Faxi - 2020, Qupperneq 20
20 FAXI
Stefnt er að því að sýningin verði byggð upp
af þremur meginþáttum.
Í fyrsta lagi er það Varnarliðið sjálft, upp-
bygging herstöðvarinnar og hlutverk hennar
í þeim óróa sem fylgdi í kjölfar seinni heims-
styrjaldar. Árið 1951 kom Varnarliðið til
Keflavíkur eftir undirritun varnarsamnings
milli ríkisstjórna Íslands og Bandaríkjanna
um hervarnir Íslands á þeim ógnvænlegu
tímum sem þá voru í heimsmálunum. Kalda
stríðið var staðreynd og varði í áratugi, allt
þar til Sovétríkin leystust upp undir lok síð-
ustu aldar og Bandaríkjamenn misstu áhug-
ann á að halda úti herstöð á Íslandi. Þessi
hluti sýningarinnar mun fjalla um herstöðina
sem slíka, tækin og tólin sem notuð voru og
ekki síst að minnast framgöngu þyrlusveitar
Varnarliðsins sem vann ómetanlegt björg-
unarstarf hér á landi í áratugi.
Í öðru lagi og nátengt veru Varnarliðsins
er uppbygging eina alþjóðaflugvallar
Íslendinga, sem í dag gengur undir nafn-
inu Keflavíkurflugvöllur. Saga hersetu á
Suðurnesjum nær til ársins 1941. Í júní það
ár var lögð 1.5 kílómetra löng og 90 metra
breið flugbraut á Garðskaga sem gekk undir
nafninu Skagavöllur en var hins vegar lítið
notuð. Um svipað leyti var hafist handa við
gerð flugvallar á Njarðvíkurheiði, rétt neðan
við Háaleiti á svonefndum Sviðningum en sá
flugvöllur var nefndur Pattersonflugvöllur.
Fljótlega eftir að þær framkvæmdir hófust
snemma árs 1942 var lagt í gerð þriðja
flugvallarins og varð fyrir valinu svæði á
Miðnesheiði sem heitir Háaleiti. Þar var
gerður flugvöllur sem í fyrstu var nefndur
Meeksvöllur en er betur þekktur í dag sem
Keflavíkurflugvöllur. Báðir flugvellirnir voru
nefndir eftir flugmönnum sem fórust hér við
land á stríðsárunum. Framkvæmdir við hann
hófust í júlí 1942. Í stríðslok var Meeksvöllur
orðinn einn stærsti flugvöllur í heiminum
og hafði þá gegnt mikilvægu hlutverki við
birgðaflutninga í lofti milli Bandraríkj-
anna og Evrópu í stríðinu. Þetta var aðeins
upphafið af umtalsverðu ævintýri á Miðnes-
heiðinni. Varnarsvæðið varð miðdepill
umræðunnar varðandi varnir eða ekki varnir
landsins. Skagavöllurinn lifði stutt og svipaða
sögu er að segja af Patterson, þótt hann sé
reyndar ennþá vel sýnilegur. En Meeksvöllur
er enn í fullu fjöri sem millilandaflugvöllur
Íslendinga, en það var 5. október 1946 sem
flugvöllurinn komst í eigu Íslendinga með
undirritun Keflavíkursamningsins. Lengst af
var völlurinn hins vegar rekinn af bandaríska
Varnarliðinu.
Einstakt samfélag
Í þriðja lagi mun væntanleg sýning ekki síst
snúast um þau samfélagslegu áhrif sem vera
Varnarliðsins hafði hér á landi og er einkar
athygliverð, ekki síst fyrir Íslendinga. Í raun
má segja að fimm þúsund manna amerískum
bæ hafi verið plantað í bakgarði íslenskra
fiskiþorpa á Suðurnesjum með margvís-
Hermenn að koma í hús, jólaskraut? Drengur fremst í hermannalegum búning, með borða á hand-
legg "MP" og leikfangabyssu. Myndin er líklega tekinn milli áranna 1943 – 1945.
Íslenskur lögreglumaður og bandarískur hermaður á vakt í einu af hliðum Keflavíkurflugvallar.
Dagsetning er ekki þekkt.
Ljósmynd af F15 orrustuþotu sem stendur á
blautri flugbraut, á myndina er ritað „F15E
Strike Eagle.“ Samskonar þotur voru staðsettar
á Keflavíkurflugvelli. Nokkrar slíkar myndir í
römmum hafa komið til okkar síðastliðið ár.
Ljósviti sem var á vatnstanki Keflavíkurflug-
vallar. Vitinn sýndi tvö hvít og eitt grænt ljós.
Vitinn samanstendur af tveimur stórum kast-
ljósum sem hvort um sig var með tveimur 1.200
vatta ljósaperum í hvorum kastara. Ljósið
snerist í hringi ofan á vatnstanknum og fór sex
hringi á mínútu.