Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 11.06.2006, Side 4

Sjómannadagsblaðið - 11.06.2006, Side 4
4 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 11. JÚNÍ 2006 Þýskir kafbátar við „Löngulínu“ í Reykjarvíkurhöfn í júlí 1939, rétt áður en stríðið hófst. Þessir kafbátar, U26 og U27, voru fyrstu kafbátamir sem komu íslenska höfn. Kafbáturinn U27 sökkti m.a. breska farþegaskipinu Athenia úti fyrir ströndum írlands 4. september þetta sama ár. i Allt að 203 Islendingar fórust af stríðsvöldum á sjó Allmargir mannskaðar urðu á íslenskum skipum í seinni heimstyrjöldinni. Þrátt fyrir það reyndu útgerð- irnar að halda úr sér gengnum skipakosti sínum á sjó. Kreppan mikla hafði haft þau áhrif að ekki var til fé í nauðsynlegt viðhald og endurbætur og skipin voru því vanbúin til hernaðarátaka. Þessi staða gerði tækifærin sem fylgdu seinni heimstyrjöldinni freistandi en þau fólust helst í háu fiskverði vegna skorts á sjávarafurðum í Bretlandi. Miklar tekjur var einnig að hafa af sjóflutningum því bandamenn þurftu á tryggum flutningaleiðum fyrir herlið sitt að halda. Fyrir margan sjómanninn, sem stöðugt þurfti að sækja sjóinn og sigla um hættuslóðir, var þessi tími gríðarleg andleg þolraun. Skúli Sæland sagnfræðingur segir að Þjóðverjar hafi við upphaf styrjald- arinnar lýst yfir bannsvæði umhverf- is Bretlandseyjar í þvi skyni að knýja þá til uppgjafar. Eftir hernám íslands létu þeir bannsvæði einnig ná um- hverfis það. Nokkuð um loftárásir „íslensku skipin treystu á að hlut- leysi landsins myndi vemda þau fyrir árásum og flögguðu stöðugt íslenska fánanum, auk þess sem fáninn var málaður á hliðar skipanna og upp- lýstur að næturlagi til að vekja enn frekar athygli áþjóðemi skipsins. Ekki dugði það til því Þjóðverjar hófu mikl- ar árásir með skipum og flugvélum og þó aðallega kafbátum á skip á þessu hafsvæði og ætluðu þannig að koma í veg fyrir birgðaflutninga til landsins. Sömuleiðis hófu þeir að leggja tund- urdufl nærri þekktum skipaleiðum til að trufla siglingar sem mest. íslenskir sjómenn voru svo lánssamir að Þjóð- verjum auðnaðist aldrei að sökkva íslenskum skipum með flugvélum né skipum þó að nokkuð væri um loft- árásir á íslensk fiskiskip. Ekki er hið sama hægt að segja um kafbáta Þjóð- verja því þeir voru okkur skeinuhættir og sökktu alls átta íslenskum skipum í styrjöldinni. Að auki sökktu þeir þremur erlendum leiguskipum í þjón- ustu Eimskipa. Einnig er talið að einn bátur hafi farist af völdum bresks tundurdufls sem losnað hafði af fest- ingum og rekið fyrir leið bátsins.” Tundurskeytin hættulegustu vopnin Kafbátamir voru búnir bæði fall- og vélbyssum en hættulegustu vopnin voru tundurskeytin sem hægt var að skjóta úr launsátri. Stundum brugð- ust tundurskeytin, sérstaklega í fyrri hluta stríðsins þegar mörg skeytanna voru gölluð og hittu ekki skotmark- ið. Til þéss að spara skeytin brugðu kafbátaforingjarnir oft á það ráð að ráðast á skip ofansjávar með fall- byssunum, sérstaklega ef þeir hugð- ust sökkva litlum fiskiskipum. Skúli segir töluvert vitað um árásir þýskra kafbáta og flugvéla á íslensk skip. Skýrslur kafbátaforingja hafi verið greinargóðar en nokkur óvissa ríkir þó um afdrif einstakra skipa því mörgum kafbátum var sökkt áður en þeir náðu heim til hafnar. Óvissa um afdrif 70 manns Vitað er með vissu um 158 íslendinga sem létu lífið vegna ófriðarins með einum eða öðrum hætti. „Af þeim fórust 129 vegna árása kafbáta og f lugvéla á skip og þrír af völdum tund- urdufls. Þá létust 20 manns vegna ásiglinga ljóslausra skipa að næturlagi vegna varúðarráðstafana sökum ófrið- arins. Þá var nokkuð um að útgerðir ykju brynvarnir eða byggju skipin loftvarnabyssum. Búnaður þessi gat valdið ójafnvægi í skipunum og gert þau valtari við erfiðar aðstæður. Auk þess ríkir veruleg óvissa um hvort 70 manns sem fórust á skipsfjöl hafi dáið af völdum stríðsins, svo að allt að 228 íslendingar kunna að hafa far- ist af styrjaldarorsökum, þar af 203 á sjó. Þau 70 dauðsföll til viðbótar sem hugsanlega má rekja til stríðsins teng- jast fjórum skipssköðum sem eiga það sameiginlegt að verulegur vafi leikur á orsökum þess að skipin sukku.” Mesta mannfallið í mars 1941 Þann 11. mars 1941 kom fyrsta ís- lenska skipið til hafnar í Vestmanna- eyjum eftir árás þýsks kafbáts. Það var Fróði ÍS 454 sem komst til hafnar illa laskaður en fimm úr áhöfn hans höfðu farist eftir árás frá þýska kafbátnum U-74. Mannfallið þennan marsmánuð var mikið en fyrir utan þá fimm sem fórust á Fróða féllu 13 manns þegar Reykjaborg RE 64 og 10 manrís þegar Pétursey ÍS 100 voru skotin í kaf. Skip sem urðu fyrir mannskæðum árásum á hernámsárunum: Fróði ÍS 454 Reykjaborg RE 64 Pétursey IS100 Súðin Þessar árásir áttu sér allar stað rétt fyrir utan yfirlýst bannsvæði Þjóðverja umhverfis Bretlandseyjar. Íslenskarík- isstjómin kom því formlegum kvört- unum á framfæri til Þjóðverja en þeir svöruðu með því að stækka svæðið sem náði þá einnig umhverfis Island. Héldu Þjóðverjar því fram, sem satt var að, hemumið landið veitti Bretum ómetanlegan stuðning við birgðaöflun og aðdrætti. Eftir þetta sóttu þýskir kafbátar og flugvélar miskunnarlaust að íslenskum skipum á hafi úti. Hólmsteinn ÍS155 Hekla Hekla sökk á einungis tveimur mín- útum eftir að tundurskeyti hitti hana og með henni fórust 14 manns. Það liðu þrjár vikur áður en fréttin um afdrif Heklu spurðist heim til íslands. Sjómenn á farmskipum voru slegnir miklum óhug við fregnirnar og neit- uðu að sigla áfram við óbreytt ástand. Kom til verkfalla og varð að lokum úr að íslensku flutningaskipin sigldu eftir þetta einungis í samfloti með skipalestum undir vernd bandamanna vestur um haf. Jarlinn GK 272 Jón Ólafsson Goðafoss Dettifoss Eimskipafélagið missti einnig þrjú af erlendum leiguskipum sínum, þau Longtaker, Montana og SS Balladier. Einungis er vitað um eitt íslenskt skip með vissu sem varð tundurdufli að bráð. Það gerðist þegar mótorbát- urinn Vigri fórst með þriggja manna áhöfn í október 1942. Til viðbótar þessum skipum sem nú hafa verið talin upp hurfu þó nokkur skip en ekki er vitað hvemig þau fór- ust. Má hér nefna sérstaklega togar- ana Max Pemberton RE 278 og Sviða GK 7 ásamt mótorbátunum ms. Pálma SI 66 og ms. Hilmi ÍS 39. „Þessi skip hurfu án sýnilegrar ástæðu með manni og mús. Bæði Pálmi og Hilmir hurfu í skaplegu veðri og því er almennt talið að þeir hafi siglt á tundurdufl. Sviði hvarf ásamt 25 manna áhöfn í desember 1941 og eftir talsverðar deilur vegna trygg- ingabóta var loks úrskurðað í hæsta- rétti að hvarf hans hefði verið af hem- aðarvöldum. Max Pemberton hvarf í janúar 1944 ásamt 29 manna áhöfn. Ekki er vitað hvort tundurdufl, of- hleðsla eða ójafnvægi í skipinu vegna aukinna brynvama og loftvamabyssa hefðu valdið slysinu en sennilega kemur hið sanna aldrei í ljós. Ekki hafa fundist gögn sem benda til þess að kafbátar né flugvélar hafi ráðist á skipin og er því sennilegra að dufl hafi grandað skipunum, hafi þeim á annað borð verið sökkt af vígtólum stórveld- anna,” segh Skúli og bætir við: „Ef svo er þá er sennilegast að um bresk rekdufl hafi verið að ræða því þýsku duflin voru annað hvort lögð á öðrum tíma þegar viðkomandi skip fórust eða nokkuð traustur sjálfseyðingabúnaður sem komið hafði verið fyrir í duflunum hefði átt að vera búinn að eyða þeim.”

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.