Faxi

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Faxi - 2020, Qupperneq 27

Faxi - 2020, Qupperneq 27
FAXI 27 Lokuð samkeppni Efnt var til lokaðrar samkeppni um byggingu nýs safnaðarheimilis við kirkj- una sem var undirbúin og framkvæmd í samvinnu við Arkitektafélag Íslands. Fimm aðilum/hópum var boðin þátttaka sem skiluðu tillögum sínum til dómnefndar þann 17. janúar 1992. Eftir mikla yfirlegu komst dómnefnd að þeirri niðurstöðu að hugmynd þeirra Elínar Kjartansdóttur, Haralds Ó. Jónssonar og Helgu Benedikts- dóttur uppfyllti öll skilyrði samkeppninnar. Um vinningshugmyndina var m.a. sagt að höfundar hefðu sterk skipulagsleg tök á svæðinu. „Jafnvægi ríkir á lóðinni og sjónræn tengsl milli safnaðarheimilis og kirkju eru góð. Tengslin við sali safnað- arheimilis úr kirkjuskipi undirstrika þau markmið höfunda að skapa tilfinningaleg tengsls kirkjugesta við kirkju og athöfnina í kirkjunni.“ (Faxi 1. tbl. 52. árg. 1992). Úrslitin voru kynnt í samsæti sem sóknarnefnd hélt í febrúarlok ásamt því sem allar tillögur voru kynntar. Sóknarnefnd samþykkti síðan á fundi sín- um 22. apríl 1992 að byggja safnaðarheimili eftir nánari útfærslu á vinningstillögunni. Þá áttu fleiri hagsmunaaðilar eftir að fjalla um tillöguna, s.s. Húsfriðunarnefnd ríkis- ins en hún skilaði síðar inn jákvæðu áliti á hönnun safnaðarheimilis og staðsetningu þess við kirkjuna, einnig á hönnun anddyris framan við kirkjuna, sem ráðist var í að byggja samhliða safnaðarheimili. Bygginganefnd Keflavíkur felldi um- sókn um lóð undir safnaðarheimili við Keflavíkurkirkju á fundi sínum í nóvember 1992, aðeins einn greiddi atkvæði með um- sókninni en hinir fjórir voru á móti. Heyra mátti rök eins og að byggingarreiturinn væri „einn sá þokkalegasti í bæjarfélaginu“, „meirihluti íbúa verður að vera sáttur“ og „það form sem nú er á þessum bletti fer mjög vel og honum vil ég ekki klúðra.“ Sá eini sem var hlynntur lóðarumsókn benti á að verið væri að úthluta lóð en ekki spyrja um útlit á safnaðarheimili, sem honum fannst menn vera fastir í. Hér sem annars- staðar virðast miklar tilfinningar gagnvart lóðinni umhverfis Keflavíkurkirkju hafa yfirtekið umræðuna. Bæjarstjórn Keflavíkur samþykkti litlu síðar að lóðin yrði færð kirkjunni að gjöf þó samþykkt um byggingu á lóðinni lægi ekki fyrir. Í grein sem bygginganefnd ritaði í 5. tbl. Faxa árið 1993 sagði nefndin óeðlilegt að fyrstu viðbrögð manna væru þau „að ekki megi hrófla við kirkjulóðinni og hinum fallega boga sem Kirkjuteigurinn er. Það sama stóð undirbúningsnefndin frammi fyrir í byrjun.“ Allir þeir sem hafi komið að þessari fyrirætlan séu hins vegar sammála um að réttast sé að byggja á kirkjulóðinni og í anda þeirrar hugmyndar sem hlut- skörpust var.

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.