Faxi - 2020, Page 35
FAXI 35
þar og hafa þau alla mína samúð að vera
í fullum skrúða í marga tíma í senn. Mér
persónulega hefur fundist erfitt í tilfellum
líknarsjúklinganna okkar að reyna að halda
fjarlægð frá bæði sjúklingum og aðstand-
endum vegna þess að á erfiðum tímum vill
maður sýna væntumþykju og geta tekið
utan um fólk í sorginni en í dag er maður
meira meðvitaður um hætturnar á smiti og
þess vegna nálgast maður fólk ekki eins og
vanalega, bæði til að vernda okkur sjálf en
einnig sjúklingana á deildinni.
Svo ber líka að nefna það að þegar
vinnustaðnum er skipt upp að þá breytist
vaktafyrirkomulagið hjá starfsfólki með
litlum fyrirvara sem auðvitað gerir það að
verkum að möguleg plön með fjölskyldunni
raskast vegna breytts vinnutíma. Einnig er
aðskilnaður frá hluta af vinnufélögunum
mjög krefjandi og þetta ástand þreytir fólk
til lengdar.“
Betur undirbúin til að takast
á við svona aðstæður
Helga segist telja að einhverjar af þeim
breytingum sem hefur þurft að gera verði
til frambúðar og nefnir þá sérstaklega
verkferla. „Ég held að allir hafi lært að vera
meira meðvitaðir um sig og nærumhverfi
sitt á þessum tímum sem mun pottþétt
halda áfram þegar við komumst yfir þetta
ástand. Tæknihluti starfseminnar hefur far-
ið hraðar fram núna en áður og hjálpar það
sérstaklega heilsugæslustarfseminni. Núna
hefur líka átt sér stað þróun á verkferlum
þegar kemur að því að eiga við heimsfarald-
ur og þess vegna erum við betur undirbúin
til að takast á við svona hluti í framhaldinu.
Ég held að það sé það jákvæða sem við tök-
um með okkur á þessum krefjandi tímum.“
„Vá hvað þetta
eru skrítnir tímar“
Radmila Medic verslunarstjóri
Krambúðarinnar í Innri Njarðvík
Radmila, kölluð Milla, segir að fyrir sig persónulega sé gríman stærsta
breytingin í hennar starfsumhverfi. „Þetta
var allt hálfpartinn eins og venjulega þang-
að til grímuskylda á alla kom. Þá hugsaði ég
fyrst „Vá hvað þetta eru skrítnir tímar.“
Milla segir mestu áskorunina aðallega
þá að reyna að fylgja öllum sóttvarnar-
reglum og passa að enginn smitist, hvorki
viðskiptavinir né starfsfólk. „Rútínan er að
sótthreinsa, þurrka af og spritta. Ég held að
það væri bæði gott að halda áfram að spritta
og passa fjarlægðarmörkin þó faraldri verði
lokið.“
-Finnst þér þú geta dregið jákvæðan
lærdóm af ástandinu?
„Ég er fyrst og fremst þakklát fyrir að
hafa vinnu. Það hafa margir misst vinnuna
á þessu ári út af Covid og það er mjög erfitt
og sárt að horfa upp á. Ef eitthvað er þá
hefur þetta fært okkur meira saman, við
vinnum þetta sem ein heild með öryggi
allra að leiðarljósi.“
Radmila Medic verslunarstjóri
Krambúðarinnar í Innri Njarðvík. Hún
segir grímuna vera stærstu breytinguna í
hennar starfsumhverfi.
Mesta áskorunin er að passa að hvorki viðskiptavinirnir né starfsfólkið sýkist í versluninni.