Sjómannadagsblaðið - 11.06.2006, Side 28
28
SJÓMANNADAGSBiAÐtÐ 11 ■ JMNÍ 2006
1
Mikil uppbygging
og nýjar sumar-
bústaðalóðir
í Hraunborgum
Síðasta sumar var heilmikil uppbygging á orlofssvæði sjómanna í
Hraunborgum í Grímsnesi. Reyndar er töluvert viðhald og nokkur
uppbygging á svæðinu á hverju ári, enda svæðið vinsælt og fólk
gerir kröfur um góðan aðbúnað á sumarbústaðasvæðum, segir
Ásgeir S. Ingvason, framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs.
Töluverðar endurbætur voru gerðar
á þjónustumiðstöðinni á síðasta ári,
segir Asgeir og bætir því við að bað-
aðstaðan við sturtuklefa sundlaug-
arinnar hafi verið endumýjuð að
miklu leyti, en sundlaugin hefur notið
mikilla vinsælda frá því hún var tekin
í notkun árið 1988. Við hana em þrír
heitir pottar og eimbað.
Einnig hefur töluvert verið unnið
að vegagerð á svæðinu og við munum
halda því áfram. Einnig er stefnt að
breytingum hvað varðar innakstur á
svæðið. Nú er ekið inn á orlofssvæð-
ið frá Kiðjabergsvegi en stefnt er að
því að leggja nýjan veg inn á svæðið
frá Biskupstungnabraut. Það styttir
vegalengdina frá höfuðborgarsvæðinu
um 3-4 kilómetra, segir Ásgeir.
Síðasta vor hófst úthlutun nýrra
leigulóða á 120 lóða svæði sem verð-
ur tekið i notkun í áföngum næstu
árin. Alls var úthlutað 18 lóðum við
Asparvík, fyrstu götuna í hverfinu.
Næst verður 27 lóðum úthlutað við
tvær götur, Bakkavík og Hofsvik.
Hver lóð er 5.100 fm með aðgangi að
heitu og köldu vatni sem lagt er að
lóðarmörkum. Götumar í nýja hverf-
inu bera nöfn frá víkum og vogum við
höfuðborgarsvæðið, frá Hafnarfirði
og upp að Kjalamesi, enda starfar Sjó-
mannadagsráð á öllu því svæði, segir
Ásgeir.
Auk sumarbústaðanna er vinsælt
tjaldsvæði á Hraunborgarsvæðinu. Þar
er góð aðstaða fyrir tjöld, tjaldvagna
og hjólhýsi. Við tjaldsvæðið er góð
snyrtiaðstaða með heitu og köldu
vatni. Þetta svæði hefur verið sérlega
vinsælt meðal hópa og starfsmanna-
félaga, auk þess sem þar eru árlega
haldin ófá ættarmót, segirÁsgeir.
Upplýsingar um lausar sumarbú-
staðalóðir og aðstöðuna í Hraunborg-
um fást hjá félagsheimili sjómanna í
Hraunborgum í síma 486-4414, hjá
Sjómannadagsráði í síma 585-9301 og
á vef Sjómannadagsráðs, www.sjom-
annadagsrad.is.
Sjálfvirk hjartastuðtæki sem eru
einföld og þægileg í notkun.
Hafðu samband og við veitum
þér frekari upplýsingar.
Verð 229.000.-
AC
A.KARLSSON
SÍÐAN 1975
Brauiarhotti 28 • 105 Reykjavtk • Simi 5 600 900 ■ Fax 5 600 901
www.akarlsson.is • ak@akarlsson.ís
Syngur og tjúttar
sem aldrei fyrr
Ragnar Jónsson, heimilismaður á
Hrafnistu í Hafnarfirði, segir það
miklu meira en fullt starf að taka þátt
í öllu félagslífinu sem þar er í boði.
„Það er með ólíkindum hversu mik-
ið er gert fyrir okkur hérna á Hrafn-
istu. Eg hef alltaf haft afskaplega gam-
an bæði af söng og dansi, enda var ég
kallaður Raggi tjútt á yngri árum og
hér syng ég og tjútta sem aldrei fyrr.
Hrafnistuböllin eru mikil skemmtun,”
segir Ragnar sem einnig tekur virk-
an þátt í starfi hins landsfræga kórs
Hrafnistu.
„ Já, hér á Hrafnistu er mikið sungið
og gleðin er hér í hávegum höfð. Það
er ljóst að þeir sem flytjast inn á heim-
ili eins og þetta þurfa ekki að kvíða eH-
inni. Eg viðurkenni það reyndar að ég
kveið því sjálfur, en það var áður en ég
komst að því að Hrafnista er félags- og
tómstundaheimili frekar en elliheim-
ili,” segir Ragnar.
Auk þess að syngja og tjútta keppir
hann í pílukasti á hverjum þriðjudegi,
„og svo er púttvöllurinn okkar alveg
frábær. Það er mikil skemmtun fólg-
in í þvi að fara á púttvöUinn og það
er mikil skemmtun fyrir þá sem ekki
pútta að fylgjast með tilburðunum hjá
okkur, sem oft geta verið ansi skraut-
legir,” segir þessi lífsglaði maður.
Með
En fegurst er hafiö um heiöa morgunstund,
er himinninn speglast blár í djúpum álum,
og árroöabliki bregöur um vog og sund,
og bárur vagga, kvikar af fleygum sálum,
Sjómannadagskveðju! en ströndin glóir, stuðluð og mikilleit,
og storkar sinu mikla örlagahafi.
Þá er ems og guö sé aö gefa oss fyrirheit
. og geislum himins upp úr djúpinu stafi.
IMAúSPl
ö*\