Faxi

Árgangur

Faxi - 2020, Blaðsíða 34

Faxi - 2020, Blaðsíða 34
34 FAXI Það þarf ekkert að fjölyrða um þær áskoranir sem fólk hefur staðið frammi fyrir í leik og starfi mest allt þetta ár. Mikið hefur mætt á þeim sem staðið hafa í framlínu grunn- þjónustu og hafa þurft að bera grímur allan vinnudaginn og þurft að breyta vinnulagi með mjög stuttum fyrirvara. Rit- stjóri Faxa heyrði í fimm konum sem koma úr stétt hjúkrunar- fræðinga, grunnskólakennara, lögreglumanna, verslunarmanna og slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingamanna. Við veltum fyrir okkur breytingum sem orðið hafa í þeirra starfi á Covid tímum og hvaða áskoranir þær hafa staðið frammi fyrir? Þá lék okkur einnig forvitni að vita hvort þær telji nýtt vinnulag, sem hefur skapast, komið til að vera og hvort jafnvel megi draga einhvern jákvæðan lærdóm af öllu saman? Helga Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur á legudeild HSS Margar breytingar hafa verið gerðar í starfsumhverfi Helgu síðan Covid skaut fyrst upp kollinum. Í fyrstu bylgju voru miklar breytingar gerðar á öllu verklagi og það þróað í takt við þarfir. Helga segir mikinn tíma hafi farið í að læra á breyttar aðstæður vegna heimsfar- aldursins. „Við á legudeildinni urðum að einangra deildina meira, loka fyrir heim- sóknir, það varð að skipta upp starfsfólki eins og á mörgum öðrum vinnustöðum og takmarka þar með öll samskipti milli hópa. Eins vorum við hvött til að einangra okkur sem mest því við erum jú að sinna mjög mikið af veiku fólki sem er í áhættuhópi. Ég myndi líklega segja að stærstu breytingarnar fyrir mig hafi verið breytingar á samskiptum við sjúklinga og aðstandendur. Við höfum verið talsvert meira einangruð og hafa samskiptin við aðstandendur verið að mestu í gegnum síma. Einnig erum við meira meðvituð um snertifleti og nálægð við sjúklinga og aðstandendur heldur en áður. Það hefur líka átt sér stað töluverð tækni- þróun til að auðvelda samskipti til dæmis í gegnum netið og hún mun sjálfsagt halda áfram í kjölfarið. Í annarri og þriðju bylgju höfum við haft meiri reynslu og því verið fljótari að bregðast við breyttum áherslum og verklagi en í fyrstu bylgju. Allt er þetta þó í stanslausri þróun þannig að upplýsingaflæðið er töluvert á tímum Covid.“ Öflugur hlífðarbúnaður mikil áskorun Helga segir hlífðarbúnaðinn vera mjög krefjandi en hann hafi verið mjög fyrir- ferðamikill í faraldrinum. Öll samskipti verði snúnari og erfiðari í búnaðinum, ekki síst við þá sem heyri illa. Þá sé margt fólk hálf hrætt við starfsfólkið í fullum skrúða þegar það birtist inni á stofu þeirra sem eru í einangrun til að aðstoða. „Ég hef ekki unnið á Covid deildunum í þessum faraldri og þarf þess vegna að vera mjög lítið í þessu miðað við fólkið sem vinnur Helga Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur á legudeild HSS í fullum skrúða. Margir hræðast hlífðarbúnaðinn og hann gerir samskipti erfiðari. Konur í framvarðasveitum á tímum Covid-19

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.