Sjómannadagsblaðið - 11.06.2006, Side 27
27
11. JÚNÍ 2006 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Jördu
Guðfinna Eugenia Magnúsdóttir
hefur dvalið á Hrafnistu í Hafn-
arfirði lengur en flestir. Þangað
kom hún þann sjötta júlí 1982,
fyrir nærri 24 árum. Guðfinna er
fædd í október árið 1921 og og
er því á 85. aldursári.
Guðfinna á við lömun að stríða en
lætur það ekki aftra sér frá því að taka
þátt í félagslífinu á Hrafnistu. Þar sit-
ur hún við og málar hvert málverkið
af öðru, þótt hún geti aðeins hreyft
aðra höndina. En þá hönd notar hún
óspart, bæði við að stjórna hjólastóln-
um þegar hún ferðast um bygginguna
og þegar hún dansar í stólnum á
Hrafnistuböllunum, því hún segist
vilja taka þátt í flestu sem boðið er
uppá á Hrafnistu.
„Ég vorkenni gömlu fólki sem heima
hjá sér og nýtur þess ekki sem er í boði
hér á Hrafnistu. Ég tek bæði þátt í
bolta- og hringjakasti, nýt þess hesta
í mat og drykk og mála hverja stund
þegar það er í boði,” segir Guðfinna. A
Hrafnistu í Hafnarfirði er boðið upp
á málun aðra hverja viku. Guðfinna
mætir strax þegar föndurstofan opnar
á morgnana og hún rétt tekur sér hlé
til þess að borða hádegismatinn. Hún
segist sleppa því að fá sér lúr eftir
hádegismatinn þá daga sem hún er að
mála, „því ég verð að nýta tímann vel
í þessu himnaríki sem ég bý í núna,”
segir Guðfinna.
Sendum íslenskum sjómönnum
árnaðaróskir á hátíðisdegi þeirra
l/O FRYSTIKERFI ehf
V^Ó RÁÐGJfiF
ÞJÓNUSTAN
ehf
GÓLFBÚNAÐUR
KJARAN EHF • SÍÐUMÚLI 14 • 108 REYK
SÍMAR 510 5510 • 510 5500
kjaran.is
Hagkvæmni
og tímasparnaður
ESSO aðföng bjóða allar helstu rekstrarvörur
fyrir fiskvinnslu og sjávarútvegsfyrirtæki. Með
einu símtali getur þú pantað allar rekstrarvörur
sem þú þarft hjá reynslumiklu fagfólki. Hringdu í
þjónustuver ESSO f sima 560 3400.
Olíufélagið ehf. i Suðurlandsbraut 18 i Pjónustuver s. 560 3400 i www.esso.is
aðföng
r