Faxi - 2020, Qupperneq 21
FAXI 21
legum áhrifum og afleiðingum. Áhrif veru
Varnarliðsins urðu gríðarleg á samfélagið í
heild og ekki síst nærsamfélag hersins. Þessi
áhrif eru ennþá að koma í ljós og er það m.a.
markmið sýningarinnar að draga þau fram.
Það samfélag sem varð til innan varnar-
girðingarinnar milli Íslendinga og Banda-
ríkjamanna var einstakt á Íslandi. Þar
blandaðist saman fólk úr fjölmörgum
menningarsamfélögum sem komu víða að.
Íslendingar voru nokkuð fjölmennir sem
verkafólk hjá flestum fyrirtækjunum sem
voru á Vellinum og í stjórnunarstöðum
nokkurra stofnana innan girðingar. Við
komu Varnarliðsins jókst gríðarlega þörf á
verklegum framkvæmdum við uppbyggingu
og viðhald herstöðvarinnar. Einnig þurfti
að sjá til þess að hermenn á frívakt hefðu
eitthvað að gera sem leiddi m.a. til stofnunar
ýmissa klúbba á varnarsvæðinu. Á sama tíma
og íslensk stjórnvöld voru með samning um
veru Varnarliðsins vildu þau sömu stjórn-
völd ekki að hermenn yrðu mikið á vegi
Íslendinga. Margir þeirra hermanna sem
komu með Varnarliðinu 1951 og næstu ár á
eftir voru einhleypir ungir menn sem eðli-
lega sóttu í samskipti við íslenskar konur. Til
gamans má nefna að í tímaritinu Vikan frá
júní 1951 var stutt grein sem lítur nánast út
eins og auglýsing til íslenskra kvenna um að
á Keflavíkurflugvelli séu ungir menn á lausu
sem vert sé að kynnast.
Brot af þeim gripum sem hafa komið nýlega til byggðasafnsins vegna varnarliðssöfnunarinnar og
bíða skráningar.
Reyklosunarblásari frá "Vanguard." Blásarinn
er svartur og rauður á litinn og knúinn áfram
af 2 cylendra16hp "Briggs og Stratton" mótor
sem á er fest fjögurra blaða loftskrúfa úr tré.
Á blásaranum er límt merki slökkviliðsins á
Keflavíkurflugvelli.
Blátt húsnúmeraskilti með ljósum endurskins-
stöfum og útjaðri. Á skiltið er letrað „782.“
Þetta var húsnúmerið á gömlu flugstöðinni sem
stóð við svokallað Háaleitishlað á Keflavíkur-
flugvelli. Gamla flugstöðin var byggð sem flug-
stöð og hótel við Keflavíkurflugvöll. Hafist var
handa við byggingu flugstöðvarinnar haustið
1947. Flugstöðin átti að vera af fullkomnustu
gerð og með hótelherbergjum á annarri hæð.
Byggingu var lokið í apríl 1949. Flugstöðin var
timburklædd að utan og með þunnu áli. Upp-
hafleg lýsing á henni er finnanleg í grein í Vísir
frá 11. apríl 1949, bls, 4 „Flugstöðvarbyggingin
í Keflavík er eins vönduð og frekast er unnt.
Ræða Harðar Bjarnasonar skipulagsstjóra við
vígslu hússins." [http://timarit.is/] og í viðauka
sögukafla húsakönnunarinnar. [http://www.
minjastofnun.is/media/husakannanir/02_
Haaleitishlad_Lokasyrsla.pdf].
Eftir að Íslendingar eignuðust nýja flugstöð
(Flugstöð Leifs Eiríkssonar) þjónaði gamla
Keflavíkurstöðin sem flugstöð fyrir bandaríska
herinn og á sama tíma hýsti hún að hluta
ýmiskonar þjónustu svo sem verslun og í lokin
þjónaði hún sem ráðgjafar- og þjónustumið-
stöð flotans (Counseling and Assistance Center
(CAAC)). Byggingin var svo rifin niður 2018.
Brot úr flugvél af gerðinni "Junkers Ju 88
D-5", sem var skotin niður á Strandarheiði
24. apríl 1943.
Laugardagsmorgunn 24. apríl 1943 kl.:
13:00 er tilkynnt um flugvél yfir Reykjavík
sem stefnir á Keflavík. Nokkrum mínút-
um seinna er það staðfest að flugvélin sé
þýsk Luftwaffe Ju88. Í framhaldinu voru
nálægar loftvarnabyssur settar í viðbrags-
stöðu og tvær orustuflugvélar sendar í loftið
frá Reykjavík og stefnt í átt að Keflavík.
Skyggnið var lélegt, lágskýjað og regnskúrir,
en fór batnandi. Tvær P-38 orrustuvél-
ar frá USAAF 50th FS2 fara í loftið frá
Patterson flugvelli við Keflavík. P-38
flugmönnunum er beint að óvinavélinni
frá radarstöð á jörðu niðri þannig að þeir
flugu í veg fyrir Ju88 vélina til að komast í
árásarstöðu. Ju88 flugvélin reynir að flýja
og orrustan færist nær Vatnsleysuströnd og
Strandarheiði. Nokkur skot frá P-38 vélun-
um hæfðu Ju88 vélina þannig að hún fórst.
Junkers Ju 88 vélin var í könnunarflugi frá
Sola í Noregi og var að skoða Hvalfjörð,
Reykjavík og Keflavík þegar hún var skotin
niður. Með henni fórust þrír menn en einn
bjargaðist og var tekin til fanga af Banda-
ríkjaher. Hann var fyrsti þýski flugliðinn
sem tekinn var til fanga á Íslandi í stríðinu.
Vél sem notuð var til mælingar á skýjahæð.
Þessi vél var einn hluti af þremur til að mæla
hæð skýja með því að senda ljós upp í skýin.
Ljósið endurkastaðist svo niður í aðra vél sem
sendi svo merkið í þriðju vélina sem las úr
merkinu og gaf upp skýjahæðina. Þessi vél var
framleidd einhvern tíma á árunum 1959 til
1972, en miðað við númer í kassanum er líklegt
framleiðsluár 1967.