Morgunblaðið - 02.05.2020, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 02.05.2020, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. www.kofaroghus.is - sími 553 1545 339.000 kr. Tilboðsverð BREKKA 34 - 9 fm 518.000 kr. Tilboðsverð STAPI - 14,98 fm 389.000 kr. Tilboðsverð NAUST - 14,44 fm 34mm 34mm44mm Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik má finna á vef okkar VORTILBOÐ Á GARÐHÚSUM! Samkomubannið breytti 1. maí  Engar kröfugöngur í fyrsta sinn frá 1923  Ávörp birt á vefnum  Hátíðarsamkoma í Hörpu Guðni Einarsson gudni@mbl.is Hátíðarhöld á alþjóðlegum frídegi verkafólks, 1. maí, voru með breyttu sniði í gær vegna samkomubannsins. Engar kröfugöngur voru farnar, fyr- ir utan rafræna kröfugöngu lög- reglumanna á Youtube. Þetta var í fyrsta sinn frá árinu 1923 að ekki voru gengnar kröfugöngur um götur bæja og borgar né haldnir útifundir hér á landi, að undanteknum fá- mennum fundi Alþýðufylkingarinn- ar á Ingólfstorgi. Í stað útifunda efndi verkalýðs- hreyfingin til samkomu í Hörpu sem var sjónvarpað. Forystumenn hreyf- ingarinnar birtu ávörp sín á netinu í stað þess að flytja þau á fundum. Drífa Snædal, forseti Alþýðusam- bands Íslands, fjallaði í ávarpi sínu m.a. um áhrif kórónuveirufaraldurs- ins og viðbrögð við honum. „Ísland er fyrirmynd annarra í viðbrögðum við faraldrinum og við skulum líka vera fyrirmynd í því hvernig við byggjum okkur upp að nýju. Við vilj- um byggja upp réttlátt þjóðfélag. Við skulum einsetja okkur að eftir eitt ár, 1. maí árið 2021, verði búið að útrýma atvinnuleysi með góðum og öruggum störfum.“ Sonja Ýr Þorbergsdóttir, for- maður BSRB, fjallaði m.a. um stytt- ingu vinnuvikunnar sem náðist sam- komulag um í nýgerðum kjara- samningum. Hún benti á að lögreglumenn væru búnir að vera án kjarasamnings í 13 mánuði. Þetta væri með öllu óásættanlegt. „Leiðin upp á við krefst opinberra framlaga og fjárfestinga sem byggja á sanngirni. Skapa þarf störf og fjár- festa í menntun til að tryggja færni í störfum á breyttum vinnumarkaði. Þá þarf að skapa tækifæri með því að efla nýsköpun og rannsóknir. Það mun skapa störf á fjölbreyttum svið- um og leggja grunn að verðmæta- sköpun til framtíðar. Sókn í hús- næðismálum til að tryggja hús- næðisöryggi og grænar lausnir stuðlar enn fremur að félagslegum stöðugleika,“ sagði m.a. í ávarpi Sonju. Samþykkt var að halda frídag verkafólks á þingi evrópskra verka- lýðsfélaga í París 1889, að því er seg- ir á Vísindavefnum. Kröfuganga á 1. maí var fyrst gengin hér á landi árið 1923 og varð dagurinn lögskipaður frídagur hér árið 1972. Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir Ingólfstorg Alþýðufylkingin efndi til útisamkomu og af myndum af dæma var aðsóknin vel innan marka fjöldatakmarkana í samkomubanninu. Þór Steinarsson thor@mbl.is „Nei, það er alveg af og frá,“ segir Stefán Hjörleifsson, framkvæmda- stjóri Storytel á Íslandi, spurður um staðhæfingar Ingimars Jónssonar, forstjóra Pennans, um að hljóðbóka- framleiðandinn stundi það að flytja hagnað úr landi til að halda skatt- greiðslum til íslenskra yfirvalda í lágmarki og þiggi á sama tíma styrki frá ríkinu. Sagt var frá ásökunum Ingimars í Morgunblaðinu í gær. Benti hann m.a. á erlendan kostnað Storytel hér á landi 2019 en hann hefði enginn verið 2018. „Erlendi kostnaðurinn er vegna forritunar appsins og líkra hluta sem eru gríðarlega kostnaðarsamir,“ segir Stefán. Varðandi rekstr- arárið 2018 segir hann: „Það er nú bara einfaldlega þann- ig að við vorum studdir af fyrir- tækinu þá [Story- tel AB í Svíþjóð] og við vorum ekki farin að skila hagnaði. Það byrjar yfirleitt svoleiðis á þessum mörkuð- um okkar en síðan tökum við bara fullan þátt í kostnaði. Þetta er bæði kostnaður vegna tæknimála og framleiðslu markaðsefnis, sem er meira og minna framleitt erlendis.“ Styrkina sem Ingimar gagnrýndi að Storytel Iceland fengi frá ríkis- sjóði segir Stefán endurgreiðslur vegna kostnaðar við framleiðslu efnis. Storytel framleiði mikið af hljóðbókum hér á landi og sæki um endurgreiðslur vegna kostnaðar eins og aðrir útgefendur sem gefi út efni á íslensku. „Þetta er 25% endurgreiðsla af framleiðslukostnaði rétt eins og í kvikmynda- og tónlistarbransanum og víðar. Við erum með tiltölulega háan framleiðslukostnað og sam- kvæmt tölum frá endurgreiðslu- nefnd erum við næststærsti fram- leiðandinn á Íslandi í bókaútgáfu.“ Munurinn sé aðallega sá að mesti kostnaður Storytel fari í að greiða leikurum fyrir að lesa inn hljóðbæk- urnar og tæknifólki en hjá hefð- bundnum bókaútgefendum fari að öllum líkindum mest fyrir prent- kostnaði, segir Stefán. Flytja hagnað ekki úr landi  „Erlendur kostnaður“ Storytel á sér eðlilegar skýringar Stefán Hjörleifsson Allt frá því að líkamsræktarstöðunum var lokað hafa landsmenn verið duglegir að hreyfa sig utandyra. Göngu- og hjólastígar hafa verið nýttir til hins ýtrasta og hefur mörgum jafnvel þótt nóg um. Nú þegar sólin er byrjuð að láta sjá sig verða enn fleiri á ferðinni. Það er enda sá tími þegar fólk fer inn í geymslu og tekur reið- hjólið fram, dustar rykið af hnakknum, setur loft í dekkin og þeysist af stað. Hjólreiðafólkið vaknað úr vetrardvalanum Morgunblaðið/Eggert Stúlka á grunnskólaaldri, sem veitti jafnaldra sínum áverka með hníf í Kópavogi á fimmtudagskvöld, hefur verið færð til vistunar á viðeigandi stofnun á vegum barnaverndaryfir- valda. Pilturinn sem varð fyrir árás- inni hlaut alvarlega áverka en er ekki í lífshættu. Í fyrstu var talið að ókunnugur maður hefði ráðist á þau bæði og var viðbúnaður mikill vegna atviksins. Mannsins var leitað og var m.a. not- ast við sporhund og þyrlu Landhelg- isgæslunnar. Leit var hætt eftir að í ljós kom að stúlkan hafði staðið að árásinni.Var þetta þriðja hnífaárásin á höfuðborgarsvæðinu á einni viku þar sem brotaþolar og gerendur eru á unglingsaldri. Sautján ára piltur var í fyrradag úrskurðaður í fjögurra vikna áfram- haldandi gæsluvarðhald í þágu rann- sóknar lögreglu á mjög alvarlegri lík- amsárás í Breiðholti 23. apríl. Er hann grunaður um að hafa stungið ungan mann. Þá var lögregla kölluð til eftir að ungur drengur beitti hníf í slagsmálum við annan dreng í Hafnarfirði 28. apríl. Sá sem varð fyr- ir árásinni slasaðist ekki alvarlega, en drengirnir eru 12 og 13 ára gamlir. Þrjár hnífaárásir á einni viku  Stúlka særði jafn- aldra sinn alvarlega

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.