Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 11.06.2006, Page 20

Sjómannadagsblaðið - 11.06.2006, Page 20
20 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 11. JÚNÍ 2006 Síldveiði.Snurpubátarnir eru við skipshliðina. Annað hvort hafa þeir búmmað eða fengið mjög lítið kast eða að myndin verið tekin eftir að búið var að háfa megnið af kastinu. ekki hafa ríkt pólitíska sátt um fyr- irtækið en það varð engu að síður að veruleika. Keyptur var togarinn Maí og hið nýstofnaða fyrirtæki festi svo kaup á Edinborgarstöðinni sem nefnd var Bæjarstöðin í kjölfarið. Norðurgarðurinn svonefndi var byggður árið 1941 og með tilkomu hans varð algjör bylting á allri aðstöðu í höfninni. Bæjarútgerðin, BUH, naut m.a. góðs af honum enda starfsemin nánast á hafnarbakkanum. Henni óx stöðugt fiskur um hrygg og starfsemi hennar tók mikinn kipp um og upp úr 1950. Gerð var uppfylling í sjó fram fyrir framan Vesturgötuna og BÚH byggði þar stórhýsi í tveimur áföng- um. Starfsemin var öflug og veitti fjölda manns vinnu. „Bæjarútgerðin var mjög ráðandi vinnustaður í Hafn- arfirði á sínum velmektarárum,” segir Már. Bæjarútgerðin átti sitt blóma- skeið frá miðjum sjötta áratugnum allt fram undir 1980 er halla tók undan fæti. Fyrirtækið var selt árið 1985 og úr varð Hvaleyri hf. Það fyrirtæki varð ekki mjög langlíft. „Fiskveiðar helsti og fyrir marga sá eini atvinnuvegur” - stiklað á stóru í útgerðarsögu Hafnarfjarðarmeð Má Sveinbjörnssyni hafnarstjóra Dugmiklir athafnamenn Auk BÚH var Tryggvi Ofeigsson með mikla útgerð í kringum togarann Ven- us en flutti starfsemina til Reykjavik- ur í kjölfar átaka við bæjaryfirvöld. Ingólfur Flygenring var einnig farsæll í sinni útgerð og var einn af þeim fyrstu til þess að koma sér upp aðstöðu við fjarðarbotninn. Fram að þeim tíma var Saga Hafnarfjarðar er um margf samofin útgerðarsögu (slendinga. í meira en fjórar aldir hefur gegnt lykilhlutverki sem verslunar- og viðskiptastaður og síðar útgerðarpláss. Sérlega góð hafnarskilyrði urðu til þess að Hafnarfjörður varð aðalhöfn þýskra kaupmanna á 16. öld og fyrri hluta þeirrar sautjándu. Fyrsta tilraun til þilskipaútgerðar á ís- landi var gerð í Hafnarfirði á árunum 1753-1759 á vegum Innréttinga Skúla Magnússonar. En það var þó ekki fyrr en seint á 18. öldinni að útgerð hófst fyrir alvöru frá Hafnarfirði. Þar var frumkvöðullinn Bjarni Sívertsen á ferð. Hann var ekki aðeins stórtækur í útgerð heldur einnig í verslun. Hann var síðar oft nefndur Bjami riddari eft- ir að Danakonungur hafði veitt hon- um aðalstign. Bjami er einnig gjarnan nefndur „faðir Hafnarfjarðar.” Baráttujaxlinn Bjarni Sívertsen „Upphafið að útgerðarsögunni í Hafnarfirði má rekja til þess tíma er Danakonungur veitti Bjama Sívertsen leyfi til þess að sigla með vörur til og frá Danmörku og Englandi. Fiskur var fluttur út og önnur vara inn,” segir Már Sveinbjömsson hafnarstjóri þeirra Hafnfirðinga í samtali við Sjómanna- dagsblaðið. Hann þekkir útgerðarsög- una betur en margur annar þar um slóðir og féllst góðfúslega á að stikla á stóru í henni með okkur. Bjarni var ómenntaður en mikill baráttujaxl og sætti sig illa við að vera kúgaður af dönskum kaup- mönnum. Hann hélt utan og leitaði liðsinnis í Kaup- mannahöfn og varð vel ágengt. Hann gerði t.d. samkomulag við Wolf stór- kaupmann árið 1793 og varð það grunnurinn að verslunarveldi hans. Bjami var einnig stórhuga útgerð- armaður og tók sárt að sjá hversu illa Islendingar nýttu fiskimið sín með þeim skektum sem flestir reru á. Ahugamál hans var að fjölga þilskipum svo hægt væri að sækja lengra eftir fiski, en erlend skip höfðu setið ein að veiðum á djúpsævi. Og Bjami lét ekki þar við sitja held- ur reisti ófullkomna skipasmíðastöð. Fyrsta skipinu var hleypt af stokk- unum árið 1803. Fiskijaktin, en svo voru þessir bátar nefndir, fékk dan- skættaða nafnið Havnefjords Pröven. Svo vel reyndist fleyið að auðsótt var að fá frekari fyrirgreiðslu til uppbygg- ingar skipasmíðastöðvarinnar. Þegar hæst lét gerði Bjami Sívertsen út 10 skip frá Hafnarfirði. Sum voru notuð til siglinga á milli landa, önnur aðeins til veiða á Islandsmiðum. Yfir 300 bátar á sjó Útgerð var meginástæða þess að Hafn- arfjörður byggðist upp og blómgaðist um og upp úr 1800. Síra Síra Arni Helgason lýsir t.d. fiskveiðum með þessum hætti árið 1842: „Fiskveiðar eru hér mest verðar, þær eru helsti og fyrir marga sá eini atvinnuvegur. Fiskimið eru ótöluleg, sem nærri má geta, þegar meira en 300 bátar afla við Hafnarfjörð og leita daglega á fleirum miðum sumir hverjir.” Með ólíkindum þykir að þarna sé vísað til 300 báta, ekki síst í ljósi þess eymdarástands sem ríkti á flestum heimilum á þessum árum. Flest voru þetta tveggja manna för og bátamir voru ekki aðeins frá Hafnarfirði heldur einnig af Alftanesinu og svo einhverjir af Vatnsleysuströnd. Það breytir ekki þeirri staðreynd að fast þeir sóttu sjó- inn þar suðurfrá á þessum árum. Um 1870 urðu nokkur straumhvörf í hafnfirskri útgerð er fleiri og stærri þilskip komu til sögunnar, m.a. fyrir til- stilli Þorsteins Egilssonar kaupmanns, sem í félagi við fleiri keypti skonn- ortuna Rönne árið 1873. Þorsteinn var umsvifamikill í útgerð næsta ald- arfjórðunginn en útgerðarsögu hans lauk er síldveiðiskipið „Blue Bell” sem hann gerði út á þorskveiðar strandaði suður í Garði 1898. Stóra stökkið í útgerðarsögunni varð svo um aldamótin 1900 með upp- hafi togaraaldarinnar. Bresk fyrirtæki voru fyrirferðarmikil og komu sér upp aðstöðu í Hafnarfirði, reistu þar fiskverkunarhús og íbúðarhúsnæði. A meðal þeirra voru Bookless-bræður sem voru m.a. með stóra fiskverkunar- reiti, þar sem þeir þerruðu saltfisk. Skakkaföll í útgerðinni „Þetta voru framsýnir og dugmiklir menn margir hverjir og Islendingar nutu góðs af veru þeirra hér. Þeir tóku m.a. stýrimenn héðan og þjálfuðu þá upp. Þetta varð m.a. undanfari þess að fyrsti íslenski togarinn, Coot, var gerður út frá Hafnarfirði á árnum 1905 -1908. Á með- al eigenda togarans var Ein- ar Þorgilsson, afi núverandi fjármálaráðherra, Áma M. Mathiesen. Einar hóf útgerð 1886 ásamt bróður sínum.” Að sögn Más voru útgerð- arfélög á þessum fyrstu árum togaraaldarinnar æði oft skammlíf en Einar var í hópi þeirra sem sluppu við stór skakkaföll. Þrátt fyrir annálaða höfn var það nú svo að sögn Más, að suðvest- anáttin gerði mönnum oft lífið leitt. Ekkert skjól var fyrir henni nema inn af Fiskakletti, þar sem lengi var vita- stæði. Hafnaraðstöðuna þurfti því að Már Sveinbjörnsson, hafnarstjóri þeirra Hafnfirðinga. bæta verulega og það var gert fyrir tilstuðlan bæjarsjóðs árið 1912 er haf- ist var handa við hafskipabryggjuna svonefndu. Þremur árum áður hafði verið stofnaður hafnarsjóður. Með setningu reglugerðar um höfnina fékk hún tekjur af skipakomum til frekari uppbyggingar- Þann 28. desember 1912 lagðist fyrsta skipið við nýju hafskipabryggj- una. Það hét Sterling. Bryggjan var formlega vígð 16. febrúar, 1913. Gull- foss, flaggskip Hf. Eimskipafélags Is- lands, lagðist í fyrsta sinn að bryggju á íslandi við hafskipabryggjuna í Hafn- arfirði 1915. Bæjarútgerðin sett á stofn Árið 1931 settu Hafnfirðingar á stofn bæjarútgerð. Ástæðan var m.a. slæmt atvinnuástand, þar sem víðar á land- inu. Hugmyndin var annars vegar verkalýðsfélagsins og hins vegar Alþýðuflokksins í bænum. Már segir aðalathafnasvæðið við norðanverða höfnina. Á þessum árum var Julíus Nyborg með geysiöfluga skipasmíða- stöð við höfnina, nánast undan þeim stað er ráðhús bæjarins stendur nú. Starfsmenn hans vildu færa starfsem- ina fyrir fjarðarbotninn en hann vildi hvergi fara. Úr varð skipasmíðastöðin Dröfn sem blómgaðist hratt. Auk þeirra sem að framan er getið og margra annarra hefur Hafnarfjörð- ur fóstrað mörg blómleg útgerðarfyr- irtæki. Á áttunda áratugnum var Jón Gíslason hf. með mjög umfangsmikla útgerð, ein 14 skip, Auðunsbræður gerðu út tvo báta og þá er ógetið um bæði Sjóla, sem er nú með 9 skip að veiðum í Afríku og Stálskip, sem í dag er eina togaraútgerðin með heimahöfn í Hafnarfirði. Heimildir: Saga HafnarfjarSar eftir Sigurð Skúlason, útg. 1933.

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.