Faxi

Årgang

Faxi - 2020, Side 25

Faxi - 2020, Side 25
gistingu í Húsafelli. Loks var svo farin ferð frá Baulu í Borgarfirði yfir Sópandaskarðið í Hörðudal og til baka. Venjulega eru 15 til 30 manns með í ferð sem er einstakt á landsvísu. Skemmtilegast finnst okkur þó að keyra um Reykjanesið því það hefur upp á ótrúlega fjölbreytt landslag að bjóða, alltaf eitthvað nýtt sem kemur í ljós í hverri ferð. Þegar keyrt er upp frá Suðurstrandarvegi upp að Fagradalsfjalli og þar í kring er eins og að vera kominn að Fjallabaki, hrikalegt landslag, hólarnir og hraunið er ótrúlega fallegt á því svæði. Þá er hægt að keyra yfir að Höskuldarvöllum upp að Spákonuvötnum, leið sem liggur milli nokkurra eldgýga. Þar uppi sést yfir hálfan Reykjanesskagann og alla leið til Reykjavíkur. Ótrúleg fegurð rétt í bakgarðinum hjá okkur. Þá er einnig mjög falleg leið að aka Djúpa- vatnsveginn að Sveifluhálsi en þar fer maður yfir að Kleifarvatni. Þar er hægt að eyða deginum við útivist og ævintýri. Ekki vita margir Suðurnesjamenn af einu merkilegu náttúruundri eða eina fossinum á Reykjanesinu en hann rennur fram af Krísu- víkurbergi rétt austan við Krísuvíkurvita. En varast ber að fara of nálægt bergbrúnni þar sem bergið er allt þversprungið og margar syllur við það að falla niður í fjöruna. Ein mjög falleg ferð er að keyra uppá Þórðarfell, sem er fellið sunnan við Stapafell sem nú er nærri horfið í vegi og húsgrunna hér á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæð- inu. Ofan af Þórðarfellinu er frábært útsýni yfir allan Reykjanesskaga. Þaðan sést vel í Eldvörpin og yfir til Grindavíkur, Eldeyjar og yfir Reykjanesið, allt að Garðskaga. Þess má geta að nú er verið að skipuleggja sumarið 2021 en lengsta ferðin verður líklega fjögurra til sex daga ferð sem farin verður seinni hlutan í júlí frá Dalatanga alla leið á Látrabjarg eftir hálendisslóðum. Þá er í bígerð ferð um vegaslóða á Vest- fjörðum. Svo eru auðvitað skipulagðar styttri ferðir um hálendið frá júlí fram í september. Til þess að geta farið í þessar ferðir þarf fjórhjól eða Buggy bíl og ævintýralöngun, hafa áhuga á útivist, fallegu landslagi og bera virðingu fyrir Íslandi og náttúru þess. Þetta eru algjör skilyrði þess að gerast félagi í Melrökkum. Guðbergur Reynisson og Kristján Þór Jakobsson FAXI 25 Melrakkar á ferð um Skógshraun Melrakkar við Hólaskjól Áð við Höskuldarvelli Hópurinn við eina fossinn á Reykjanesi Hópurinn með Heklu í baksýn

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.