Faxi

Årgang

Faxi - 2020, Side 30

Faxi - 2020, Side 30
30 FAXI Reykjanesið minnti hressilega á sig á liðnu ári með töluverðum jarðhræring- um svo mönnum þótti nóg um. Það má því segja að Reykjanesið sé lifandi tilraunastofa jarðfræðinnar enda skaginn einstakur á heimsvísu og viðurkenndur UNESCO Global Geopark. Sérstaða Reykjaness felst í flekaskilunum á Mið-Atlantshafshryggnum sem ganga í gegnum Reykjanesskagann endilangan. Á flekaskilunum eiga sér stað bæði jarðskjálftar og eldgos sem er afleiðing kvikuhreyfinga þegar Norður-Ameríku- og Evrasíuflekinn færast í sundur, að jafnaði um tvo sentimetra á ári. Það eru þessir flekar sem eru grunnur- inn að vinsælum áfangastað ferðamanna á Reykjanesi er kallast Brú milli heimsálfa en þar er hægt að ganga á milli Ameríku og Evrópu, svona hugmyndafræðilega séð. Sýnileiki flekaskilanna gerir Reykjanes einstakt á heimsvísu og varð það til þess að það hlaut inngöngu í alþjóðlegt net jarðvanga, Global Geoparks Network og European Geoparks Network en samtökin eru studd af UNESCO (United Nations Educational, Sci- entific and Cultural Organization). Reykjanes Geopark er annar jarðvanga á Íslandi og er hann samstarfsvettvangur sem byggir á því að nýta sérstöðu svæðisins til verðmætasköp- unar. Í janúar hófst skjálftahrina á Reykjanesi sem ekki sér fyrir endann á og gefur til kynna mikla spennulosun á Reykjaneshryggn- um. Hún er sú öflugasta sem mælst hefur á Reykjanesi frá því að stafrænar mælingar hófust árið 1991 og hefur hún mælst frá Eldey og að Krýsuvík. Velta menn því fyrir sér hvort kominn sé tími á eldgos á Reykjanesi en sagan virðist styðja það. Stóra spurningin er hins vegar hvenær? Land fer að rísa Upptökin voru við bæjarfjall Grindvíkinga, Þorbjörn, um 2 km austur af Svartsengis- virkjun en þar mældust margir skjálftar yfir þrá að stærð og land fór að rísa sem þótti gefa tilefni til þess að fylgjast sérstaklega náið með framvindu á svæðinu. Vegna nálægðar við Grindavík, Svartsengi og Bláa lónið olli það þó nokkrum áhyggjum og var boðað til borgarafundar vegna málsins og óvissustig almannavarna virkjað. Íbúar í Grindavík voru að vonum nokkuð skelkaðir en ef til eldgoss kæmi gæti þurft að flytja allt að fimm þúsund manns á brott, það er íbúa Grindavíkur og starfsmenn Svartsengisvirkjunar og Bláa lóns- ins, að ógleymdum ferðamönnum á svæðinu. Reykjanesið skelfur Lifandi tilraunastöð jarðfræðinnar

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.