Morgunblaðið - 02.05.2020, Side 29
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2020
SJÓNMÆLINGAR
hefjast að nýju 4. maí
Tímapantanir í síma 511 5800
SMÁRALIND • HAFNARTORG • KEFLAVÍK
F
yrir rúmum 50 árum skrifaði
sagnfræðingurinn dr. Lynn
White jr. áhrifamikla grein um
orsakir vistkreppu samtíma
síns og kenndi
áherslum kirkjunnar á Vestur-
löndum um að við hefðum
fjarlægst náttúruna. Kirkja
sem sér manneskjuna sem
kórónu sköpunarinnar sem
ríkir yfir lífríkinu mótar sið-
ferði samfélags sem lítur fyrst
og fremst á náttúruna sem
hráefni en ekki sem lifandi vef
sem við tilheyrum og byggjum
allt okkar á.
Ef COVID-faraldurinn hef-
ur kennt okkur eitthvað þá er
það að allt í heiminum tengist
og hangir saman. Matarmark-
aður í fjarlægu landi, líf og
velferð dýra í annarri heims-
álfu, hreyfir við og hefur áhrif
á líf okkar hér á eyjunni í
norðri. Á sama hátt hefur eyð-
ing skóga, mengun frá fram-
leiðslu, sýklalyfjanotkun í
landbúnaði og breytingar á
veðurfari um alla jörð áhrif á
okkur jafnvel þótt afleiðing-
arnar séu ekki sýnilegar strax.
COVID-faraldrinum tókst
nokkuð sem engri umhverfisstefnu eða yfir-
lýsingu hefur tekist; að draga þannig úr
neyslu og framleiðslu að náttúran fær víða
andrými. Það að íbúar Punjab-héraðs í Ind-
landi sjái til Himalajafjalla í fyrsta skipti í
áratugi er eitt dæmi sem sýnir að þetta
„eðlilega“ ástand sem ríkti áður en farald-
urinn hófst var langt því frá æskilegt eða
heilbrigt.
Í samtölum mínum við fólk undanfarnar
vikur segjast margir vona að við sem sam-
félag gætum lært eitthvað af faraldrinum.
Þrátt fyrir erfiðleika sem fylgja samkomu-
takmörkunum og breytingum á
skólahaldi virðast margir sjá
gildi og falinn fjársjóð í því að
lífið hafi hægt á sér og for-
eldrar jafnvel getað gefið börn-
um sínum meiri tíma og athygli
en áður.
Staðreyndin er einfaldlega sú
að fyrir faraldurinn vann margt
fólk of mikið og sem heimssam-
félag menguðum við of mikið.
Gagnrýni Lynn White jr. um
þátt kristni í að skapa samfélag
sem lifir ekki í takt við náttúr-
una er bæði sönn og þess verð
að vera dregin upp í dag þegar
við horfum til þess að hafa
fengið tækifæri til að endur-
skapa það sem hægt væri að
kalla eðlilegt samfélag.
Í sömu grein hvetur dr. Lynn
kirkjuna til að róta svolítið í
arfi kristninnar og draga fram
boðskap Frans frá Assísí,
Hildegard frá Bingen og fleiri
helgra kvenna og karla sem sá
náttúruna, guðdóminn, mann-
eskjuna og allt líf sem eina
heild sem þarf að lifa í samhljómi.
Þar held ég að hann hitti naglann á höf-
uðið. Þegar þessi krísa er yfirstaðin bíða
okkar enn verkefni tengd umgengni okkar
um jörðina. Faraldurinn hefur sýnt hvað
samfélagið er seigt og reiðubúið að standa
saman til að bregðast við ógn. En til að
mæta stærri ógn bíður okkar það verkefni
að skapa samfélag sem er sjálfbært og ræn-
ir ekki möguleikum og gæðum frá komandi
kynslóðum.
Slíkt samfélag krefst þess að hugur og
hjarta upplifi sig í tengslum við lífið og nátt-
úruna. Að náttúran sé hluti af okkur en að
hún sé ekki til fyrir okkur. Ekki hráefni eða
dauður hlutur, heldur iðandi af lífi og hluti
af heild.
Nú þegar vorið er komið, brumið við það
að spretta fram á birkinu og fíflarnir farnir
að teygja sig upp úr moldinni getum við
upplifað þennan heilaga tíma þegar lífið
streymir fram. Þegar náttúran vaknar úr
dvala. Það eitt að við förum út, gefum okkur
tíma til að anda djúpt, hlusta og fylgjast
með því hvernig allt hreyfist og á sér líf,
óháð okkur mannfólkinu, getur stutt okkur
til að styrkja tengslin við náttúruna.
Það voru manneskjur sem sköpuðu það
samfélag sem ríkti fyrir heimsfaraldurinn
og því er það á okkar eigin færi að skapa
það samfélag sem við viljum sjá þegar allt
er gengið yfir. Því vil ég skilja ykkur eftir
með smá íhugunaræfingu sem getur stutt
okkur á þeim vegi að finna til samkenndar
með lífinu:
Hvort sem þú ert í garðinum heima, í al-
menningsgarði eða í skógi skaltu finna þér
tré. Andaðu djúpt, komdu þér vel fyrir, lok-
aðu augunum og sjáðu fyrir þér hvernig
rætur trésins teygja sig niður í jarðveginn.
Hvernig þær kvíslast og leita uppi vatn
og næringu.
Sjáðu fyrir þér moldina, iðandi af lífi,
orma og smáverur sem gera það að verkum
að jarðvegurinn er nærandi og lífgefandi.
Sjáðu fyrir þér hvernig tréð dælir nær-
ingunni upp eftir stofninum, upp í krónuna
og út í laufblöðin sem spretta fram.
Sjáðu fyrir þér vindinn leika í blöðunum
og hlustaðu eftir laufþytinum.
Sjáðu fyrir þér hvernig laufblöðin anda
inn og út, rétt eins og við gerum. Og leyfðu
þér að upplifa og þakka fyrir það að þetta
volduga tré sé hér og nú að anda frá sér
súrefninu sem við þurfum til að lifa af.
Andaðu að þér þakklæti og andaðu frá
þér áhyggjum.
Þakka þér Guð fyrir lífið, þakka þér heil-
agur andi fyrir að fylla lífið af nærveru
þinni og þakka þér Kristur fyrir að leiða
mig á veginum sem kennir frið og kærleika.
Amen.
Kirkjan til fólksins
Ljósmynd/Sigríður Árdal
Glerárkirkja á Akureyri.
Þegar allt er orðið eðlilegt aftur
Hugvekja
Sindri Geir Óskarsson
Höfundur er sóknarprestur í Glerárkirkju.
sindrigeir@glerarkirkja.is
Sindri Geir Óskarsson
Ef COVID-
faraldurinn hef-
ur kennt okkur
eitthvað þá er
það að allt í
heiminum teng-
ist og hangir
saman.