Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 11.06.2006, Qupperneq 35

Sjómannadagsblaðið - 11.06.2006, Qupperneq 35
11.JÚNÍ2006 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 35 Sjómanna- lög á Hátíð hafsins Söngvar hafsins, eða Ceol na Mara. Hljómsveitin kemur frá írlandi og spilar á Hátíð hafsins á laugardag og á Ólafsfirði á Sjómannadaginn. HB Grandi hf. er eitt stærsta og öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki á íslandi. Fyrirtækið framleiðir verðmæta gæðavöru úr ferskum fiski sem aflað er úr hafinu umhverfis ísland og leggur áherslu á góða umgengni um auðlindina og ábyrgar fiskveiðar.y/ HBGRANDI Sjómenn! Til hamingju með daginn Sjómannalögin skipa veglegan sess í dagskrá Hátíðar hafsins í ár. Ásgeir Tómasson fréttamaður fjallar um sjómenn og sjómennsku í Listasafni Reykjavíkur á laugardaginn kl. 14.00. Þegar Ásgeir hefur lokið máli sínu mun Ulfhildur Dagsdóttirbókmennta- fræðingur fjalla um stöðu og ímynd kvenna í íslenskum sjómannalögum. Báðum erindunum fylgja tóndæmi sem hljómsveitin Roðlaust og bein- laust flytur á staðnum. Að erindunum loknum, eða klukkan 15.00 verða veitt verðlaun í sjómanna- lagakeppni Rásar 2 og í kjölfarið hefst sjómannalagahátíðin Ship ohoj. Þar mun hljómsveitin Flís og Bogomil Font flytja gamla sjómannavalsa og hljómsveitin Roðlaust og beinlaust flytur íslenskt togararokk. Rúsínan í pylsuendanum er írska hljómsveitin Ceol na Mara. Söngvar hafsins Hljómsveitin Ceol na Mara á upp- runa sinn að rekja til bæjarins Galway á norðvestur írlandi. Þar hittust þeir Steve McSweeney og Dermot Kearney fyrst fyrir meira en 30 árum og hafa spilað saman síðan. Þriðji maðurinn, John Lesh bættist síðan í hópinn árið 1989 og saman spilaði tríóið fyrst saman á tónlistarhátíðinni Voiles de La Liberte í Rúðuborg í Frakklandi það sama ár. Síðan þá hafa þeir félagar spilað írska, keltneska og enska sjó- manna- og þjóðlagatónlist víða um lönd á tónlistarhátíðum tengdum sjó- mannatónlist og söngvum af sjónum. Steve MacSweeny er flautu- og harmonikkuleikari en Dermot Kear- ney spilar á banjó, mandólín, gitar og flautu svo fátt eitt sé nefnt. John Lesh er hisnvegar þekktur sagnamað- ur sem kann frá mörgu að segja og gerir það líka ákaflega skemmtilega. Hann spilar einnig á banjó og gítar þegar þess þarf með en frásagnir af sjónum eru hans fag og gefa tónleik- um tríósins skemmtilegt yfirbragð. John Lesh heldur heimili um borð í skútu sinni, Kan an Mor (Tónlist hafs- ins) og saman sigla þeir félagar á milli tónlistarhátíða í Evrópu þar sem þeir flytja söngva sína ásamt fleirum álíka tónlistarmönnum. Ceol na Mara er keltneska sem mætti þýða sem söngvar hafsins. Það er líka það sem þeir félagar gera, syngja sjómannasöngva og segja sög- ur af sjómönnum. Irskir og enskir sjómannasöngvar eru um margt lík- ir þeim íslensku, þ.e. sungið er um hrausta menn sem glíma við ógurleg öfl hafsins en kneyfa síðan ölið ótæpi- lega þegar í land er komið ásamt því að gera sér dælt við kvenfólk í hverri höfn. Þeir syngja líka um söknuð fjöl- skyldumannsins sem hugsar heim af hafi og ákafa þess unga sem er að stíga sínar fyrstu öldur og allt þar á milli, rétt eins og við gerum hér heima á Is- landi. Það má því eiga von á því að söngvar hljómsveitarinnar Ceol na Mara hljómi kunnuglega í eyrum hér á landi og því ekki ólíklegt að sungið verði tungum tveim ef ekki fleirum í Hafnarhúsinu um sjómannadagshelgina. Ceol na Mara mun einnig leika ásamt hljómsveitinni Roðlaust og beinlaust á sjálfan sjómannadaginn í Ólafsfirði á hátíðarsamkomu sjó- manna þar nyrðra.

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.