Faxi

Volume

Faxi - 2020, Page 31

Faxi - 2020, Page 31
FAXI 31 Það lýsti vel ástandinu að margir íbúar voru með ferðatösku í skottinu sem dugði fjöl- skyldunni nokkra daga fjarri heimilinu ef til eldgoss kæmi og fólk þyrfti að flýja í skyndi. Landrisið mældist á flekaskilum og innan eldstöðvakerfis Svartsengis sem er ýmist talið sjálfstætt eldstöðvakerfi eða talið vera hluti stærra kerfis sem kennt er við Reykjanes. Að mati sérfræðinga gat það mögulega stafað af kvikuinnskoti sem svo framkallaði umtals- verða jarðskjálftavirkni á svæðinu norðan við Grindavík. Orkuöryggi Suðurnesja í uppnámi Ljóst varð að tryggja þurfti orkuöryggi Suðurnesja ef Svartsengisvirkjun yrði óstarfhæf um lengri eða skemmri tíma og reisa þyrfti viðeigandi mannvirki til að verja byggðina í Grindavík fyrir hraunstraumi. Var mælst til þess að grípa ætti til slíkra ráðstafana fyrr en síðar. Spennulosunin á Reykjanesi færði sig úr stað um sumarið en þann 19. júlí reið stór skjálfti yfir að stærðinni 5 og voru upptök hans sex kílómetra vestan við Kleifarvatn. Í kjölfar hans fylgdu mörg hundruð eftirskjálft- ar, þar af að minnsta kosti tveir yfir 4 stig en upptök þeirra voru vestar á Reykjanesi. Ekki urðu slys á fólki og eignatjón var smávægilegt. Suðurnesjamenn eru vanir jarðskjálftum á Reykjanesi enda eru þeir alltíðir og má rekja það til þess að jarðfræði skagans er sérstök að mörgu leyti. Þar eru engar hefðbundnar megineldstöðvar heldur liggur brotabelti eftir skaganum endilöngum með mikilli skjálfta- virkni sem markar skil milli jarðskorpuflek- anna. Sú skjálftavirkni kemur í hrinum með nokkurra áratuga millibili en sumstaðar, eins og nærri Krýsuvík og á Reykjanesi, er jarð- skjálftavirkni nánast viðvarandi. Er Reykjanesið komið á tíma? Þótt að tímabil jarðskjálfta hafi áður gengið yfir Reykjanes hafa eldstöðvarnar látið lítið á sér kræla undanfarnar aldir, en hugsan- lega er að verða breyting þar á. Rannsóknir benda til þess að á síðustu árþúsundum hafi skipst á eldgosaskeið sem standa með hléum í fáeinar aldir en síðan komi um 700–800 ára hlé. Síðustu eldgos á Reykjanesskaga urðu fyrir um 800 árum og má því ætla að Reykjanesið sé komið á tíma. Talið er að eldgosaskeiðin hefjist austarlega á skaganum og færist síðar til vesturs og mið- að við gossöguna síðustu árþúsundin mætti því álykta að líkur færu vaxandi á upphafi nýs eldgosaskeiðs á næstu áratugum eða öld. Slíkar ályktanir byggja þó ekki á langri reynslu og telja sérfræðingar varhugavert að taka of mikið mark á þeim þótt þær gefi vísbendingar. Á Reykjanesskaga eru nokkur eld- stöðvakerfi sem raðast eftir skaganum endilöngum. Vestast er Reykjaneskerfið, þá Svartsengi, síðan Fagradalsfjall, þá Krýsuvík, Brennisteinsfjöll og yfir skaganum gnæfir svo Hengillinn sem er stórt og öflugt eld- fjall. Eldgos á Reykjanesskaga geta orðið á sprungusveimumsem teygja sig frá suðvestri til norðausturs og þar getur gosið hvar sem er. Yngstu hraunin hafa runnið á sögulegum tíma, eftir landnám, og sum þeirra ná niður í byggð, til dæmis í Grindavík og Vallahverfi í Hafnarfirði. Stóri skjálftinn í júlí þótti boða tíðindi um fleiri stóra skjálfta í framhaldi. Sú spá rættist þann 20. október þegar einn stærsti skjálfti sem mælst hefur á Reykjanesi reið yfir en hann var 5 stig að stærð og fannst víða. Að þessu sinni voru upptök hans austan við Kleifarvatn sem þótti boða tíðindi því þar segir skjálftasagan okkur að skjálftar geti orðið öflugri en þeir sem eru vestan við Kleifarvatn. Þar hafa stórir skjálftar átt upptök sín eins og skjálftinn í Brennisteinsfjöllum árið 1968 sem var af stærðinni 6 og enn stærri skjálfti reið yfir 1929 sem var 6,5 að stærð og olli þó nokkrum skemmdum í höfuðborginni. Ekkert orsakasamband virðist vera á milli jarðskjálftanna stóru í júlí og október og goshættu í fjallinu Þorbirni við Grindavík að mati sérfræðinga. Þykja harðir jarðskjálftar í nágrenni Krýsuvíkur engin sérstök vísbending um yfirvofandi eldgos heldur eru þeir taldir vera hluti af sífelldri og langvarandi virkni á svæðinu. Slíkir skjálftar koma á nokkurra áratuga fresti og tengjast hreyfingum jarð- skorpuflekanna. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld en þá Reykjanesið skelfur Lifandi tilraunastöð jarðfræðinnar

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.