Sjómannadagsblaðið - 11.06.2006, Qupperneq 24
24
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 11. JÚNÍ 2006
Sendum íslenskum
sjómönnum
árnaðaróskir á
hátíðisdegi þeirra
www.shell.is
(sggpleist)
HITAVEITA
SUÐURNESJA HF
Kjarnavörur hf
FROST
VISA
Nýjar þjón-
ustufbúðir
við Hrafnistu
í Reykjavík
Viðbygging á fjórum hæðum með 24 þjónustuíbúðum sem
leigðar verða út, er um þessar mundir að rísa við nýja hjúkrun-
arálmu á lóð Hrafnistu í Reykjavík. íbúðirnar eru ætlaðar fólki
frá 60 ára aldri. Starfsemi Hrafnistuheimilanna er fjölbreytt
og miðar að því að mæta margvíslegum þörfum aldraðra.
íbúðirnar eru góð viðbót við starfsemi Hrafnistuheimilanna
sem innan sinna vébanda reka dvalarheimili fyrir aldraða,
hjúkrunarheimili og dagvistun, auk húsa með séreignar- og
leiguíbúðum sem ætlaðar eru öldruðum.
íbúðirnar eru vel búnar og allar hinar glæsilegustu. Þær
eru 73-112 fermetrar að stærð, að sameign meðtalinni.
Svalir fylgja öllum íbúðunum og eru þær með yfirbyggingu
úr gleri. íbúum hússins stendur til boða margvísleg þjónusta
frá Hrafnistu, svo sem fæði, aðgangur að neyðarhnappi,
fjölbreyttu félagslífi, sundlaug, leikfimi, púttvelli og hár- og
fótsnyrtingu, svo eitthvað sé nefnt. Stefnt er að því að íbú-
arnir geti nýtt sér heimahjúkrun frá Hrafnistu, þannig að þeir
geti dvalið í þeim lengur á eigin vegum og nýtt sér öryggi
og skjól Hrafnistu.
Nýju þjónustuíbúðirnar verða tilbúnar strax á næsta ári.
Þeir sem áhuga hafa á því að kynna sér íbúðirnar nánar og
þjónustuna sem í boði er fyrir íbúa þeirra, geta snúið sér
Ásgeirs Ingvasonar í síma 585 9301 eða sent fyrirspurn á
netfangið asgeir@hrafnista.is
Svafir a.o«2
i mm mmm
• :. :
fnkr. Herb. í , Stofa 26,9 m2
IbúS i V
64.9 m2 Stigahús. 3.3 m2 fO
V.s. 6.0 m2 i x~
Forslofa _,,, . 5.1 m2 7.0 m2 L :'ii -/ ra -
j ——
Grunnteikningar af
nýju þjónustuíbúðunum
sem eru 73 til 112
fermetrar að flatarmáli
Svalir
22.4 Rð
Svafir
8,5 m2
Samkomulag við borgina um 60
rýma hjúkrunarálmu Hrafnistu
Nýverið skrifuðu Steinunn Valdís
Oskarsdóttir, fráfarandi borgarstjóri
og Guðmundur Hallvarðsson, for-
maður Sjómannadagsrás, sem rekur
Hrafnistuheimilin, undir samning
um 223 milljóna króna kostnaðar-
hlutdeild Reykjavikurborgar í nýrri 60
rýma hjúkrunarálmu á lóð Hrafnistu í
Reykjavík.
Með samningnum hafa Hrafnista
og Reykjavíkurhorg aukið til muna
samstarf sitt varðandi inntöku á
Hrafnistu í Reykjavík. Að auki fær
Reykjavíkurborg rétt til að ákvarða
hverjir nýta 18 af 60 rýmum hjúkr-
unarálmunnar.
Hjúkrunarálman er á suðausturlóð
Hrafnistu, við Brúnaveg, og er alls
3.910 fermetrar á tveimur hæðum,
auk kjallara og tengigangs við Hrafn-
istuheimilið. Starfsfólk hjúkrunarálm-
unnar eru liðlega 60, eða sem nemur
rúmlega einu stöðugildi fyrir hvem
heimilismann.
Hrafnista hefur þegar tekið bygg-
inguna í notkun en með samkomulag-
inu njóta samtökin sömu kostnaðar-
þátttöku Reykjavikurborgar og samið
var um við ríkisvaldið í maí 2002, eða
30%. Greiðslumar verða inntar af
hendi á ámnum 2007-2009.
Auk Hrafnistu í Reykjavík og Hafn-
arfirði rekur Sjómannadagsráð hjúkr-
unarheimili á Vífilsstöðum og í Víð-
inesi.
Á myndinni eru frá vinstri: Ásgeir Ingvason, framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs, Guðmundur Hallvarðsson, formaður
Sjómannadagsráðs, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fráfarandi borgarstjóri og Lára Björnsdóttir, sviðstjóri velferðarsviðs
Reykjavíkurborgar.