Faxi - 2020, Page 33
FAXI 33
Óskum Suðurnesjamönnum
gleðilegra jóla
og farsældar á nýju ári.
Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða.
Óskum Suðurnesjamönnum
gleðilegra jóla
og farsældar á nýju ári.
Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða.
Brunavarnir Suðurnesja
sími 421-4748
urðu nokkur eldgos með hléum á tímabilinu
1210-1240 og voru kölluð Reykjaneseldar.
Hins vegar eru litlar líkur taldar á sprengigosi
á Reykjanesi þótt þau séu algengust á Íslandi
en þó er Krýsuvík undanskilin en þar er
jarðskorpan þynnri en víðast annars staðar á
landinu.
Mikilvægt að meta hættuna
sem getur fylgt gosi
Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur hefur
sagt að eldgos gæti orðið hvað úr hverju á
Reykjanesskaga en hann hefur rannsakað
náttúruvá á svæðinu undanfarin ár ásamt
samstarfsfólki sínu í Háskóla Íslands. Þorvald-
ur segir mikilvægt að meta hættuna sem fylgir
yfirvofandi gosi svo hægt sé að bregðast við
því viðbragðsaðilar munu aðeins hafa nokkra
klukkutíma til stefnu eftir að eldgos hefst
en byggðalög á Reykjanesskaga eru nær öll í
grennd við „heit svæði“.
Í því skyni hefur eldgosa- og náttúru-
várhópur jarðvísindastofnunar Háskóla
Íslands unnið að reiknilíkani fyrir jarðvá á
Reykjanesi. Þar eru jarðfræðileg gögn notuð
til að vinna áhættumat fyrir ákveðin svæði
og reynt að meta hvar á svæðinu sé líklegast
að gjósi. Þannig er hægt að vinna áætlun um
viðbrögð fari að gjósa og eins er hægt að hafa
upplýsingarnar til hliðsjónar þegar unnið
er skipulagt fyrir byggð í kring. Unnin hafa
verið hermilíkön sem hægt er að nota til að
spá fyrir um hvert hraunið muni flæða, hvert
gjóska dreifist og hvernig gas breiðist út.
Þannig verði hægt að gera viðbragðsáætlun í
samræmi við upplýsingarnar.
Flugsamgöngur niðri
og mengað drykkjarvatn
En hvernig skyldum við vera undirbú-
in undir eldgos ef af verður? Hraunflæði,
öskufall og brennisteinsmengun gæti valdið
skaða og óþægindum og þá myndu flugsam-
göngur að öllum líkindum liggja niðri enda
eru stærstu flugvellir landsins, Keflavíkur- og
Reykjavíkurflugvöllur innan áhættusvæðisins.
Þá getur eldgos haft áhrif á grunnvatnsgeyma
og mengað drykkjarvatn.
Eldgos á Reykjanesi er því efni í
æsispennandi hamfaramynd, með Bruce
Willis í aðalhlutverki.
En hvað það verður, veit nú enginn eins
og segir í kvæðinu og engin leið að spá fyrir
um eldgos. Að mati sérfræðinga má vera að
styttist í næstu goslotu en aðdragandinn gæti
þess vegna verið tugir eða hundruð ára, sem
er kannski ekki langur tími í jarðfræðiárum.
En það er óhætt að segja að Reykjanesið
hafi minnt allverulega á sig á liðnu ári og
haldið okkur á tánum, eins og vera ber. Ég
vona bara að það haldi í sér áður en Faxi kem-
ur út svo þessi grein verði ekki hjákátleg.
Dagný Maggýjar
Heimildir
Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga - jardvis.hi.is
Páll Einarsson, prófessor í jarðfræði
RÚV 20.10.2020, Enn líkur á jarðskjálfta allt að 6,5 að
stærð.
RÚV 27.1.2020. Tími kominn á eldgos á Reykjanesskaga.
Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur.
Vefur Háskóla Íslands. Kortleggur jarðvá á Reykjanesi.
Viljinn 27. Janúar 2020. Reykjanesið er eldbrunnið frá fjöru
til fjalla.
Halldór Geirsson jarðeðlisfræðingur
RÚV 21.10.2020. Meiri virkni eftir þvi sem austar dregur.
Þorvaldur þorvaldsson eldfjallafræðingur
Vísir 5. október 2018. Reykjanesið komið á tíma og búast
má við eldgosi hvenær sem er.
Magnús Tumi Guðmundsson
DV 27.1.2020. Eldgos ekki það líklegasta í stöðunni.
DV 20.10.2020. Magnus Tumi róar þjóðina - það er ekki að
fara að gjósa.
Yfirlit um jarðfræði Reykjanesskaga. Samantekt frá
Kristjáni Sæmundssyni jarðfræðingi ÍSOR, birt árið 2010,
teikningar uppfærðar í janúar 2020.