Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 11.06.2006, Síða 16

Sjómannadagsblaðið - 11.06.2006, Síða 16
16 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 11. JÚNÍ 2006 Guðmundur Ásgeirsson: Okkur var beinlínis haldið í gíslingu. skortur var á íslenskum vélstjórum og við fengum því undanþágu til þess að ráða útlendinga í þau pláss sem ekki var hægt að manna með íslend- ingum.” Ekki þörf fyrir þennan mannskap „Við hjá Sambandi íslenskra kaup- skipaútgerða héldum áfram að kynna málstað okkar og reyna að knýja fram alþjóðlega skipaskráningu hérlendis að fyrirmynd Norðmanna og Dana, en án árangurs. Verkalýðsfélögin stóðu á því fastar en fótunum að fjölda skip- verja yrði ekki breytt á íslensku kaup- skipunum í takt við það sem gerðist á alþjóðavettvangi. Fækkun skipverja var bæði skiljanleg og eðlileg á þessum tíma. Það hafði orðið mikil framþróum og sjálfvirkni í skipunum, þannig að ekki var þörf fyrir allan þann mann- skap sem íslensku reglurnar kröfðust. Það gefur einnig auga leið að það var afskaplega erfitt að manna skipin á undanþágum frá verkalýðsfélög- unum og þurfa að láta reynda erlenda starfsmenn fara ef íslenskan mann vantaði vinnu. Þegar fór að hægja á góðærinu undir 1990 átti að taka af okkur allar undanþágur. Þá vorum við einnig farnir að gera okkur grein fyr- ir því að það var enginn vilji fyrir því að laga útgerðina að breyttu umhverfi og alþjóðleg skipaskráning var ekki á döfinni hérlendis. Þróuninni varð hins vegar ekki breytt og við gátum hreinlega ekki látið halda okkur leng- ur í gíslingu. Við þurftum því að skrá skipin okkar erlendis ef við ætluðum á annað horð að halda þessum rekstri gangandi. Um 1990 voru íslensku skipafélögin farin að skrá skip sín erlendis og þar með voru þau farin að sigla undir erlendum fána.” Gátum ekki teygt lopann endalaust Guðmundur segir að það hefði ekki verið auðveld ákvörðun að skrá skip- in erlendis, „því við vildum vissulega halda þeim undir íslenskum fána. Við gátum hins vegar ekki teygt lopann lengur. Það var enginn vilji til þess að breyta rekstrarumhverfinu og það sem gagnrýnt var harðlega, var að ákveðin sérþekking myndi glatast ef skipin yrðu meira eða minna skipuð útlendingum. En það þarf ekki mikla sérþekkingu á þessum leiðum sem íslensku kaupskipin sigla. Það hefði þá helst verið í strandsiglingunum sem nú eru aflagðar, þannig að þessi rök halda ekki lengur. En þótt skipin séu skráð erlendis eru mörg þeirra eingöngu mönnuð íslendingum, önn- ur með íslenskum yfirmönnum,” segir Guðmundur. Að sögn Guðmundar er ávinn- ingurinn af útflögguninni eingöngu fólgin í launakostnaðinum. „Launa- kostnaðurinn er á milli 40 og 45% af rekstarkostnaði skipanna. Afgang- urinn er fastur kostnaður sem er að mestu hinn sami, hvar svo sem skipin eru skráð. Þar á ég til dæmis við ol- íukostnað, varahluti og fleira. En það munaði einnig verulega um fækkun skipverja um þrjá til fjóra, eins og raunin varð með útflögguninni. Með henni var íslensku skipafélögunum gert kleift að hafa eðlilegan fjölda í áhöfn og keppa við erlend skipafélög á jafnréttisgrundvelli. Gott starfsumhverfi Flest skip sem sigla um heimshöfin undir hentifánum eru skráð í löndum eins og til dæmis Möltu, Kýpur, Pa- nama, Antigua og Bahamaeyjum. Guð- mundur segir að í grundvallaratriðum sé umhverfið og aðstaðan sambærileg í öllum þessum löndum. „Okkar skip eru til dæmis skráð og gerð út frá Kýpur. Þar var engin skiparekstur, Kýpverjar byrjuðu því algerlega frá grunni á sjöunda áratugnum og hafa byggt upp mjög fagmannlega þjónustu og gott starfsumhverfi fyrir kaupskip. Þar var tekin meðvituð ákvörðun um að byggja upp þessa þjónustu. Þeir fengu kunnáttumenn á þessu sviði til þess að stýra uppbyggingunni og þar var mikið tekið mið af lögum og reglu- gerðum í Þýskalandi. Rekstrarum- hverfið á Kýpur er stöðugt og kerfið skilvirkt,” segir Guðmundur. Eftir að hafa breytt skráningarkerf- um sínum árin 1987 og 1988 sigla flest norsk og dönsk kaupskip undir eigin þjóðfána, þótt stór hluti þeirra sé með alþjóðlega skráningu. Það sama hefði ugglaust verið uppi á teningnum hér ef alþjóðleg skráning kaupskipa hefði verið tekin upp hérlendis á þess- um tíma. Guðmundur segir hins vegar ómögulegt að segja til um það hvort Útflöggun íslenskra kaupskipa Mikil umræða hefur verið um skráningar íslenskra kaupskipa á síð- ustu árum og áratugum. Nú er svo komið að öll íslensk kaupskip sigla undir erlendum fánum, svokölluðum hentifánum. Sitt sýnist hverjum um þessa þróun og talað er um að útflöggunin hafi geng- ið frá farmannastéttinni dauðri. Aðrir halda því fram að þetta fyr- irkomulag hafi í raun bjargað íslensku kaupskipaútgerðinni. Guðmundur Ásgeirsson, stofnandi og stjórnarformaður Nesskipa, segir að skipafélögin hafi í raun og veru ekki haft neitt val á sínum tíma. „Við urð- um að grípa til ráðstafana til þess að vera samkeppnishæf á þessum mark- aði, því þrýstingurinn kom utan frá. Starfsumhverfi erlendu skipafélag- anna breyttist og varð allt annað og hagkvæmara en það sem íslensku skipafélögin bjuggu við,” segir Guð- mundur. Ávinningurinn með útflögguninni er að sögn Guðmundar fyrst og fremst fólginn í kostnaði við mannahald. „Þá á ég ekki við að skipafélögin hafi á þessum tíma verið markvisst að lækka laun skipverja, heldur að fækka skip- verjum, því kveðið var á um það í lög- um hversu margir skipverjar ættu að vera í áhöfn íslenskra farskipa. Breyt- ingar á þessu fyrirkomulagi voru orð- nar verulega aðkallandi uppúr 1980 og þrýstingurinn varð afar mikill árið 1987 þegar Norðmenn breyttu sínum skráningarlögum til þess að kaupkipa- útgerðir þeirra yrðu samkeppnishæfar á þessum markaði. Norðmenn tóku upp alþjóðlega skráningu fyrir sín skip og Danir fylgdu í kjölfarið ári síðar. Á þessum tíma lagði Samband íslenskra kaupskipaútgerða mikla áherslu á að breyta fyrirkomulaginu hér á landi, en án nokkus árangurs.” Gott fyrirkomulag hjá grönnum okkar Mér fannst fyrirkomulagið hjá Norð- mönnum og Dönum til mikillar eft- irbreytni á þessum tíma,” segir Guð- mundur. „Báðar þessar þjóðir voru og 'eru með tvenns konar skráning- arform fyrir sín kaupskip. Þau norsku skip sem sinna millilandaflutningum eru með norska alþjóðaskráningu en skipin sem sinna strandsiglingum og þjónustu við olíuiðnaðinn eru með norska innanlandsskráningu. Danir tóku upp svipað fyrirkomulag, þar eru kaupskipin með alþjóðaskráningu í heimssiglingum en dönsku ferjurnar og skip sem sinna heimasiglinum eru með danska innanlandsskráningu. Fyrir vikið eru flest kaupskip þessara landa skráð í viðkomandi löndum og þau sigla undir eigin þjóðfána,” segir Guðmundur. Nesskip réðu fyrsta erlenda skip- verjann árið 1987. „Þótt sú ráðning marki ákveðin tímamót hjá okkur þá voru það ekki hagkvæmnissjónarmið sem réðu þeirri ráðningu heldur mikil mannekla. Það var uppsveifla í efna- hagslífinu á þessum tíma og mikið framboð af vinnu fyrir gott fólk. Þetta varð meðal annars til þess að mikill má segja að okkur hafi beinlínis ver- ið haldið í gíslingu og við það var ekki búandi. Okkur var því nauðugur einn kostur. Umræðan í samfélaginu var mjög andsnúin skipafélögunum vegna þessa og það eimir enn eftir af því. Því var meira að segja haldið fram að mennt- un erlendra farmanna væri minni og verri en þeirra íslensku, en við höf- um ekki orðið varir við það. Annað, það hefði breytt einhverju um það hvort áhafnirnar hefðu í ríkari mæli verið skipuð íslendingum. „Því mið- ur þykja þessi störf ekki sérlega eft- irsóknarverð lengur og ég er alls ekki viss um að skipin væru frekar mönnuð Islendingum í dag, þótt lögum hefði verið breytt og skipin skráð hér á landi,” segir Guðmundur Ásgeirsson, stjórnarformaður Nesskipa.

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.