Faxi - 2020, Blaðsíða 10
10 FAXI
Ásgeir Eiríksson
bæjarstjóri í Vogum
1. Stærstu áhrifin hafa verið á starfsemi
ýmissa stofnana sveitarfélagsins, þar sem
beita hefur þurft takmörkunum í samráði
við tilmæli sóttvarnarlæknis og almanna-
varna, ásamt reglugerðum heilbrigðisráð-
herra. Í fyrstu bylgju faraldursins voru
takmarkanir á skólastarfi, lokun á íþrótta-
miðstöð o.fl. Nú í þriðju bylgju faraldursins
hafa takmarkanirnar minni áhrif, einkum á
skólana.
2. Að takast á við breyttan veruleika í
daglegu lífi, sem og hið aukna atvinnuleysi
sem hefur fylgt faraldrinum, hafa verið
stærstu áskoranirnar fyrir íbúa.
3. Við höfum fyrst og fremst reynt að
standa vörð um grunnþjónustu sveitarfélagsins,
einkum þá sem snýr að börnum og ungmenn-
um.
4. Já, ekki nokkur vafi í mínum huga að
breytingar verði á vinnulagi til framtíðar.
Nú þegar hefur starfsfólk sveitarfélagsins
tileinkað sér ýmsar tæknilegar lausnir og
úrræði sem til staðar eru. Ég er þess fullviss
að margir munu sjá sér hag í að nýta sér
það jákvæða úr þessari reynslu eftir að lífið
færist aftur í eðlilegt horf. Áhrifin verða án
efa mest á fundi og skipulag þeirra, með því
að nýta fjarfundatæknina er unnt að draga
umtalsvert úr ferðum og með því móti hafa
jákvæð áhrif á umhverfið.
5. Rekstrarstaða sveitarfélagsins er erfið,
bæði árið 2020 og fyrirséð að hún verði
einnig erfið árið 2021. Það mun taka okkur
langan tíma að vinna okkur út úr þeim
erfiðleikum sem að okkur steðja, einkum
hið mikla tekjutap sem sveitarsjóður verður
fyrir í tengslum við afleiðingar faraldursins.
Við erum þess þó fullviss að batinn mun
koma, en gerum okkur jafnframt grein fyrir
að það mun taka okkur talsverðan tíma að
ná fyrri styrkleika.
6. Fátt er svo með öllu illt að ei boði
gott. Það má draga margvíslegan lærdóm
af áhrifum faraldursins, ekki síst finnst
mér jákvætt hversu vel starfsmenn sveitar-
félagsins og íbúar hafa staðið vel saman í
þessum þrengingum. Það hefur ríkt góður
skilningur á þeim ráðstöfunum sem grípa
hefur þurft til, og allir hafa lagst á eitt um
að standa saman. Þegar faraldurinn er yfir-
staðinn og lífið kemst aftur í eðlilegt horf er
mikilvægt að staldra við, fara yfir hvernig til
tókst og hvaða lærdóm má draga af reynsl-
unni. Það munum við örugglega gera.
1. Hver hafa stærstu áhrifin af Covid 19 verið á þitt bæjarfélag?
2. Hverjar hafa verið stærstu áskoranirnar fyrir íbúa?
3. Hvaða viðspyrnu hafið þitt veitt til að dempa áhrifin?
4. Telur þú að kórónuveirufaraldurinn muni hafa veruleg áhrif á vinnulag
til framtíðar, jafnt í stjórnsýslunni sem hjá fyrirtækjum í bænum?
5. Nú þegar glittir í 2021 hvernig sérðu stöðu þíns bæjarfélags
í skugga heimsfaraldurs á nýju ári?
6. Hvaða lærdóm má draga af áhrifum faraldins?
Kannski einhvern jákvæðan? ?
Ljósm. Markaðsstofa Reykjaness