Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.11.2020, Qupperneq 22

Víkurfréttir - 11.11.2020, Qupperneq 22
Fátækt á Suðurnesjum Enn og aftur kreppir að hjá Suðurnesjabúum og mörg heimili berjast við að halda sér á floti fjárhagslega sem endað gæti í fátækt eða fátæktargildru. Árið 2002 birtist spurning í Víkurfréttum um hvort fátækt væri að finna í Reykjanesbæ. Fátt var um svör en nokkrum mánuðum síðar birtist önnur grein í sama blaði um að fólk væri að leita til félagsþjónustunnar, Rauða krossins, Þjóðkirkjunnar og fleiri samtaka til að fá aðstoð. Haustið 2020 sóttu yfir 200 fjöl- skyldur á Suðurnesjum mataraðstoð frá hjálparsamtökum þar sem félags- legar bætur og framfærsla sveitar- félags dugðu ekki til að framfleyta þeim út mánuðinn. Árið 2017 þáðu 73 fjölskyldur slíka aðstoð, þannig að aukningin er veruleg. Alls konar fólk sækir um þessa aðstoð; atvinnu- lausir, láglaunafólk, öryrkjar og þeir sem orðið hafa utanveltu í sam- félaginu af ýmsum ástæðum. Um helmingur atvinnulausra árið 2020 eru Íslendingar sem hafa misst vinnuna eða orðið undir í sam- félaginu. Hinn helmingur atvinnu- lausra eru innflytjendur sem hafa m.a. komið til Íslands til að taka þátt í efnahagsbólunni sem ferða- þjónustan skapaði. Við tókum þeim fagnandi þá og erum skuldbundin til að taka opnum örmum við öllum Evrópubúum sem kjósa að flytja til Íslands rétt eins og hin Evrópuríkin verða að taka á móti okkur. Síðustu áratugi hafa ríki og sveit- arfélög leitað ýmissa leiða til að draga úr fátækt en leiðirnar henta einfaldlega ekki og sífellt er dregið úr frelsi fólks til að gera það besta úr sínum aðstæðum, miðað við getu, kunnáttu og þor. Atvinnuleysisbætur eru skertar, ellilífeyrir er skilyrtur og örorkubætur eru minnkaðar í hvert skipti sem fólk sýnir smá dugnað eða frumkvæði sem leiðir til fjárhagslegs ávinnings. Í því ástandi sem ríkir í dag og stefnir í yfir 20% atvinnuleysi á Suðurnesjum koma fréttir í fjöl- miðlum um að oft sé hagstæðara fyrir atvinnulausa að vera á bótum en að mæta aftur til vinnu. Það vantar sem sagt hvata fyrir atvinnu- lausa til að koma aftur til vinnu til að raðir í matargjafir haldi ekki áfram að lengjast. En útrýming fátæktar er fyrsta sjálfbærnimarkmið Sam- einuðu þjóðanna sem Reykjanesbær hefur ákveðið að framfylgja. Hvað er til ráða? Það eru til leiðir til að draga úr fá- tækt fyrir þá sem minna mega sín og fjölskyldur þeirra. Þær felast í því að draga úr skerðingum bóta og afskiptum stofnana af því hvað fólk gerir við laun sín. Ef fólk á sem á rétt á bótum vill fara í nám sem gæti komið þeim aftur út á atvinnu- markað þá er slíkt hagur allra. Þannig verður fólk frjálst til að velja atvinnu við hæfi. Einnig er mikilvægt að persónuaf- sláttur sé greiddur út til þeirra sem ekki eru að nýta hann sem frítekju- mark, eins og t.d. námsfólk. Síðan má skoða hækkun persónuafsláttar skref fyrir skref þar til framfærslu- viðmiðum ríkisins er náð. Til þess að útrýma fátækt þarf því bæði að útrýma krónuskerðingum og að gera persónuafslátt útgreiðanlegan. Skerðing bóta og persónuafsláttar viðhalda því miður fátækgargildrum samfélagsins. En bæjarfélögin á Suðurnesjum geta hækkað fjárhagsaðstoð þar sem árið 2019 fengu einstaklingar í Reykjanesbæ 25% lægra framlag til grunnframfærslu frá sveitarfélaginu en þeir sem búa í höfuðborginni. Í krónum talið er fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins tæplega 150 þúsund krónur á mánuði en 240 þúsund fyrir hjón eða sambúðarfólk. Píratar í Reykjanesbæ halda opið vef-málþing um fátækt á Suður- nesjum laugardaginn 14. nóvember þar sem aðilar frá Fjölskylduhjálp, Rauða krossinum, Háskóla Íslands og samtökunum Grunninnkoma fyrir alla (GIFA) ræða málin. Baráttukveðja, stjórn Pírata í Reykjanesbæ. Ósanngjarn og stefnu- laus kolefnisskattur Kolefnisskattur er nýr skattur á Íslandi. Hann er lagður á jarð- efnaeldsneyti og á að draga úr útblæstri og hvetja til orku- skipta í samgöngum. Skatt- urinn mun hækka um áramótin og verður 11,75 krónur á hvern lítra af díselolíu og 10,25 krónur á bensíni, sem síðan hefur áhrif til hækkunar verðbólgu. Flutningskostnaður hækkar og um leið verð vöru og þjónustu. Skatturinn hefur hækkað veru- lega í tíð þessarar ríkisstjórnar. Þegar ríkisstjórn Katrínar Jak- obsdóttur tók við völdum skilaði skatturinn 3,5 milljörðum á ári. Á þessu ári er hann rúmir sex milljarðar. Hækkunin hefur haft neikvæð áhrif fyrir heimilin og atvinnulífið í landinu. Einkum tvennt gerir það að verkum að þessi skattur er ósann- gjarn og stefnulaus. Hann er ósanngjarn vegna þess að honum er ekki jafnað niður á landsmenn með sann- gjörnum hætti, hann bitnar sér- staklega á efnaminna fólki og landsbyggðinni. Í öðru lagi er hann stefnulaus. Hann er settur á í þágu loftlagsmála til að upp- fylla skuldbindingar Íslands í loftlagsmálum en skatttekjurnar eru ekki merktar aðgerðum í loft- lagsmálum sérstaklega og aðeins hluti þeirra rennur þangað. Um- hverfisráðherra hefur viðurkennt í skriflegu svari við fyrirspurn á Alþingi að ekki er hægt að segja til um það hvaða árangri skatt- heimtan er að skila. Skýrsla Hagfræði- stofnunar áfellisdómur fyrir ríkisstjórnina Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur gefið út skýrslu um áhrif kolefnisgjalds á eldsneytisnotkun heimilanna. Margt athyglisvert kemur fram í skýrslunni og vekur undrun hversu litla athygli fjöl- miðlar hafa sýnt henni. Helstu niðurstöður eru þessar: 1. Skatturinn bitnar á efnalitlu fólki og hefur neikvæð áhrif á kjör þeirra og neyslu. 2. Rökstyðja þarf betur hvers vegna skatturinn er lagður á. 3. Skatturinn þarf að vera mjög hár til þess að virka. 4. Landsframleiðsla og atvinna minnkar eftir að kolefnis- skatturinn er lagður á. Skýrslan er áfellisdómur yfir kol- efnisskattastefnu ríkisstjórnar- innar og staðfestir það sem Mið- flokkurinn hefur ávallt sagt um þennan skatt. Það er ekki forsvaranlegt að leggja skatt á almenning með þessum hætti þegar árangurinn er enginn og hann bitnar verst á tekjulágu fólki og íbúum á lands- byggðinni. Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Sykursýki og leiðir til að halda heilsunni Alþjóðlegur dagur sykursjúkra er 14. nóvember. Af því tilefni fannst okkur rétt að tileinka heilsupistil vikunnar sykursýki. Efni pistilsins er sótt til Alþjóðlegu öldrunar- stofnunarinnar (NIH) en sykursýki er alvarlegur sjúkdómur sem hefur áhrif á marga eldri einstaklinga, sér í lagi sykursýki af tegund 2 en hún er algengasta tegund sjúkómsins sem þróast hjá eldri einstaklingum. Sykursýki hjá eldra fólki sykursýki er alvarlegur sjúkdómur og hefur áhrif á marga eldri ein- staklinga. Fólk fær sykursýki þegar glúkósinn, einnig kallaður blóðsykur, er of hár. Góðu fréttirnar eru samt þær að þú getur gert ráðstafanir til að seinka eða koma í veg fyrir sykur- sýki af tegund 2, sem er algengasta tegund sjúkdómsins sem þróast hjá eldri einstaklingum. Ef þú ert nú þegar með sykursýki, sama á hvaða aldri þú ert, eru til ráðstafanir sem þú getur gert til að stjórna ástandinu og koma í veg fyrir heilsufars- vandamál sem tengjast sykursýki. Hvað er sykursýki? þegar við borðum breytir líkaminn matnum í sykur sem kallast glúkósi. Hann gefur okkur orku og kraft fyrir daglegt líf. Til að nota glúkósann sem orku þarf líkami okkar insulin. Insúlín er hormón sem hjálpar glúkósa að komast inn í frumurnar. Ef þú ert með sykursýki þá getur líkaminn ekki framleitt nægilegt magn af insúlíni, ekki notað insúl- ínið á réttan hátt eða hvort tveggja. Þetta vandamál getur valdið því að of mikið af glúkósa hleðst upp í blóðinu, sem síðan með tímanum getur valdið heilsufarsvandamálum. Vægari tilfellum af tegund 2 sykur- sýki er sinnt af heimilslæknum sem síðan vísa sjúklingum áfram til inn- kirtlalækna þegar og ef meðferðin krefst aukinnar sérhæfingar. Helstu tegundir sykursýki við sykursýki af tegund 1 framleiðir líkaminn ekki insúlín. Þó að eldri ein- staklingar geti þróað með sér sykur- sýki af þessu tagi byrjar það oftast hjá börnum og yngri einstaklingum, sem síðan búa við sykursýki ævi- langt. Við sykursýki af tegund 2 nýtir líkaminn ekki insúlínið nægi- lega vel. Tegund 2 er algengasta tegund sykursýki og er oft flokkuð sem lífsstílssjúkdómur. Það kemur oftast fyrir á miðjum aldri og hjá eldri einstaklingum, en það getur einnig komið fram hjá börnum og haft áhrif á þau. Líkurnar að fá sykursýki af tegund 2 eru meiri ef þú ert of þungur, stundar ekki daglega hreyfingu, ert óvirkur, býrð við kyrr- setu lífsstíl eða hefur fjölskyldusögu um sykursýki. • Að kanna og fylgjast með blóðþrýstingnum. • Að fá blóðprufu að minnsta kosti einu sinni á ári til að kanna magn kólesteróls og þríglýseríða (blóðfitu). Hátt magn getur aukið hættuna á hjartasjúkdómum. • Reykingar auka áhættuna á mörgum heilsufarslegum vandamálum, þar á meðal hjartaáfalli og heilablóðfalli. Æskilegt er að láta af reykingum vegna skaðsemi þeirra. • Að fara í árlega augnskoðun. • Að kanna nýrun og nýrnastarfsemi en sykursýki getur haft áhrif á nýrun. Þvag- og blóðrannsóknir munu sýna hvort nýrun eru í lagi. • Flensusprauta á hverju ári og bóluefni gegn lungnabólgu er mikilvæg forvörn fyrir heilsuna, sér í lagi á efri árum. • Hugsaðu um tennur og tannhold og notaðu tannþráð daglega. Láttu tannlækna athuga tannholdið tvisvar á ári til að forðast alvarleg vandamál. • Verndaðu húðina, haltu henni hreinni og notaðu rakakrem. • Hugsaðu vel um fæturna og leitaðu til húðsjúkdómalæknis eða sérfræðings á sviði húðsjúkdóma ef þú finnur fyriri eymslum eða roða í húðinni. Frekari upplýsingar um efnið má finna í heilsupistli á slóðinni www.janusheilsuefling.is/heilsupistill-17-sykursyki-tegund-2/ Höfundar: Janus Guðlaugsson, PhD-íþrótta og heilsufræðingur og Anna Sig- ríður Jóhannsdóttir MBA og heilsuþjálfari. Þau starfa bæði hjá Janusi heilsueflingu sem sinnir heilsueflingu 65+ í Reykjanesbæ og Grindavík. NOKKRAR LEIÐIR TIL AÐ HALDA VIÐ HEILSUNNI ÞRÁTT FYRIR AÐ HAFA SYKURSÝKI: 22 // vÍKurFrÉttir á SuðurneSJuM Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.