Sjómannadagsblaðið - 11.06.2006, Qupperneq 10
10
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 11.JÚNI2006
L »«»
„Minningaröldur sjómannadagsins
heitir minnisvarði sem sjómannadag-
urinn í Reykjavík og Hafnarfirði hefur
reist vestan Fossvogskirkju við hlið
minnisvarðans um óþekkta sjómann-
inn. Hann er gerður úr tilsöguðum
grásteini og myndar fjórar öldur. Á
sléttum flötum Minningaraldanna
verður komið fyrir nöfnum sjómanna
og sæfarenda sem drukknað hafa og
ekki fundist né komist f vigða mold.
Á hverjum sjómannadegi er lagður
blómsveigur á leiðí óþekkta sjó-
mannsins. En það svarar ekki öllum
viðhorfum sem uppi kunna að vera.
Guðmundur Hallvarðsson formaður
sjómannadagsráðs hefur greint frá
því að til hans hafi komið ættingjar
nafngreindra sjómanna sem farist
hafa og spurt: Hvar og hvernig geta
aðstandendur minnst þeirra sem í
hinni votu gröf hvila? Minningaröldur
sjómannadagsins eru svar við spurn-
ingum af þessu tagi.
Á sjómannadaginn síðasta, 6. júní
1996, voru Minningaröldurnar vígðar
við hátíðlega athöfn. Letruð eru á
minnisvarðann nöfn 12 skipverja
sem fórust með vitaskipinu Hermóði
18. febrúar 1959 og 2 sjómanna er
fórust með mb. Pólstjörnunni ST-33,
17. desember 1977. Á stalli Mínning-
aralda sjómannadagsins er áletrun úr
Gamla testamentinu, Jesaja spá-
manni, 43. kafla, 1. versi: „Nú segir
Drottinn svo, sá er skóp þig: Óttast
þú eigi, því að ég frelsa þig með
nafni, þú ert minn.”
Aðstandendur, ættingjar og útgerðir
geta óskað eftir því að nöfn sjó-
manna verði letruð á minnisvarðann.
Stjórn Sjómannadagsins í Reykjavík
og Hafnarfirði veitir gegn gjaldi
heimiid til skráningar í samræmi við
reglugerð um Minningaröldur sjó-
mannadagsins sem staðfest var 18.
júní 1996.”
Úr Bautasteini, 1. tbl. 1996
Ný nöfn sem fara á Minningaröldurnar
samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar ísiands.
Bisp
22. janúar 1940
Guðmundur Eiríksson
f. 30.5.1919
Þórarinn S. Thorlacius Magnússon
f. 27.11. 1906
Haraldur Bjarnfreðsson
f. 23.12. 1918
Fredensborg
1. febrúar 1940
RobertBender f. 9.7.1909
Ss. Bellona II
8. október 1940
Bergsteinn Sigurðsson f. 7.9.1892
Bv. Bragi
30. október 1940
Viðbót við nöfn skipverja sem
þegar eru á Minningaröldunni
ingvarÁgúst Bjarnason, skipstjóri
f. 3.8. 1892
IngvarJúlíus Guðmundsson,
2. vélstjórif. 26.7. 1898
Ingimar Sölvason, loftskeytamaður
f. 20.12. 1910
Þorbjörn Björnsson, matsveinn
f. 11.10. 1902
Lárus Guðnason, hásetif. 16.7. 1895
Ingimar Kristinsson, hásetif. 6.3. 1900
Mb. Olga
7. mars 1941
Sigurður Bjarnason, háseti f. 17.9. 1918
Fróði
11. mars 1941
GunnarÁrnason, skipstjórif. 4.7. 1907
Sigurður V. Jörundsson, stýrimaður
f. 30.3. 1917
Steinþór Árnason, hásetif. 22.8. 1902
Guðmundur Stefánsson, hásetif. 2.5. 1917
Gísli Guðmundsson, hásetif. 7.4. 1906
Lv. Pétursey
11. mars 1941
Viðbót við nöfn skipverja sem
þegar eru á Minningaröldunni
Guðjón Vigfússon 1. vélstjórif. 28.6. 1898
Sigurður Jónsson, 2. vélstjórif. 10.7. 1888
Kristján Kristjánsson, kyndari f. 12.8. 1911
Borgund
25. mars 1941
Viðbót við nöfn skipverja sem
þegar eru á Minningaröldunni
Magnús Brynjólfsson, háseti, 18.7. 1903
Mb. Hólmsteinn
30. maí 1941
Ásgeir Sigurðsson f. 29.11.1920
Helgi Jóhannesson f. 21.7. 1918
GuðmundurF. Kristjánsson f. 4.12. 1919
Níels Guðmundsson f. 1.1. 1918
Sessa
17. ágúst 1941
Þorvaldur Aðils f. 20.3. 1907
Steinþór Wendel Jónsson f. 1.6. 1921
Bv. Jarlinn
September 1941
Viðbót við nöfn skipverja sem
þegar eru á Minningaröldunni
Guðmundur Matthíasson Thordarson,
stýrimaðurf. 26.1. 1904
Eyjólfur Björnsson, 1. vélstjórif. 23.2. 1883
Jóhann Sigurjónsson, 2. vélstjórif. 12.2. 1897
Dúi Guðmundsson, kyndarif. 4.2. 1901
Halldór Björnsson, matsveinn f. 20.2. 1920
Konráð Ásgeirsson, hásetif. 22.7. 1912
Ragnar Guðmundsson, háseti f. 13.8. 1911
Sveinbjörn Jóelsson, háseti f. 23.11.1923