Morgunblaðið - 02.05.2020, Qupperneq 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2020
Hæst hlutfall skráðra dauðsfalla af
völdum kórónuveirunnar er í Belgíu
þegar litið er til hlutfalls látinna af
hverri milljón íbúa. Þetta tekur vef-
síðan Statista saman, samkvæmt
dánartölum frá 30. apríl.
Skráð dauðsföll í Belgíu vegna
kórónuveirunnar eru 7.501 og þar
búa 11,42 milljónir manns, sem gerir
að 656,71 af hverjum milljón íbúum
er látinn.
Faraldurinn hefur því náð mestri
útbreiðslu í Belgíu, sé litið til dauðs-
falla á hverja milljón íbúa.
Í 2. sæti situr Spánn og í því þriðja
Ítalía, en næst koma Bretland,
Frakkland, Holland og Írland.
Í 8. sæti er Svíþjóð en Bandaríkin í
10. sæti, með 186,17 dauðsföll á
hverja milljón. Hlutfallið er hærra í
Svíþjóð, þar sem dauðsföllin eru
241,77 á hverja milljón.
Þar sem listinn er byggður á hlut-
falli látinna á hverja milljón íbúa er
Ísland ekki á listanum. Aðrar
Norðurlandaþjóðir standa betur að
vígi en Svíar í baráttunni við farald-
urinn. Í Danmörku eru dauðsföllin
um þrisvar sinnum færri, eða 76,41 á
hvern íbúa. Í Noregi eru þau 38 á
hverja milljón og lestina rekur Finn-
land, með 37,33 dauðsföll á hverja
milljón.
Kína neðarlega á listanum
Skráð dauðsföll í Kína á hvern
íbúa eru 3,33, miðað við íbúafjöldann
1.392.730, samkvæmt tölum frá 30.
apríl. Tala látinna þar í landi er
4.637.
Hæst dánartíðni í Belgíu
og Bandaríkin í 10. sæti
AFP
Faraldur Dánartíðnin meðal fjöl-
mennari landa er hæst hjá Belgíu.
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Stjórnvöld í Ástralíu og Frakklandi
vinna nú markvisst að því að rétta
hlut innlendra fréttamiðla í sam-
keppni við netrisa eins og Face-
book og Google, sem komist hafa
upp með það um árabil að nota
fréttir og annað efni miðlanna á
vefjum sínum án greiðslu. Hafa þau
leitað til dómstóla í þessu skyni.
Lögsókn Frakka byggir á ný-
legri tilskipun framkvæmdastjórn-
ar Evrópusambandsins um staf-
rænan útgáfurétt. Ástralar styðjast
við löggjöf þar í landi gegn einokun
og hringamyndun. Þá hafa ríkis-
stjórnirnar fyrirskipað Facebook
og Google að semja við innlendu
miðlana um eðlilegar greiðslur fyr-
ir notkun á efni þeirra. Ástralar
krefjast þess að slíkur samningur
liggi fyrir ekki síðar en í júlí á
þessu ári.
Stór skref stigin
Dean Miller, fréttaskýrandi dag-
blaðsins Seattle Times, segir að
þótt of snemmt sé að segja um
áhrif þessara aðgerða megi fullyrða
að hér séu stór skref stigin til þess
að knýja netrisana tvo til að horf-
ast í augu við alvarleika málsins.
Viðurkennt sé að fagleg blaða-
mennska skipti þjóðfélagslega máli
en núverandi skipulag á netinu sé
ekki til þess fallið að styðja við
hana. Breytingar þurfi að verða ef
menn vilji áfram njóta trausts og
ábyrgs fréttaflutnings og upplýs-
ingamiðlunar.
Forráðamenn Google hafa lýst
óánægju með að Frakkar skilgreini
fyrirtækið sem samkeppnishindr-
andi. Þeir hafa þó fallist á viðræður
en óljóst er hvað kemur út úr þeim.
Fram að þessu hefur netrisunum
tekist að víkja sér undan öllum til-
raunum til að fá þá til að fallast á
greiðslur fyrir fréttirnar sem þeir
miðla, Google á fréttasíðu sinni og
Facebook á hinum vinsæla sam-
félagsvef.
Sarah Ganter, prófessor við Sim-
on Frasier-háskólann í Bandaríkj-
unum, segir að Facebook og Google
muni halda áfram að reyna að kom-
ast undan öllum greiðslum til inn-
lendra miðla en ljóst sé að meiri al-
vara en nokkru sinni fyrr sé í
kröfum stjórnvalda í Ástralíu og
Frakklandi á hendur netrisunum.
Lokuðu á Spán
Fyrir átta árum gripu stjórnvöld
á Spáni til aðgerða gegn leyfis-
lausri fréttamiðlun Google. Var
þess krafist að fyrirtækið greiddi
viðkomandi aðilum fyrir notkun
sína á efninu. Í stað þess að greiða
fyrir fréttirnar ákvað Google hins
vegar að hætta miðlun frétta á
spænsku. Ekki er ólíklegt að fyrir-
tækið hyggist grípa til hliðstæðra
aðgerða gagnvart Frökkum.
Nikos Smyrnaios, prófessor við
Háskólann í Toulouse í Frakklandi,
segir að með viðbrögðunum gagn-
vart Spánverjum hafi netrisinn ein-
faldlega verið að segja: „Ef þið vilj-
ið ekki vera á Google – þá hverfið
þið bara af netinu.“ Þessari stefnu
hyggist hann líklega fylgja gagn-
vart Frökkum í stað þess að semja.
En því fleiri ríki sem setja net-
risunum stólinn fyrir dyrnar, þeim
mun erfiðara verður fyrir þá að
stela fréttum sem aðrir fjölmiðlar
hafa unnið með ærnum tilkostnaði.
Þá kunna þeir að kjósa að semja.
Og þeir munu líka finna fyrir því
fjárhagslega tapi þeir, sem vel má
vera, dómsmálunum sem Ástralar
og Frakkar hafa höfðað gegn þeim.
Fram undan er spennandi viður-
eign og afar mikilvæg fyrir faglega
fjölmiðlun um allan heim.
„Þá hverfið þið bara af netinu“
Frakkar og Ástralar vilja að Facebook og Google deili auglýsingatekjum með innlendum miðlum
AFP
Netrisar Vilja ekki borga fyrir að
nota fréttirnar sem aðrir semja.
Enga mótmælendur var að sjá á degi verkalýðs-
baráttu í Nantes í Vestur-Frakklandi í gær, enda
útgöngubann enn í gildi alls staðar í landinu og
hefur verið frá 17. mars. Hins vegar blasti falleg
sjón við þeim sem hætti sér út á stræti Nantes.
Voru götur borgarinnar prýddar litríkum
borðum til að hylla baráttu launafólks fyrir betri
kjörum. Hefur vafalaust mörgum hlýnað um
hjartarætur við þær fréttir.
AFP
Litadýrð en engin mótmæli á degi verkalýðsbaráttu
Verkalýðsdagurinn óvenjulegur í Frakkland
Halla
Lögg. fast.
659 4044
Ólafur
Sölu- og
markaðsstjóri
690 0811
Ellert
Sölustjóri
661 1121
Sigþór
Lögg. fast.
899 9787
Hafrún
Lögg. fast.
848 1489
Bárður
Sölustjóri
896 5221
Elín Urður
Lögg. fast.
690 2602
Elín Rósa
Lögg. fast.
773 7126
Lilja
Sölufulltrúi
820 6511
Kristján
Sölufulltrúi
691 4252
Grensásvegur 13 - 108 Reykjavík - Sími 570 4800 - gimli.is - gimli@gimli.is
Kína reyndi að þrýsta á Evrópusam-
bandið um að draga úr í skýrslu
sambandsins um að röngum upplýs-
ingum um kórónuveiruna hefði verið
deilt af ásetningi. Þetta staðfestir
Josep Borrell, utanríkismálastjóri
Evrópusambandsins, samkvæmt
frétt EUobserver.
Hann segir að þetta sé hefðbundin
aðferð í samskiptum ríkja. Þetta hafi
ekki haft nein áhrif á það sem kom
fram í skýrslunni og að tónninn hafi
ekki verið mildaður að beiðni Kín-
verja. Borrell sagði í gær að Kín-
verjar hefðu lýst áhyggjum yfir
skýrslunni þegar þeir vissu hvað
fælist í henni en ekki hefði verið far-
ið eftir óskum þeirra. Skýrslan var
birt 24. apríl en New York Times
náði í upprunalegu skýrsluna, sem
átti að koma út 21. apríl.
Þegar skýrslurnar eru bornar
saman sjást breytingar frá fyrri
gerðinni, sem ekki var gefin út. Með-
al annars var notað mun mildara
orðalag þegar nafn Kína bar á góma.
Eins var dæmum sleppt úr skýrsl-
unni, þar á meðal um deilur milli
Frakka og Kínverja varðandi áróður
Kínverja. Borrell vill meina að það
sé hefðbundið að innanhússskýrslur
séu ekki eins og þær sem eru birtar
opinberlega.
Þrýstingur
kom frá
Kína
Kínverjar vildu
breyta ESB-skýrslu