svo greidd með
snertilausri greiðslu.
Matur fyrir hermenn
í sóttkví
Nú er nýlokið á Keflavíkurflugvelli
umfangsmiklu loftrýmisverkefni
þar sem stór bandarísk flugsveit var
hér á landi. Langbest hefur ávallt
verið vinsæll veitingastaður hjá
liðsmönnum erlendra herja á flug-
vellinum. Í ár hefur sóttkví flækt
stöðuna en Langbest á í góðu sam-
starfi við hótelið Bed & Breakfast
sem er í næsta húsi við Langbest og
því voru matarpantanir afgreiddar
þangað. Ingólfur segir að það hafi
verið góð uppgrip að geta boðið
upp á veitingar fyrir liðsmenn í loft-
rýmisgæslunni á þessum síðustu og
verstu tímum.
Lært af sögunni
– Þið haldið áfram að berjast?
„Það er ekkert annað í boði hér. Öll
þessi 24 ára reynsla sem við höfum
af veitingarekstri hefur kennt okkur
gríðarlega margt og maður hefur
þurft að reka sig á marga hluti. Ég
veit að þessi veitingastaður mun
fara í gegnum þennan tíma og koma
sterkari út úr honum þegar upp er
staðið.“
KÓRÓNUVEIRUNNI
Ingólfur á Langbest er þekktur
fyrir ljúffengar pítsur. Ofninn er
orðinn tólf ára en er gríðarlega
öflugur og kostaði á sínum tíma
svipað og veglegur jeppi.
Páll Ketilsson
pket@vf.is
Hilmar Bragi Bárðarson
hilmar@vf.is
Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta
Munum koma sterkari út úr
Tveir starfsmenn á vaktinni
bíða eftir pöntun. Taka
í spil á meðan. Tómur
veitingasalur frammi.
Aðgengilegt í rafrænni útgáfu á fimmtudag kl. 20:30
SJÁIÐ VIÐTAL VIÐ INGÓLF Í SUÐURNESJAMAGASÍNI.
vÍKurFrÉttir á SuðurneSJuM Í 40 ár // 19