Faxi

Árgangur

Faxi - 2020, Blaðsíða 23

Faxi - 2020, Blaðsíða 23
FAXI 23 Drottningin Fritz Már Jörgensson Presturinn í Keflavíkurkirkju skrifar spennusögu sem fjallar um svik, morð og valdatafl í ofbeldisfullum veruleika á Íslandi. Fjarvera þín er myrkur Jón Kalman Stefánsson Þetta er þrettánda skáldsaga Jóns Kalman sem segir frá lífi, kynslóð fram af kynslóð og yfir staði og tíma. Lífið á vellinum Dagný Maggýjar Hvaða áhrif hafði amerísk varnarstöð á Keflavíkurflugvelli í hálfa öld og hvernig var sá kokteill ólíkra menningarheima? Hér er sjónum beint að hinu hversdagslega. Fávitar Sólborg Guðbrandsdóttir Átakið Fávitar birtist nú í bókaformi þar sem Sólborg hefur tekið saman spurningar sem henni hafa borist síðastliðin ár og svör við þeim. Fávitar er samfélagsverkefni gegn stafrænu og annars konar kynferðisofbeldi. Að eilífu ég lofa Sigga Dögg Að eilífu ég lofa er fimmta bók kyn- fræðingsins Siggu Daggar og hennar fyrsta barnabók. Hér er fjallað um skilnað á fal- legan hátt en líka ástina og vináttuna. Það sem ég hef lært Anna Lóa Ólafsdóttir Bókin byggir á hamingjuhorni Önnu Lóu og pistlum sem þar hafa verið birtir og fjallar um hamingjuna, sorgina, ástina, sambönd, breytingar, sjálfstraust, kvíða og fleira. Íslenskir matþörungar, ofurfæða í fjörunni Eydís Mary Jónsdóttir og Silja Dögg Gunnars- dóttir skrifa ásamt Hinrik Carl Ellertssyni og Karl Peterssyni um íslenska matþörunga. Þar má finna alhliða fróðleik um undraheim matþörunga og er fjallað um sjálfbæra nýt- ingu, verkun og geymsluaðferðir auk þess sem bókin inniheldur fjölda mataruppskrifta. Ísland, náttúra og undur Ellert Grétarsson Ellert gefur frá sér aðra ljósmyndabók á stuttum tíma en að þessu sinni er sjónum beint að Íslandi og myndir sýna ýmsar fáfarnar og áhugaverðar náttúruperl- ur, tignarleg eldfjöll, hrikalegt landslag jöklanna og undraheim hraunhellanna. Til þeirra Unnur Guðrún Þórarinsdóttir Bókin geymir ljósmyndir og tilfinningar. Hún er nokkurs konar dagbók ljóða, bréfa, bakþanka og hugrenninga. Allur ágóði rennur til alnæmissamtakanna á Íslandi og Laufsins. Hasar í hrauninu Sigríður Etna Marinósdóttir. Bókin fjallar um vinina Þórkötlu, Gnúp og Járngerði. Þeim þyrstir í ævintýri og ákveða að fara að leika sér í hrauninu í kringum bæinn sinn. Saman lendir hópurinn í óvæntum atburð sem leiðir þau í spennandi ferðalag í hrauninu. Bakað Með Elenoru Rós Aragrúi ómótstæðilegra uppskrifta, allt frá einföldum súrdeigsbakstri, frönsku fínheita- bakkelsi, Berlínarbollum, súkkulaðivafn- ingum, kleinum, brauðréttum og samlokum sem slá í gegn. Minningin um minnkinn Sævar Sævarsson Sprenghlægileg frásögn af bandaríska körfuboltamanninum Jimmy Miggins sem lék og æfði með körfuboltaliði Keflavíkur í stuttan tíma árið 2004. Bókin er fyrsta verk Sævars Sævarssonar, lögfræðings og bekkja- setumanns í körfubolta. Reykjanesið í brennidepli Hér eru svo tvær bækur þar sem Reykjanesið kemur við sögu. Þar er fjallað um jarðhræringar á Reykjanesi og síðasta geirfuglinn sem veginn var á Reykjanesi. Eldarnir, ástin og aðrar hamfarir Sigríður Hagalín Björnsdóttir Jarðskjálftar skekja Reykjanesskaga, eld- fjöllin eru vöknuð til lífsins eftir 800 ára hlé. Enginn þekkir þau betur en eldfjalla- fræðingurinn Anna Arnardóttir forstöðu- maður jarðvísindastofnunar sem þarf að takast á við eitt stærsta verkefni almanna- varna. Fuglinn sem gat ekki flogið Gísli Pálsson Hér er geirfuglinn í aðalhlutverki en sá síðasti var veginn í Eldey á Reykjanesi árið 1884. Hér er veiðiferðin í brennidepli. Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýja árinu. Þökkum samskiptin á liðnu ári. Jólapennar

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.