Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 11.06.2006, Blaðsíða 6

Sjómannadagsblaðið - 11.06.2006, Blaðsíða 6
Fletti símaskránni til að finna karlmannsnöfn Hafið gefur og hafið tekur og þrátt fyrir að verkefni líðandi stundar séu bæði mörg og spennandi þá megum við ekki gleyma sögunni og því fólki sem lagði grunninn að sjávarútvegi nútímans. Á þessu ári minnist heimsbyggðin þess að 60 ár eru liðin frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Engin stétt á íslandi varð jafn áþreif- anlega vör við stríðið og íslenska sjó- mannastéttin. Talið er að allt að 211 Islendingar hafi látið lífið af völdum styrjaldarinnar, nær allt sjómenn. Framlag íslenskra sjómanna í síðari heimsstyrjöldinni var mjög mikilvægt þar sem fiskflutningarnir voru mik- ilvægir bæði fyrir bandamenn og ís- lenskuþjóðina. Það er erfittað setjasig í spor sjómanna og fjölskyldna þeirra sem lifðu þessa tíma, en okkur er þó öllum ljóst að mikið var lagt á fólkið þar sem hættan á árás vofði alltaf yfir. Hetjuskapur sumra var slíkur að þeir fundu sér nýtt skipspláss og héldu til hafs á ný eftir að hafa orðið skipreka. Islenska þjóðin virðir framlag þessara manna og er þakklát fyrir það. í Fossvogskirkjugarði er minnisvarði sem nefndur er Minningaröldur sjó- mannadagsins. Á þær eru skráð nöfn sjómanna sem hvíla í votri gröf. Til að minnast örlaga allra þeirra sem svo fór fyrir á árum síðari heimsstyrjaldarinn- ar hefur ríkisstjórn íslands ákveðið að tryggt verði að nöfn þeirra allra verði skráð á Minningaröldurnar.” Þessi orð er að finna í ávarpi sem þá- verandi sjávarútvegsráðherra, Árni M. Mathiesen, flutti á sjómannadaginn árið 2005. Leitin umfangsmikil í framhaldi af þessum orðum ráð- herrans var sú ákvörðun tekin í Sjó- mannadagsráði að leggja vinnu í að finna nöfn þeirra manna sem um ræð- ir. Verkefnið var sett í hendur Helgu Jónsdóttur, ritara sjómannadagsráðs. Hún hófst þegar handa og hefur nú á skrá 90 nöfn fólks sem fórst á íslensk- um og erlendum skipum á stríðsárun- um sem bætt verður á Minningaröldur Sjómannadagsins. Á Minningaröld- urnar eru þegar skráð 117 nöfn en líkur eru taldar á að alls hafi yfir 200 íslendingar farist af völdum stríðs á hafi úti. Umfang þessarar leitar Helgu hefur verið meira en nokkurn óraði fyrir, sérstaklega þegar að því kom að leita þeirra sem fórust á erlendum skipum. „Stóra spurningin var náttúrulega sú hvar þessi nöfn væri að finna. Ég hóf leitina með því að skrá alla sjómenn sem fórust á stríðsárunum. Þann lista bar ég svo saman við upp- lýsingar úr sjómannablaðinu Víkingi. Blaðið reyndist frábær heimild, þar sem í því var að finna umfjöllun um nánast hvert einasta íslenskt skip sem fórst á þessum árum.” Heldur áfram svo lengi sem er von Þegar hér var komið sögu hóf Helga að taka saman nöfn þeirra sem fór- ust með erlendum skipum en talið var að þeir væru 17 talsins. Þeirra leitaði hún á vefnum, bæði með því að skoða heimasíður eins og t.d. www.warsai- lors.com og www.memorytower.com og fara í gegnum áhafnaskrár allra skipa sem þar voru skráð. Auk þess setti hún inn fyrirspurnir á spjallvefi um þetta efni. „Þetta var gífurleg handavinna, t.a.m. fann ég nokkra íslendinga með því að fletta íslensku símaskránni og slá öll íslensk karlmannsnöfn sem þar var að finna inn á leitarvél einnar síð- unnar. Þegar maður er orðinn svona niðursokkinn í verkefni þá er í raun ekkert sem stoppar mann. Það er bara haldið áfram svo lengi sem það er von,” segir Helga. Þórarinn Ásgeir Ásgeirsson, sem fædd- ist í desember 1913, er einn þeirra sem lést af völdum stríðsátaka á sjó á erlendu skipi. Svo virðist sem röð til- viljana hafi orðið til þess að hann var á röngum stað á röngum tíma. Gunn- hildur Gunnarsdóttir, systurdóttir Þórarins segir svo frá: „Þórarinn Ásgeir, móðurbróðir minn, var ungur, glæsilegur maður með ævintýraþrá í hjarta. Sem ungur maður fór hann til Danmerkur þar sem tvær föðursystur hans bjuggu. Þar munstraði hann sig á skip sem hann sigldi með til Suður-Ameríku.” Gunnhildur er ekki viss um til hvaða lands var siglt en samkvæmt síðasta bréfinu, sem Þórarinn Ásgeir skrifar og er sent frá Kanaríeyjum, var hann á leið til Buenos Aires í Argentínu. Seinni heimstyrjöldin skall svo á þeg- ar skipið var statt þar og var það kyrr- sett í höfninni í nokkuð langan tíma. Veit að einhverjir eru eftir Eftir leitina á erlendu síðunum var Helga var búin að finna fleiri einstak- hnga en þá sem hún upphaflega var að leita að, þ.e. 23 einstaldinga í stað 17. „Ég veit að það eru einhverjir eftir því það er nánast útilokað að við náum að finna alla. Því miður er það þann- ig. Islendingar voru munstraðir á skip út um allan heim. Töluvert var um að ungir piltar með ævitýrablik í augum Laumast í danskt skip „Þá vildi svo til að í höfnina kom skip, sem líklegast var kanadískt. Þórarinn var þá orðinn ansi leiður á vistinni í kyrrsettu skipinu. Hann tók sig til við annan mann og synti eða reri yfir í skipið. Slíkt athæfi var stórhættulegt því S-Ameríka var hlynnt Þjóðverjum í stríðinu og þeir hefðu getað gold- ið fyrir þetta ævintýri með lífi sínu hefðu þeir náðst. Félagarnir komust um borð í kanadíska skipið með því að klifra upp kaðal sem lá yfir borð- stokkinn. Þeir földu sig um borð í 2-3 daga eða þar til skipið lagði frá. Með því komust þeir til Kanada, þar sem þeir hittu á danskt skip sem var á leið til Danmerkur. Á þeirri siglingu var skipið skotið niður og fórust allir sem um borð voru, að Þórarni Ásgeiri með- töldum. stukku um borð í alls konar skip. Ég fór t.d. yfir Panamaskip og fann þar Islendinga. Ef ég hefði nokkur ár til þessarar vinnu gæti verið að ég fyndi fleiri,” segir Helga. Hún hefur tekið þetta verkefnin að sér með virðing- arblandinni alúð með það að markmiði að láta einskis ófreistað til að heiðra minningu þeirra sjómanna sem fór- ust í síðari heimsstyrjöldinni og hvíla í votri gröf. Hafið tekur Þórarinn er ekki eini ættingi Gunn- hildar sem farist hefur á sjó. Föðurafi hennar fórst með vitaskipinu Hermóði árið 1958 er hann hljóp í skarðið fyrir vélstjóra skipsins sem fór á námskeið. Faðir hennar, Gunnar Guðjónsson, fórst í skútuslysi á aðfangadag 1982 þegar Stormsvalan, 50 feta skúta hans, strandaði á Lönguskerjum þegar verið var að færa hana í shpp. Bróðir Gunnhildar var með í þeirri ferð en hann bjargaðist. „Langafi minn fórst líka í sjó. Amma talaði oft um það að það yrðu þrír ætt- liðir sem færu í sjó og það varð svo,” segir Gunnhildur sem telur að hafið taki ekki fleiri fjölskyldumeðlimi í bráð. Ævintýraþráin reyncflist dýrkeypt

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.