Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 11.06.2006, Síða 26

Sjómannadagsblaðið - 11.06.2006, Síða 26
NÝKYNSLftO IISIÍSKERM Með náttúrulegrí bakteríuuörn Multi-Ice Fjölískerfi er miklu meira en bara ís ! 100% vistvœn og örugg heildarlausn sem eykur verðmœti úr sjó. STG FJÖLÍSKERFI MULTI-ICE / Xynex á islandí S(mi 587 6005 Fax 587 6004 stg@stg.is www.stg.is Heildarlausn i forkælingu, ísun og anknn hreiniæti! Ný og glæsileg hönnun STG Multi-lce Fjölískerfa hentar í alla forkælingu og ísun á fersku hráefni og stenst íslenskar aðstæður. Það tryggir ávallt bestu mögulegu kælingu á fersku hráefni. Mikil vinnuhagræðing og Fjölísblöndu á dag. hraðari niðurkæling eykur geymsluþol á ferskum fiski í allt að 2-3 vikur við -0° til -0,5°C kjörhitastig. 100% náttúruleg og örugg bakteríuvörn tryggir og viðheldur hreinlæti og verðmæti allt vinnsluferlið frá upphafi veiða til loka vinnslunnar. Enginn f iskíbátur er of lítill - Ekkert veiðiskip er of stórt! Multi-lce Fjölískerfið hefur verið í fararbroddi allt frá 1999 í bættri kælingu, meðhöndlun og auknum gæðum á hráefni úr sjó. STG/MI-1002 . Mini 45 kg / Afköst 0,5-2,5t af 10-40% isblöndu á sólarhring. Þorsteinn Athursson, vélstjóri hjá Actavis, segir breytingar á störfum vélstjóra hafa verið gífurlegar frá því hann hóf störf. Heill heimur atvi n n utækifæra Þorsteinn Arthursson vélfræðingur fór ungur í Vélskólann sem í dag heitir Fjöltækniskólinn, með það fyrir augum að starfa sem vélstjóri til sjós. Þegar upp var staðið hefur sú aldeilis ekki orðið raunin því megnið af starfsævinni hefur hann verið í landi og unnið þar fjölbreytt störf. Námið í vélvirkjun hefur nýst honum víða. „Ég var aðeins á sjó í tvö ár eftir nám- ið í Vélskólanum og hef varla migið í saltan sjó síðan,” segir Þorsteinn. „Nú starfa ég hjá mjög framsæknu fyr- irtæki, Actavis, og er búinn að vera þar í tæp fimm ár.” Gjörólíkur heimur Heill heimur atvinnutækifæra bíður útskrifaðra vélfræðinga, bæði á landi og á sjó. Þorsteinn segir breytingar á störfum vélststjóra hafa verið gífurleg- ar frá því hann hóf störf, sérstaklega eftir að tölvurnar komu til sögunnar. Vélfræðinga má finna ótrúlega víða; í virkjunum, á sjó og ekki síst í fram- leiðsluiðnaði. Þorsteinn hefur t.a.m. tekið þátt í framleiðslu á áburði, kís- ilgúr og nú lyfjum. „Starf mitt hjá Actavis er ekki lík- amlega erfitt og vinnuumhverfið hefur breyst mikið. Hreinlæti er í hávegum haft og sem dæmi má nefna að í vinnunni er ég klæddur eins og læknir á skurðstofu. Snyrtimennskan er töluvert meiri en er að finna ofan í vélarrúmi skips. Þessi heimur er gjörólíkur öllu öðru sem maður kem- ur nálægt, ég er að eiga við vélar sem eiga sér ekki hliðstæðu í öðrum fram- leiðslugreinum.” Hjá Actavis starfa milli fimm og tíu vélfræðingar í ýmsum störfum, sem tæknimenn, við almennar viðgerðir og keyrslu á vélum. „Mitt starf byggist nú orðið mikið á pappírsvinnu þar sem ég sé um rekstur á minni vakt. Ekki gerði ég mér grein fyrir að ég myndi leiðast inn á þessa braut þegar ég hóf námið í Vélskólanum.” Þorsteinn segir gaman að takast á við nýja hluti og er duglegur að sækja námskeið, flest hver innan þess fyr- irtækis sem hann vinnur hjá. „Ég hef farið á 15 námskeið frá áramótum, flest starfstengd. Það segir sína sögu um hversu örar breytingarnar eru og hversu duglegur maður verður að vera til að fylgjast með.” Námið í Fjöltækniskólanum er bæði bóklegt og verklegt og því nokk- uð langt eða um fimm ár. Verklegi hlutinn er tekinn á sjó auk þess sem nemendur þurfa starfsreynslu úr vél- smiðju. Þorsteinnn segir nýútskrifaða vélfræðinga ótrúlega öfluga enda skól- inn fyrsta flokks. „Þeir eru með sama grunn og hinir sem eldri eru en heilmikið því til við- bótar, svo sem mikla þekkingu á tölv- ur. En við þessir gömlu verðum allir að halda í við tæknina og því er unnið gríðarlega öflugt starf í endurmennt- un á vegum Véístjórafélagsins. Ég hef reyndar ekki verið nægilega duglegur að sækja þau námskeið enda nóg um slíkt á vinnustaðnum,” segir Þorsteinn og hlær. Rétta þarf kynjahlutfallið Þegar hann er inntur eftir því hvort margar konur hafi lokið vélstjóranámi segir hann svo ekki vera og telur ástæðurnar fyrir því margvíslegar. „Ekki síst ber að nefna að þegar vél- stjóranámið leiddi nær yfirleitt til vinnu til sjós hentaði það ekki konum. Þeir sem sækja í námið eru líka flestir það sem maður myndi kalla fiktarar og ég held að konur séu færri í þeim hópi. Reyndar hafa komið upp hugmyndir um að greinaskipta náminu þannig að fólk geti sérhæft sig sem vélfræðinga á sjó eða á landi. Það myndi ef til vill rétta kynjahlutfallið.” Sendum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir á hátíðisdegi þeirra

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.