Sjómannadagsblaðið - 11.06.2006, Qupperneq 22
22
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 11. JÚNÍ 2006
Spennandi tímar hjá gæslunni
Árið 2006 er merkilegt ár í sögu Landhelgisgæslu íslands. Þann 1. júní síðastliðinn voru 30 ár liðin frá
því samningar náðust við Breta um viðurkenningu á 200 mílna fiskveiðilögsögu við ísland. Hatrammar
deilur og átök einkenndu aðdraganda samninganna og um tíma sleit ísland stjórnmálasambandi við
Bretland. Framganga Landhelgisgæslunnar í þessu síðasta þorskastríði vakti athygli víða um lönd.
Þann 1. Júlí næstkomandi fagnar Landhelgisgæslan 80 ára afmæli sínu. Saga hennar er reyndar örlítið
lengri, þótt formlegur stofndagur Landhelgisgæslunnar hafi verið 1. júlí 1926.
Upphaf gæslu íslensku landhelginn-
ar má rekja til þess þegar danska ut-
anríkisráðuneytið fór þess á leit við
flotamálaráðuneytið að herskip yrði
sent til íslands árið 1859. Hingað kom
korvettan Ömen og skipherrann fékk
þau fyrirmæli að halda.útlendum fiski-
mönnum fyrir utan landhelgina, sem
þá var fjórar sjómílur.
Fallbyssa var sett um borð í fyrsta
íslenska varðskipið árið 1924. Þá var
27 mm byssa sett á togarann Þór sem
þá var kominn undir stjóm dóms-
málaráðuneytisins. Fyrsta varðskipið
sem smíðað var fyrir íslendinga kom
til hafnar 23. júní 1926 og hlaut það
nafnið Óðinn.
Miklar breytingar framundan
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Land-
helgisgæslunnar, segir gæsluna standa
frammi fyrir miklum breytingum um
þessar mundir, „væntanlega mestu
breytingum sem Landhelgisgæslan
hefur gengið í gegnum a.m.k. frá árum
þorskastríðanna, bæði hvað varðar
verkefni og tækjakost.
Þjónustusvæði Landhelgisgæsl-
unnar er gríðarlega umfangsmikið.
Efnahagslögsaga okkar er 758 þúsund
ferkílómetrar og björgunarsvæði okk-
ar meira en helmingi stærra, eða um
1,8 milljónir ferkílómetra. Þetta svæði
er stór hluti N-Atlantshafsins. Til þess
að sinna hlutverki okkar þurfum við á
góðum tækjakosti að halda og framtíð-
in er björt hvað það varðar, því Björn
Bjamason dómsmálaráðherra hefur
hrundið í framkvæmd mestu úrbót-
um á tækjakosti og endurskipulagn-
ingu Landhelgisgæslunnar í marga
áratugi,” segir Georg. „Búið er að end-
urbyggja varðskipið Ægi og verið er
að endurbyggja Tý. Búið er að bjóða
út smíði á afkastamiklu fjölnota varð-
skipi og ákveðið hefur verið að ráðast
í kaup á öflugri björgunar og eftirlits-
flugvél, auk endumýjunar og rúmlega
tvöföldunar á þyrlukosti Landhelg-
isgæslunnar sem mikið hefur verið
fjallað um eftir að ljóst var að herinn
væri að yfirgefa okkur.
Siglingar um íslensku efnahagslög-
söguna hafa aukist umtalsvert „og þær
munu aukast verulega á næstu árum,”
segir Georg. „Því er spáð að siglingar
um lögsöguna komi til með að marg-
faldast á næstu 15 árum. Aukningin
verður ekki síst norðan við landið, ef
spár um hlýnun og bráðnun hafíss
ganga eftir. Það er því ljóst að eftirlits-
hlutverk Landhelgisgæslunnar mun
verða afar mikið og stóraukast í náinni
framtíð. Við verðum að geta fylgst vel
með allri þessari umferð og vita hvaða
skip þetta eru, hvert þau eru að fara
og hver farmur þeirra er, gripið inn
í stjómun og komið til aðstoðar og
björgunar, svo eitthvað sé nefnt. Hlut-
verk okkar er einnig að vernda lífríki
hafsins, auðlindina, í kringum landið
og því er öflugt eftirlit nauðsynlegt
ef koma á í veg fyrir losun mengandi
útgangs þessara skipa innan lögsögu
okkar.
Umfangsmikið fjareftirlit
Það er ljóst að virkt eftirlit með sigl-
ingum innan lögsögu landsins verður
ekki byggt upp nema með fjareftirliti
og á þeim vettvangi stöndum við
Islendingar framar flestum þjóðum.
Nefna má nefna að starfsmaður Land-
helgisgæslunnar, Gylfi Geirsson, mun
starfa yfir Sameinuðu þjóðimar um
tveggja ára skeið til þess að byggja
upp fjareftirlit með skipum um allan
heim.” segir Georg.
Fjareftirlitið byggist á búnaði sem
Alþjóðlega siglingamálastofnuninn er
búin að samþykkja og þegar er kominn
í flest skip yfir ákveðinni stærð. „Þessi
búnaður sendir stöðugt frá sér upplýs-
ingar, til dæmis um siglingaleið, farm
og ákvörðunarstað. En fjareftirlitið
dugar aldrei eitt og sér. Við verðum
að geta farið um borð í skip til nánara
eftirlits sé ástæða til. Góð eftirlits-
flugvél er einnig nauðsynleg til þess
að við getum fylgst vel með svæðinu,
ekki síst með tilliti til mengunar. En
nú er kominn fram öflugur tækjabún-
aður sem mælir mengun í töluverðri
fjarlægð og mælir um leið umfang
hennar, bæði á yfirborðinu og hversu
djúpt hún nær, auk þess að geta i viss-
um tilvikum greint hvaða efni það eru
sem lekið hafa, eða losuð hafa verið í
hafið.
Þótt tækninni fleygi fram er ljóst
að Landhelgisgæslan getur ekki sinnt
þessu eftirlitshlutverki ein og sér. Þess
vegna kemur til mikilvægt samstarf
Gæslunnar við aðrar stofnanir, svo
sem Hafró, Fiskistofu, Siglingastofn-
un og lögreglu, auk þess sem samstarf
okkar við nágrannaþjóðirnar hefur
aukist verulega,” segir Georg. „Það
er mikilvægt að við udnirbúum okk-
ur vel fyrir þessa auknu skipaumferð
og stjórnvöld eru meðvituð um það.
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra
telur nauðsynlegt að efla samstarf
þjóða og samráð um öryggi í siglinum
á Norður-Atlantshafinu og eftirliti
með þeim. Þess vegna hefur hann
þegar hafið undirbúning á alþjóðlegri
ráðstefu um þessi mál sem halda á
hér á landi. A ráðstefnunni verður
væntanlega ekki eingöngu fjallað um
öryggismál og eftirlit á hafsvæðinu,
heldur einnig hvernig íslendingar geta
nýtt sér þessa auknu skipaumferð
t.a.m. ef Island yrði umskipunarhöfn
fyrir varning og hugsanlega olíu og gas
að einhverju leyti frá norðurslóðum og
Rússlandi, svo eitthvað sé nefnt.”
Fjareftirlitið er ekki eina verkefnið
á alþjóðavettvangi sem starfsmenn
Landhelgisgæslunnar koma að. Starfs-
menn sprengjusveitar Gæslunnar hafa
getið sér gott orð við sprengjueyðingu
og hafa starfað við friðargæslu víða um
lönd, mest í samvinnu við danska her-
inn. „Sveitin var stofnuð á sínum tíma
til þess að eyða sprengjum og tund-
urduflum úr stríðinu, sem mikið var
af í hafinu umhverfis landið og und-
anfarin ár sinntum við allri sprengju-
eyðingu fyrir bandaríska herinn hér á
landi. Hér var því mikil sérhæfing sem
nýtt hefur verið til góðra verka víða
um lönd.”
Leiguþyrlur í stað herþyrlna
Mikið hefur verið fjallað um þyrlukost
Landhelgisgæslunnar eftir að ljóst var
að bandaríski herinn færi héðan á brott
með allt sitt lið, þar á meðal björgunar-
þyrlurnar sem oft hafa reynst okkur
vel á ögurstundu. „Nú tel ég að komin
sé góð lausn á þessu máli. Að tilstuðlan
dómsmálaráðherra hefur ríkisstjómin
ákveðið að leigja tvær öflugar þyrlur
hingað til lands og þær fylla fullkom-
lega það skarð sem herþyrlunar skilja
eftir sig og meira en það. Eg tel okkur
betur setta með þessar tvær viðbót-
arþyrlur, þar sem þyrlurnar verða þá
allar undir okkar yfirráðum og stjórn
og þá um leið ávallt til taks fyrir okkur
og ekki bundnar í öðrum verkefnum
eins og kom fyrir með þyrlur hersins.
Með því að hafa yfir fjórum þyrlum að
ráða er líka auðveldara að skipuleggja
starfsemi þyrlusveitarinnar, til dæmis
þannig að aldrei sé nema ein þyrla í
senn upptekin vegna eðlilegs viðhalds
og lögbundinna skoðana.”
Þyrlurnar gegna mikilvægu hlut-
verki varðandi leit og björgun hér á
landi og því mikilvægt að þær séu
ávallt tiltækar og fljótar á slysstað. Af
og til heyrast þær raddir að rétt sé að
dreifa þyrlukostinum um landið, hafa
tvær bækistöðvar fyrir þyrlurnar, eða
jafnvel þyrlu í hverjum landsfjórð-
ungi. Georg segir það vera ákvörðun
stjórnvalda hvar þyrlurnar verði stað-
settar og hvort þeim verði í framtíð-
inni dreift um landið.
„En við verðum að gera okkur grein
fyrir því að það er mun einfaldara að
hafa þyrlurnar allar á einum stað. I
því sambandi má nefna hagkvæmni
og samlegðaráhrif þess að hafa fleiri
en eina þyrlu á sama stað. Til þess
að halda úti einni þyrlu sem ávallt er
tilbúinn til flugtaks þarf til dæmis
a.m.k. 15 til 20 sérhæfða starfsmenn.
Þessi mannskapur nýtist mun betur
ef fleiri en ein þyrla eru saman og þá
verða starfsmennirnir einnig hlut-
fallslega færri, þótt 15 manns þurfi til
að þjóna einni þyrlu þarf ekki að bæta
nema tíu manns við hópinn þótt þyrl-
urnar væru þrjár, svo dæmi sé tekið,”
segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri
Landhelgisgæslu íslands sem sér fram
á spennandi tíma á næstu árum.