Faxi

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Faxi - 2020, Qupperneq 15

Faxi - 2020, Qupperneq 15
FAXI 15 Erlingsdóttir, Júlíus Óttar Björgvinsson og Jóhann Hallur Jónsson, öll hjá Orgelsmiðju Björgvins Tómassonar og Grétar Rein- harðsson rafvirki hjá Nesraf. Um gyllingu framhliðar sá Sigmar Vilhelmsson málari. Það má heyra á máli Arnórs að með nýju orgeli opnast margir möguleikar sem hann er spenntur að leyfa söfnuðinum að heyra. Nýja orgelið er 20 radda og hefur fengið principal 8 sem þýðir að hljómur hljóð- færisins hefur aukist til muna, en principal röddin er grunnrödd hljóðfærisins. Þá hefur bæst við fagott 16´ rödd í nokkurs konar bassaboxi sem útbúið var í ónýttu rými á kirkjuloftinu, sem gefur möguleika á skemmtilegri nýbreytni. Þá segir Arnór góða viðbót að fá raddirnar gamba 8` og vox coelestis 8` sem gefa honum færi á að búa til óræða stemmningu en henti auk þess sérstaklega vel í kyrrðarstundum. Bluetooth takkinn á orgelinu gerir það einnig að verkum að organistinn er ekki lengur háður nótum á blaði, heldur getur beintengt sig við spjaldtölvu. Snjalltæknin er einnig nýtt á auka spilaborði sem sett hefur verið framan við söfnuðinn, sem gefur tækifæri á annars konar nýtingu orgelsins en áður hefur þekkst. Þegar Keflavíkurkirkja var reist á árunum 1914 – 1915 færði kvenfélagið Freyja kirkjunni nýtt harmóníum-orgel, en konur í Freyju unnu mikið og óeigingjarnt starf í þágu kirkjunnar. Ein Freyjukvenna var Marta Valgerður Jónsdóttir Hún sendi sóknarnefnd Keflavíkurkirkju bréf 31. janúar 1915 þar sem hún býðst til þess að spila „í hinni nýju kirkju endurgjaldslaust í vetur,“ eins og fram kemur í afmælisriti Keflavíkurkirkju. Sóknarnefnd þáði boð Mörtu og varð hún þar með fyrsti organisti Keflavíkur- kirkju. Friðrik Þorsteinsson tók við starfi organista af Mörtu Valgerði. Þegar hann hafði gegnt starfinu í fimm ár var harmóníum-orgelið sem Freyjurnar gáfu selt og annað nýtt og stærra keypt í kirkjuna árið 1923. Í sögu Keflavíkurkirkju 1915 – 1985 eru tilgátur um að Friðrik hafi haft áhrif á að nýtt orgel yrði keypt. Enn var komið að endurnýjun orgels árið 1952. Þá var keypt ensk rafmagnsorgel sem vígt var á síðasta degi ársins 1952. Nýja orgelið bauð upp á margfalt meiri möguleika en gamla harmóní- um-orgelið, enda rafmagns, hafði tvö spilaborð og pedal og var 11 radda. Geir Þórarinsson tók við organistastarfinu í Keflavíkurkirkju af Friðrik árið 1964. Geir hafði þá verið organisti í Njarðvíkurkirkju frá 1960 og var að hans undirlagi pantað pípuorgel í kirkjuna frá Walcker-orgelverksmiðjunni í Vestur-Þýskalandi og það sett upp árið 1963. Þegar kom svo að breytingum og stækkun Keflavíkur- kirkju var gert ráð fyrir pípuorgeli í hana. Fyrir valinu varð 16 radda pípuorgel frá sama framleiðanda og Njarðvíkurkirkja hafði átt viðskipti við stuttu áður, einnig með tvö spilaborð og pedal. Hljóðfærið kostaði kr. 900.000 og átti systrafélag Keflavíkurkirkju stærstan þátt í fjáröfluninni vegna orgelkaupanna. Orgelið var vígt árið 1967 og þjónaði því söfnuðinum allt fram á þetta ár, þegar það var tekið niður í febrúar og úr því nýtt sem hægt var að nýta í nýja orgelið. Organistar Keflavíkurkirkju Arnór Vilbergsson 2008 – nú Hákon Leifsson 2001 – 2008 Einar Örn Einarsson 1990 – 2001 Siguróli Geirsson 1977 – 1990 Geir Þórarinsson 1964 – 1977 Friðrik Þorsteinsson 1918 – 1964 Marta Valgerður Jónsdóttir 1915 - 1918 Heimildir: Þarf ekki lengur að sparka í orgelið. (2020, 15. september). Morgublaðið. Drottningin býður prufukeyrslu. (2002, 28. nóvember). Morgunblaðið. Sóknarnefnd Keflavíkurkirkju. (1985). Keflavíkurkirkja 1915 – 1985. Keflavík, Grágás. Stiklað á stóru um orgel Keflavíkurkirkju frá upphafi Friðrik Þorsteinsson við enska rafmagnsorgelið. Bluetooth takkinn á orgelinu gerir það að verkum að er organistinn er ekki lengur háður nótum á blaði.

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.