Morgunblaðið - 02.05.2020, Side 14

Morgunblaðið - 02.05.2020, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2020 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Biðlistar eru komnir í margar ferðir sumarsins á vegum Ferða- félags Íslands um hálendi og eyði- slóðir. Brugðist hefur verið við með því að fjölga ferðum, meðal annars hjá Ferðafélagi barnanna. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Ís- lands, segir að síðustu vikur meðan kórónu- faraldurinn hafi verið í hámarki hafi fólk verið að skrá sig í ferðir og ganga í Ferðafélagið. Í fyrra fjölgaði um þúsund manns í félaginu, á annað hundrað manns hafa bæst við síðustu vikur og er fjöldi félagsmanna nú farinn að nálgast tíu þúsund, fleiri en nokkru sinni. Sem dæmi um ferðir sem eru nánast uppseldar nefnir Páll ferðir um Laugaveginn og Hornstrandir, en einnig Víknaslóðir, Lónsöræfi og Friðland að Fjallabaki. Hann segir að Ísendingar hafi ævinlega verið nánast einráðir í skipulögð- um ferðum Ferðafélagsins, en hins vegar hafi erlendir ferðamenn ver- ið um 90% þeirra sem hafi gist í skálum félagsins t.d. á Laugaveg- inum síðustu ár. Þeir séu ekki á leiðinni til landsins og óvíst hve- nær það verði og því sé enn hægt að fá gistingu í skálum félagsins. Fjölmargir muni einnig kjósa að gista í tjöldum. Íslendingar hafa verið að gefa í Gönguferðir á vegum Ferða- félagsins hafa verið í lágmarki síð- ustu vikur en Páll segir greinilegt að fram undan sé líflegt sumar. ,,Íslendingar hafa verið að gefa í og það er augljóslega mikill áhugi fyrir ferðum á framandi slóðir innanlands. Um tíma var algert frost í ferðum en síðan fór allt af stað, bókunum hefur fjölgað og mikið er spurt um tilboð í ferðir og skála,“ segir Páll. Krafturinn í gönguferðum sumarsins eykst eft- ir því sem líður á júnímánuð og sumarleyfisferðum fer fjölgandi strax eftir miðjan júní samkvæmt ferðaáætlun. Páll segir að áhersla verði lögð á að fylgja reglum um tveggja metra fjarlægð og fjölda í skálum, þrif og sprittun og annað í sam- ræmi við tilmæli yfirvalda. Skála- rekstur sé enn háður reglum og viðmiðum um tveggja metra fjar- lægð og hámarksfjölda. Aukin stýring verði t.d. í eldhúsum skál- anna og reglur um samskipti fólks til að tryggja fjarlægð, sem aftur gæti fækkað svefnplássum í skál- unum. Fylgja reglum og kannski rúmlega það ,,Við búum okkur undir mikla umferð ferðamanna inn á hálendið og viljum hafa allar aðferðir á hreinu varðandi skálana. Við mun- um fylgja reglum og leiðbein- ingum, og kannski rúmlega það, og leggjum áherslu á að ferðafólk geri það,“ segir Páll. Spurður hvort ekki verði vandamál sam- fara rútuferðum á vegum félagsins segir Páll að yfirleitt komi fólk sér sjálft á upphafsstaði göngu. Það verði hins vegar metið þegar kem- ur fram í júní hvort félagið þurfi almennt að laga sig frekar að þeim reglum sem þá verði í gildi og hugsanlega að breyta einstaka ferðum þar sem rútur koma við sögu. Biðlistar í ferðir um hálendi og eyðislóðir  ,,Um tíma var algert frost í ferðum en síðan fór allt af stað“ Ljósmynd/Myndabanki FÍ. Sumar Glaðlegir krakkar í ferð á vegum Ferðafélags barnanna. Páll Guðmundsson Sími 564 6711 | thingvangur@thingvangur.is | thingvangur.is Í húsinu hefur verið rekið þjónustumiðstöð, veitingar- og sýningarstarfsemi. Fasteignin er ekki í rekstri í dag. Stærð fasteignar er 835,7 fm. Stærð lóðar er 11.186 fm. Fyrir liggja teikning af 70 herbergja hóteli og samþykkt deiluskipulag. Frekari upplýsingar hjá palmar@thingvangur.is, sími 896 1116.. Veitingarými - salir – gistirými Tækifæri til frekari uppbyggingar á gistimöguleikum á svæðinu TIL SÖLU EÐA LEIGU HELLNAR Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Afurðastöðvar hafa lent í vandræð- um með sölu á steikum vegna hruns í ferðaþjónustunni og lokunar veit- ingastaða vegna kórónuveirunnar. Aðallega snýr það að betri nauta- steikum en einnig að einhverju leyti að svínasteikum. Aukning í sölu til verslana kemur ekki fyllilega í stað- inn vegna þess að þangað fara að hluta til aðrar afurðir. „Þegar markaðurinn breytist jafn mikið og raun ber vitni og á skömm- um tíma lendum við í vandræðum með samsetningu sölunnar. Sala til stóreldhúsa og verslana er um margt ólík. Vörurnar koma í sömu hlutföll- um og áður út úr framleiðsluferlinu,“ segir Ágúst Torfi Hauksson, fram- kvæmdastjóri Norðlenska og for- maður Landssamtaka sláturleyfis- hafa. Hann segir að það sé krefjandi verkefni að breyta framleiðslunni með tilheyrandi vöruþróun og mark- aðssókn. Birgðir að aukast Ljóst virðist að birgðir hafa verið að aukast á ákveðnum skrokkhlutum og fara þá væntanlega í frost. Spurð- ur hvort sláturleyfishafar taki færri nautgripi til slátrunar vegna þessa segir Ágúst Torfi að afurðastöðvarn- ar þurfi að hafa ýmsa þætti í huga. Nefnir að það taki bóndann yfir tvö ár að ala naut í sláturstærð. Framboði á hráefni sé því ekki hægt að breyta með skömmum fyrirvara. Einnig þurfi að hafa velferð dýra í huga, svo sem að ekki verði of þröngt um dýrin heima á búunum. „Við sinnum þessu verkefni af kostgæfni. Einhverjir möguleikar eru til hliðr- unar, en ekki miklir,“ segir Ágúst. Innflutningstölur svipaðar Höskuldur Sæmundsson, verkefn- isstjóri markaðsmála hjá Landssam- bandi kúabænda, segir að tölur um heildarsölu á íslensku nautgripakjöti hafi ekki verið að lækka verulega. Bendir þó á að stór hluti nautakjöts sem veitingastaðir og mötuneyti hafi eldað fyrir viðskiptavini sína sé úr innfluttu frosnu kjöti. Innflutningur hafi lítið breyst að undanförnu en engar upplýsingar liggi fyrir um birgðir hjá innflytjendum eða veit- ingahúsum. Þá vekur hann athygli á því að þótt heimilaður hafi verið inn- flutningur á fersku kjöti um áramót hafi hann farið hægt af stað. Bændur binda vonir við að með upprunamerkingum í verslunum muni neytendur frekar velja íslenskt kjöt en innflutt og að grillsumarið verði gott. Sitja uppi með bestu nauta- steikurnar  Breytingar á kjötmarkaðnum vegna brotthvarfs ferðamanna Morgunblaðið/Ómar Nautasteik Lokun veitingastaða hefur dregið úr sölu á steikum. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu- neytið hefur með úrskurði fellt úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að synja fyrirtæki um leyfi til vinnslu lambshorna með útflutning og sölu fyrir gæludýr í huga. Lýsir ráðuneytið þeirri skoðun sinni að rétt sé að heimila vinnslu hornanna og leggur fyrir Matvæla- stofnun að meta hvort hornin séu hæf til nýtingar með tilliti til sýk- ingarhættu. Málið á sér langa sögu sem rekur sig allt aftur til loka árs 2014. Þá óskaði fyrirtæki á Húsavík eftir leyfi til að vinna lambshorn sem nagvöru fyrir gæludýr til útflutn- ings. Eftir skoðanir og eftirlit fékk framleiðandinn skilyrt leyfi til þriggja mánaða. Leyfið var þó ekki nýtt. Erfiðleikar með viðskiptaskjöl Starfsemin var flutt til Bolungar- víkur og sótti fyrirtækið um leyfi á árinu 2016 til að vinna hornin, eftir að Matvælastofnun hafði bent því á að það þyrfti að gera. Gekk nú á bréfaskiptum um sinn. Í ágúst 2017 hafnaði Matvælastofnun því alfarið að fyrirtækið mætti geyma hornin í gámi og ítrekaði fyrri fyrirmæli um að farga þeim. Ráðuneytið felldi þann úrskurð úr gildi í lok árs 2018 og lagði fyrir Matvælastofnun að taka málið til nýrrar meðferðar. Sú meðferð leiddi ekki til breytinga og synjaði Mat- vælastofnun um leyfið. Ágreiningurinn snerist mest um rekjanleika afurðanna og að ekki var hægt að sýna fram á viðskipta- skjöl vegna hornanna. Það sagði fyrirtækið að væri vegna vinnu- bragða sláturhúsanna. Rétt að veita leyfið Í seinni úrskurði sínum vísaði ráðuneytið til meðalhófsreglu stjórnsýslulaga og þeirra gagna sem fyrirtækið hefur lagt fram og taldi rétt að heimila honum að nota um- rædd lambshorn til framleiðslu dýrafóðurs með því skilyrði að hann sýndi fram á, með viðurkenndum mælingum, að hornin væru hæf til nýtingar með tilliti til sýkingar- hættu. Ákvörðun Matvælastofnunar um synjun á leyfi til vinnslu horn- anna var felld úr gildi og lagt fyrir stofnunina að meta hvort hornin væru hæf til nýtingar með tilliti til sýkingarhættu. helgi@mbl.is Fær að flytja út lambshorn  Fyrri ákvörðun felld úr gildi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.