Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.11.2020, Side 24

Víkurfréttir - 11.11.2020, Side 24
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00 facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir S t æ r s t a f r é t t a - o g a u g l ý s i n g a b l a ð i ð á S u ð u r n e s j u m Mundi Takk fyrir Trump Undanfarin fjögur ár hafa margir velt því fyrir sér hvernig Banda- ríkjamönnum tókst að kjósa bjána eins og Donald Trump í embætti forseta. Samkvæmt mjög svo óháðri skoðanakönnun sem gerð var á Íslandi var niðurstaðan sú að á Íslandi fengi Trump um 8% atkvæða. Við myndum auðvitað ekki kjósa trúð eins og Trump í embætti forseta. Sama hvað okkur finnst þá virðist Trump hafa verið þeim sem kusu hann góður forseti. Annað verður ekki skilið á þeim fjölda atkvæða sem hann hlaut í kosningunum nú, þrátt fyrir yfir- vofandi tap. Ekki hafa fleiri kosið í Bandaríkjunum hlutfallslega í 100 ár. Það gengur hins vegar illa að telja atkvæði. Rúmri viku eftir kosningar hefur enn ekki formlega verið úrskurðað um sigurvegara. Hvernig má þetta vera á heimili hinna frjálsu og hugrökku? Forsetakosningar í Bandaríkj- unum eru töluvert öðruvísi en þær sem við Íslendingar göngum til á fjögurra ára fresti. Í fyrra gátum við valið milli þess að setja X við Guðna eða Gúnda. Munurinn var sláandi. Guðni fékk nánast öll atkvæðin enda sitjandi forseti. Aðalmálið að kosningunum loknum var hvað í andskotanum Gúndi hefði verið að vilja upp á dekk. Kostnaðurinn við kosningarnar ríflega 400 milljónir. Á sama tíma stærum við okkur að því að vera lýðræðisríki. Kjósum sveita- stjórnir á fjögurra ára fresti, Alþingi á fjögurra ára fresti og kjósum for- seta á fjögurra ára fresti. Forsetinn ræður að vísu litlu, meira svona upp á punt. Bæjarstjórar eru ráðnir af þeim flokkum sem mynda meirihluta að loknum kosningum. Sums staðar eru þeir „ópólitískir“ en það þýðir að þeir voru ekki á framboðslista flokk- anna. Ráðherraembættum á Íslandi er úthlutað til meirihlutaflokka eins og sælgæti að loknum kosningum. Ráðherrar í Íslandi ráða mismiklu. Oft eru það embættismennirnir sem setið hafa í ráðuneytunum áratugum saman sem halda í taumana. Kjörseðill Bandaríkjamanna sem tugir milljóna Bandaríkjamanna senda í pósti inniheldur miklu fleiri atriði heldur en að merkja bara X við Joe Biden eða Donald Trump. Mis- munandi eftir fylkjum. Kosið um alls kyns menn og málefni, saksóknara, dómara, yfirmann sorphirðingar, slökkviliðsstjóra, borgarstjóra, ríkis- stjóra og jafnvel hvort lögleiða eigi eiturlyf með öllu – og ef einhver er að hugsa af hverju þeir kjósa ekki raf- rænt þá þurfum við að átta okkur á því að Bandaríkjamenn nota enn ávísanir. Launþegar fá enn útborgað með ávísunum. Kjörseðillinn í Bandaríkjunum veltir upp mörgum spurningum um lýðræðið á Íslandi. Af hverjum kjósum við ekki bæjarstjóra til fjög- urra ára í senn, slökkviliðsstjóra eða persónukjör til Alþingis? Af hverju er okkur ekki boðið, þegar kosið er til þings, að kjósa um þau málefni eða verkefni sem við viljum helst að verði kláruð í okkar kjördæmi á komandi tímabili? Við værum þá líklega búin að fjórfalda Reykjanes- brautina. Skyldi vera að íslenska flokksræðið sé hér allt að drepa eða bara þríeykið. Samansafn embættis- manna sem enginn kaus en er búið að rústa efnahag þjóðarinnar. Hver var með það á stefnuskrá sinni fyrir síðustu alþingiskosningar að ná 25% atvinnuleysi á Suðurnesjum í boði sóttvarna? Það er hollt að líta eigin barm áður en maður óskapast yfir fávitaskap annarra. Niðurstaðan er gæti verið sú að maður sé mesta fíflið sjálfur. Grindvíkingar eru auðvitað illa brenndir eftir Tyrkjaránið. LO KAO RÐ Grindavík hefur ekki tök á að taka á móti flóttafólki Grindavíkurbær hefur ekki tök á að taka þátt í verkefni félags- málaráðuneytisins en ráðuneytið leitar að sveitarfélögum sem eru áhugasöm um að taka þátt í verk- efni um móttöku flóttafólks sem koma til landsins á eigin vegum. Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs Grindavíkurbæjar sat fund bæjarráðs undir þessum dag- skrárlið. Ráðuneytið leitar að sveit- arfélögum sem eru áhugasöm um að taka þátt í verkefni um móttöku flóttafólks sem koma til landsins á eigin vegum. „Grindavíkurbær hefur ekki tök á að taka þátt í verk- efninu,“ segir í afgreiðslu bæjarráðs. Verslanir N1 um land allt Akureyri s. 440 1420 • Blönduós s. 440 1339 • Húsavík s. 440 1448 Höfn s. 478 1940 • Ísafjörður s. 456 3574 • Klettagarðar s. 440 1330 Ólafsvík s. 436 1581 • Patreksfjörður s. 456 1245 • Reyðarfjörður s. 474 1293 Reykjanesbær s. 421 4980 • Vestmannaeyjar s. 481 1127 Kuldaboli er kominn á kreik Dimex kuldagalli Vattfóðraður kuldagalli með renndum brjóstvösum. Litur: Svartur. Stærðir: S–3XL. Olympia ullarbolur Langerma ullarbolur með kraga og rennilás úr merinóull. Litur: Svartur. Stærðir: S–2XL. Leðurhanskar Fóðraðir Tegera leðurhanskar með riflás. Litur: Ljós. Stærðir: 9, 10, 11. Vettlingar Hlýir Showa 451 vettlingar með góðu gripi. Ca 25 cm háir. Dimex húfa Dimex prjónahúfa. Litur: Dökkgrár. Ein stærð. K2 kuldagalli EN471 CL.3 Vattfóðraður kuldagalli með cordura efni á álagsflötum. Með rennilás á skálmum. Hægt að taka hettuna af. Litur: Gulur. Stærðir: XS–5XL. Olympia föðurland úr ull Föðurland úr merinóull. Ekki með klauf. Litur: Svartur. Stærðir: S–2XL. Vnr. 9609 648 Vnr. A546 JSB517-16 Vnr. 9640 335 Vnr. 9658 451 Lambhúshetta Lambhúshetta úr flísefni, fóðruð með bómull. Ein stærð. Vnr. A421 2 Vnr. 9609 4260+ Vnr. 9616 K2 2009 A546 JSB517-21 ALLA LEIÐ 440 1000 n1.is

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.