Morgunblaðið - 02.05.2020, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2020
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
Í GÓÐU FORMI
Í ALLT SUMAR
VANDAÐAR RÚLLUR, BOLTAR & TEYGJUR FRÁ BLACKROLL
SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Á FASTUS.IS
ÚR BÆJARLÍFINU
Margrét Þóra Þórsdóttir
Akureyri
Annar bragur verður yfir bæjar-
lífinu í höfuðstað Norðurlands á
komandi sumri en verið hefur hin
fyrri. Frestað. Frestað. Frestað.
Þetta orð er ansi mikið að ryðja sér
til rúms og verður eflaust bráðum í
hópi þeirra sem mest eru notuð á
eftir fordæmalaus. Það er sem sé
verið að fresta viðburðum af ýmsu
tagi í gríð og erg.
Undirbúningsnefnd 25 ára
stúdenta við Menntaskólann á Akur-
eyri hefur tilkynnt að Júbílantahátíð
stúdenta sem farið hefur fram 16.
júní ár hvert hafi verið frestað um
eitt ár. Ólafur Rúnar Ólafsson, sem
sæti á í undirbúningsnefnd, segir að
þar ráði ástandið í þjóðfélaginu,
Covid-19 og óvissa um framvindu
reglna um fjöldatakmarkanir. Til
hátíðarinnar koma afmælisstúd-
entar margra árganga, alla jafna um
eitt þúsund manns, og margir koma
langt að. Mikill undirbúningur býr
að baki hátíð sem þessari, sem jafn-
framt er unnin í samstarfi við
Menntaskólann á Akureyri, sem hef-
ur brautskráð sína stúdenta 17. júní.
„Vegna óvissunnar var ákveðið
að gefa afmælisstúdentum þessa árs
færi á að ná vopnum sínum að fullu
og heimsækja skólann sinn heldur í
fullum herklæðum að ári. Margir ár-
gangar halda úti dagskrá yfir fleiri
daga kringum hátíðina og er full
þörf á óskiptri einbeitingu við slíka
gleði,“ segir Ólafur Rúnar.
Önnur hátíð, Handverkshá-
tíð á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit,
hefur verið blásin af í ár af sömu
ástæðu. Handverkshátíð hefur verið
haldin aðra helgina í ágúst ár hvert
síðastliðinn 28 ár, sýnendur eru jafn-
an um 100 talsins og hátíðina sækja
hverju sinni allt að 15 þúsund gestir.
Staðan í samfélaginu þykir hins veg-
ar nú með þeim hætti að ákveðið var
að fresta hátíðinni, þó svo að erfitt
hafi verið að taka þá ákvörðun.
Fiskidegi sem haldinn er árlega
á Dalvík hefur líka verið frestað um
ár. Sá hefði fagnað 20 ára afmæli
sínu í ár. Það er því ljóst að stórar
hátíðir sem laðað hafa ferðalanga
norður í landi yfir sumarið liggja í
dvala í ár og spurning er hvort þeir
telji sig eiga erindi yfir holt og heið-
ar ef enginn er mannfagnaðurinn.
Ekki hefur þegar þetta er ritað
neitt verið gefið út um Bíladaga, sem
haldnir eru í höfuðstaðnum í kring-
um þjóðhátíðardaginn, þ.e. hvort af
þeim verður eður ei. Ákvörðun þar
að lútandi verður tekin eftir 4. maí,
segir á heimasíðu klúbbsins.
Íþóttafélagið Þór stefnir að
því að halda árlegt Pollamót Þórs og
Samskipa í sumar með svipuðum
hætti og undanfarin ár. Mótið fer
fram dagana 3. og 4. júlí og er þetta í
33. sinn sem það er haldið. Polla-
mótsnefndin mun taka fullt tillit til
þeirra tilskipana og reglna sem í
gildi eru og verða varðandi sam-
komur vegna Covid-19, segja Þórs-
arar á heimasíðu sinni.
KA hefur á sama tíma haldið
fjölmennt fótboltamót fyrir yngri
knattspyrnumót í samvinnu við N1,
„og stutta svarið er, N1-mótið verð-
ur haldið í sumar,“ segir Sævar
Pétursson, framkvæmdastjóri KA.
Þar á bæ bíða menn eftir leiðbein-
andi upplýsingum frá Almannavörn-
um og KSÍ varðandi það hvað verði
leyfilegt og hvernig best fari á að
halda mótið. „Um leið og það kemur
í hús sendum við út upplýsingar um
hvernig mótið fer fram, en það verð-
ur á sínum stað.“
Fólk var eindregið hvatt til
ferðalaga innanhúss um páskana.
Nú er lag að færa ferðagleðina upp á
næsta þrep og ferðast innanbæjar í
vor. Síðar í sumar skapast líkast til
færi á að heimsækja aðra hreppi,
nær og fjær. Og þá er auðvitað allt
eins líklegt að landsmenn sæki
höfuðstað Norðurlands heim. Þeir
eru meir en velkomnir.
Gönguferðir bæði innan bæjar
sem utan nutu vinsælda í samkomu-
banni. Hvarvetna var fólk á ferðinni,
enda fátt í boði annað. Til stendur að
gera átak í merkingu gönguleiða hér
um slóðir. Stígur verður lagður fram
eftir Glerárdal að austan og inn í
botn að Lamba, skála Ferðafélags
Akureyri, um 12 kílómetra leið.
Verkinu verður skipt í þrjá áfanga
og fékkst styrkur úr Framkvæmda-
sjóði ferðamannastaða upp á ríflega
20 milljónir króna til að hefja það.
Stór hluti Glerárdals var friðlýstur
sem fólkvangur árið 2016.
Þau gleðitíðindi bárust í vikunni
að síðasti sjúklingurinn útskrifaðist
af Covid-19 deildinni á Sjúkrahúsinu
á Akureyri fyrr í vikunni. Þar liggur
nú enginn inni vegna sjúkdómsins.
Dregið verður úr viðbúnaði Sjúkra-
hússins vegna kórónuveirunnar en
þó með þeim hætti, að því er fram
kemur í pistli Bjarna Jónassonar,
forstjóra SAk, að sjúkrahúsið verði
áfram í stakk búið til að taka við og
sinna Covid-19 sjúklingum á upp-
tökusvæði sínu og eftir aðstæðum
annars staðar frá. Bæði Covid legu-
og göngudeild verða starfræktar við
sjúkrahúsið áfram með grunn-
mönnun á bakvöktum að minnsta
kosti til 18. maí.
Gert klárt Jana og Arney hjá hársnyrtistofunni Zone í miðbæ Akureyrar voru að gera allt klárt áður en gestir streyma inn til þeirra. Heilbrigðiseftirlit
var búið að heimsækja stofuna og fara yfir öll atriði varðandi sóttvarnir og þá var bara að þvo gluggana hátt og lágt að utan sem innan.
Annar bragur yfir bæjarlífinu
Fagurlega útskorinn forngripur úr
tré frá 17. öld, sagður íslenskur að
uppruna, var sleginn fyrir 5.600
danskar krónur (um 120 þús. ísl. kr.)
á uppboði hjá Lauritz í Kaupmanna-
höfn fyrr í vikunni. Íslenskir sér-
fræðingar sem Morgunblaðið leitaði
álits hjá telja engar líkur á að gripur-
inn sé héðan; hann líkist í engu út-
skornum gripum frá fyrri öldum sem
varðveist hafa á Íslandi. Líklegast sé
að hann sé norskur að uppruna.
Lilja Árnadóttir, sviðsstjóri í Þjóð-
minjasafninu, telur sennilegt að um
sé að ræða það sem á íslensku er
kallað þingboðsöxi, áhald sem notað
var til að láta mikilvæg boð berast á
milli manna og bæja fyrr á öldum.
Var þingboð fest við blað axarinnar
með innsigli sýslumanns, skjalinu
vafið um axarskaftið, eltiskinn sett
utan yfir og hnýtt um með skinn-
þveng.
Nokkrar þingsboðsaxir hafa varð-
veist hér á landi. Sagnir herma að
Hannes Hafstein, þá sýslumaður á
Ísafirði, hafi svo seint sem 1896 tálg-
að þingboðsaxir og er það þá yngsta
dæmi um smíði þeirra hér á landi.
gudmundur@mbl.is
Ljósmynd/Af vef Lauritz.com
Forngripur Líklega notað til að bera boð frá yfirvöldum á milli manna.
Seldur sem íslensk-
ur forngripur