Faxi

Árgangur

Faxi - 2020, Síða 36

Faxi - 2020, Síða 36
36 FAXI Hefur kennt mér margt nýstárlegt Kristbjörg Eyjólfsdóttir grunnskólakennari í Gerðaskóla Kristbjörg segir stærstu breytinguna í starfi sínu sem grunnskólakennara á Covid tímum vera þá að geta ekki nálgast nemendur eins og hún hafi alltaf gert, geta ekki tekið utan um þá og verið í þeirri nánd sem hún hefur kosið í gegnum árin. „Ég er mjög kærleiksrík manneskja og finnst snerting vera mikilvægur hluti af góðum samskiptum við þá sem eru í kringum mig. En það er þessi Covid veira sem ég hræðist. Að ég geti borið hana með mér, í nemendur og samstarfsfólk og í móður Teresu. Ég segi móður Teresu vegna þess að móðir mín, áttatíu og tveggja ára, er einstök kona sem hefur kennt mér mikið um mannleg sam- skipti og kærleika.“ Kristbjörg skipti um vinnustað í miðjum faraldri, hóf kennslu í 6. bekk í Gerðaskóla en hafði 13 ár þar á undan kennt í Njarð- víkurskóla. Hún upplifði því fyrstu bylgjuna í Njarðvíkurskóla en þá þriðju í Gerðaskóla. „Í fyrstu bylgju veirunnar í vor var ég um- sjónarkennari 7. bekkjar í Njarðvíkurskóla og fór kennslan að mestu fram á netinu, með fjarkennslu. Þær breytingar voru mjög áhugaverðar, krefjandi en skemmtilegar. Þessar kennsluaðferðir kenndu mér í raun og veru mjög margt nýstárlegt sem ég nýti í kennslu í dag. En ég vona svo sannarlega að Covid tíminn fari að líða undir lok og þá verður yndislegt að geta kennt, með kærleik og án hræðslu við veiruna. Þetta ár hefur reynt mismunandi á einstaklinga. Æðru- leysið hefur hjálpað mér og ég sendi það út til ykkar hinna, hér með. Kærleikurinn umvefur okkur með hlýju, nú skulum við upplifa lífið að nýju. Bjartir, góðir, yndislegir tímar koma aftur, til samfélagsins streymir mikill kraftur. Nemendurnir fljótir að aðlagast Varðandi þær áskoranir sem Kristbjörg hefur staðið frammi fyrir í starfi nefnir hún sérstaklega þá að axla þá ábyrgð að nemendur séu varðir gegn veirunni. Þar sé mikilvægt að passa upp að allir innan skólans fari eftir reglum og kenni nemend- um að hlýða Víði. „Nemendur eru ótrúlega snjallir og þeir voru fljótir að aðlagast þegar þeir þurftu að nota grímur í tíma. Sem betur fer var það ekki langur tími því ég sjálf átti í erfiðleikum með að nota grímu. Unglingarnir eru þó enn að nota grímur en þeir aðlagast ótrúlega vel og tek ég ofan fyrir þeim. Starfsfólki skólans er skipt niður í hólf, en það gengur mjög vel að passa upp á það sé ekki verið að blanda hópum saman. Við erum framlínufólk sem þurfum að vera góðar fyrirmyndir og við komumst í gegn- um þetta í sameiningu. Í þriðju bylgju hefur skólakerfið verið betur undirbúið en í fyrstu tveimur. Upplýs- ingar frá yfirvöldum eru þó að koma heldur seint svo hægt sé að vinna eftir tilskipun þeirra en reynslan úr fyrri bylgjum virðist skila sér. Skólastjórnendur þessa lands fá stórt og mikið hrós, þvílík vinna sem fer fram hjá þessum snillingum. Að koma öllu heim og saman þarfnast skipulags og tíma. Það hafa stjórnendur skóla svo sannarlega gert með miklum sóma.“ Verum þakklát og sáum kærleik Kristbjörg segist sannfærð um að nýting tækninnar í starfi sé komin til að vera og eigi eftir að opna augu þeirra sem hafa hræðst hana. „Í haust þegar samskipta- dagur skólans átti að vera ákváðum við að hringja í foreldra í gegnum Zoom forrit eða með öðrum öppum. Það gekk vel og fannst mér einhvern veginn vera léttara yfir öllu í þessum samskiptum. Í heildina finnst mér rólegra yfir öllu, einhvern veginn. Við höfum þurft að breyta eigin hegðun, siðum, venjum og lífsmynstri. Það kemur manni til að hugsa meira inn á við. Við eigum að vera þakklát fyrir það sem við höfum og finnst mér þá þakklæti vera mér efst í huga. Ég trúi því að næsta ár eigi eftir að rísa upp með kyrrð, seiglu, samhygð og vilja. Betri tíð með blóm í haga var einhvern tímann sagt. Íslendingar hafa alltaf risið upp með elju. Ég er með bjartsýnis eðlisfarið. Ég vil að tímann ykkar varið að gefa af ykkur með gleði, af alúð!!! ég segi, það hjálpar ykkar geði. Æðruleysið mikla kallar okkur á, ég bið ykkur, elskurnar, öll fallega að sá kærleik, það sko ykkur gefur segir sá Mikli, sem einn það hefur. Kristbjörg Eyjólfsdóttir grunnskólakennari með hressum nemanda úr 6. bekk í Gerðaskóla. Mest áskorunina segir Kristbjörg hafa verið að verja nemendur gagnvart veirunni.

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.