Morgunblaðið - 02.05.2020, Page 31

Morgunblaðið - 02.05.2020, Page 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2020 ✝ Kristín Þór-arinsdóttir fæddist 13. janúar 1925 á Grund í Stöðvarfirði. Hún lést á sjúkrahúsinu í Neskaupstað 21. apríl 2020. Hún var hús- móðir í Hafnarnesi til 1970, eftir það starfaði hún við fiskvinnslu á Fá- skrúðsfirði til starfsloka. For- eldrar hennar voru Þórarinn Bjarnason og Dagbjört Sveins- dóttir. Systur Kristínar eru Stefanía (Stebba), f. 1923, og Stefanía (Stella), f. 1927. Eiginmaður Kristínar var Jó- hann Jónsson út- vegsbóndi, f. 23.10. 1921, d. 1.7. 1985. Saman áttu þau börnin Sjöfn, Óm- ar, Guðjón, Ingi- björgu og Bjart- þór. Barnabörn Kristínar eru 20 og barna- barnabörn fjölmörg. Útför Kristínar fer fram 2. maí 2020 klukkan 14 í Fá- skrúðsfjarðarkirkju. Í dag, 2. maí, fer fram í Fá- skrúðsfjarðarkirkju útför tengdamóður minnar, Kristínar Þórarinsdóttur, sem lést eftir stutta sjúkrahúsvist í Neskaup- stað á 96. aldursári. Kristín var miðsystirin af þremur dætrum hjónanna Þór- arins Bjarnasonar og Dagbjart- ar Sveinsdóttur. Elst var Stebba, f. 1923, þá Kristín, f. 1925, og svo Stella, f. 1927, sem nú ein lifir. Kristín giftist Jóhanni Jóns- syni útvegsbónda í Hafnarnesi, f. 1921, og þar hófu þau búskap sinn. Kristínu kynntist ég fyrst er ég kom með Sjöfn, elstu dóttur hennar og Jóhanns, austur eftir vertíð í Vestmannaeyjum, en þá vorum við nýtrúlofuð. Við komum um miðjan maí en þá var sauðburði ekki lokið hjá þeim. Jóhann missti heils- una fjórum árum fyrr, aðeins 39 ára, og því mæddi mikið á Kristínu. Hún hafði stórt heimili, fimm börn og það yngsta þriggja ára. Þar var einnig tengdamóðir hennar, sómakonan Guðlaug Halldórsdóttir, sem hjálpaði til við störfin innanhúss, en mest af útiverkunum var á Kristínar hendi. Jóhann reyndi eins og hann gat að hjálpa til en það kostaði oft heimsókn læknis, svo Kristín reyndi að komast hjá því með meiri vinnu. Aðstæður voru þannig að ekki var rennandi vatn í fjár- húsunum, en þar voru þá á ann- að hundrað ær og þrjár kýr. Kristín þurfti því að bera vatnið í kýrnar og það fé sem var inni. Ég var og er morgunmaður en aldrei kom ég svo snemma á fætur að hún væri ekki horfin út til starfa og aldrei fórum við svo seint til svefns að hún væri ekki enn að störfum. Vatnið í húsin þurfti hún að bera úr lind neðar á nesinu. Þegar ég kom á fætur og sá til hennar fór ég stundum og tók af henni föturnar og spurði hvort þetta væri ekki erfitt. – Nei, nei, ég er þessu svo vön var svarið. Ég spurði hana líka hvort hún svæfi aldrei. – Jú, jú, ég legg mig af og til svaraði hún. Dugnaður þessarar lágvöxnu snarlegu konu var með ólíkind- um. Á kvöldin var síðan heimili þeirra í Gerði eins konar félags- heimili, þar sem allir sátu og drukku kaffi. Í nesinu bjuggu þau til 1970 en þá fluttu þau inn á Fáskrúðsfjörð og bjuggu þar síðan. Jóhann vann alltaf af og til og oftast þó meir en hann mátti. Hann lést síðan á sjómanna- daginn 1. júní 1985, eftir það bjó Kristín áfram í húsinu. Kristín og Jóhann eignuðust fimm börn sem áður er sagt. Elst var Sjöfn, þá Ómar, Guð- jón, Ingibjörg og Bjartþór, allt myndarbörn. Barnabörnin urðu 20 og fjölmörg barnabarnabörn. Kristín vann alla tíð í frysti- húsinu eða þar til hún hætti störfum 70 ára. Síðustu árin naut hún aðstoðar Bjartþórs og ekki síst Valborgar tengda- dóttur sinnar, sem sinnti henni af alúð alla tíð. Án þeirra Bjartþórs og Val- borgar hefði hún ekki getað bú- ið ein svo lengi sem varð eða til 90 ára aldurs, en þá fór hún á hjúkrunarheimilið Uppsali. Hún var orðin þreytt og slit- in og heilsan fór þverrandi en andlega hress og minnug til síðasta dags. Það var alveg sama hvenær var talað við hana og spurt hvernig henni liði. – Vel var svarið, aldrei kvartaði hún. Ég held ekki að nokkur hafi heyrt hana kvarta yfir neinu fyrr en síðustu dagana sem hún lifði, en þá vissu allir að það væri alvarlegt, hún bar ekki á torg gleði sína eða sorgir. Að lokum: Takk fyrir sam- fylgdina og ekki síst takk, Kristín og Jóhann, fyrir góðan lífsförunaut. Þ.H. Gunnarsson. Kristín Þórarinsdóttir Elskulegur eiginmaður minn, GÍSLI ÓLAFUR GÍSLASON frá Djúpadal, Kleppsvegi 120, síðast til heimilis að Boðaþingi 22, lést á Hrafnistu Boðaþingi mánudaginn 20. apríl. Í ljósi aðstæðna verður eingöngu nánasta fjölskylda viðstödd útförina sem fer fram miðvikudaginn 6. maí. Ingibjörg Eggertsdóttir HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýjar kveðjur vegna andláts ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞORGERÐAR KOLBEINSDÓTTUR frá Stóra-Ási. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Vitatorgs Hrafnistu í Reykjavík fyrir alúð og umhyggju síðustu ára. Guðrún Helga Andrésdóttir Gunnar Emilsson Heiðveig Andrésdóttir Pétur H. Guðmundsson Kristján Andrésson Rósa Marinósdóttir Kolbeinn Andrésson Snjólaug Arnardóttir Hallveig Andrésdóttir Einar Sigurmundsson barnabörn og barnabarnabörn Frænka okkar, ELSA HEIÐDAL, Stafni í Svartárdal, lést á Sjúkahúsinu á Blönduósi 15. apríl. Útför hennar fór fram frá Bergsstaðakirkju föstudaginn 24. apríl. Starfsfólki Sjúkarahússins á Blönduósi eru færðar þakkir fyrir alúð og umhyggju í veikindum hennar. Fyrir hönd aðstandenda, Sigursteinn Bjarnason Innilegar þakkir fyrir alla samúð og hlýjar kveðjur vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, STEINGRÍMS BALDURSSONAR. Sérstakar þakkir fær starfsfólk heimahjúkrunar Háaleitishverfis sem annaðist hann af alúð í veikindum síðustu ára. Fyrir hönd aðstandenda, Fríða Vala Ásbjörnsdóttir Okkar ástkæra eiginkona, systir og mágkona, KRISTÍN RAGNARSDÓTTIR, Garðabraut 2a, Akranesi, lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi 17. apríl. Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu mun útför hennar fara fram í kyrrþey þriðjudaginn 5. maí klukkan 13 frá Akraneskirkju, með nánustu ættingjum. Athöfninni verður einnig streymt frá Akraneskirkju, sjá vefslóð: www.akraneskirkja.is Grettir Ásmundur Hákonarson Fríða Ragnarsdóttir Ásgeir Rafn Guðmundsson Ragna Ragnarsdóttir Helgi Þröstur Guðnason Birna Ragnarsdóttir Kristinn Eiríksson Leó Ragnarsson Halldóra S. Gylfadóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SKJÖLDUR JÓNSSON, lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, 25. apríl. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju 11. maí í kyrrþey í ljósi aðstæðna. Streymt verður frá athöfninni. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Beykihlíðar fyrir frábæra umönnun. Hrefna Valtýsdóttir Valgerður S. Skjaldardóttir Baldur R. Skjaldarson Sólveig Björk Skjaldardóttir Magnús Viðar Arnarsson Sverrir Skjaldarson Brynhildur Björg Stefánsdóttir afa- og langafabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur, bróðir, mágur og afi, ÓSKAR HAFSTEINN FRIÐRIKSSON, Birkiteigi 7, Keflavík, lést á Hrafnistu, Nesvöllum, mánudaginn 20. apríl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 6. maí klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt af fésbókarsíðu Þórunnar Kolbrúnar Árnadóttur. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Parkisonsamtökin. Þórunn Kolbrún Árnadóttir Árni Grétar Óskarsson Unnur Helga Snorradóttir Karólína Björg Óskarsdóttir Sigurður Guðjónsson Friðrik Guðni Óskarsson Aldís Sif Bjarnadóttir Þórey Jóhanna Óskarsdóttir Haukur Óli Snorrason Katrín Ósk Óskarsdóttir Friðrik Grétar Óskarsson Karólína Guðnadóttir Guðný Svava Friðriksdóttir Valur Snjólfur Ingimundarson Kristinn Geir Friðriksson Björg Hilmarsdóttir og barnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORVALDUR JÓNSSON skipamiðlari, lést á líknardeild Landspítalans miðvikudaginn 29. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Áslaug Þorvaldsdóttir Guðrún Marta Þorvaldsdóttir Ómar Benediktsson Elsa Sigríður Þorvaldsdóttir Sveinbjörn Sigurðsson Anna Katrín Þorvaldsdóttir Þorvaldur Þór Þorvaldsson barnabörn og barnabarnabörn Elsku mamma mín og amma okkar, SIGURLAUG GÍSLADÓTTIR frá Þórisdal í Lóni, Skólabraut 5, Seltjarnarnesi, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 25. apríl sl. Útför fer fram í kyrrþey frá Neskirkju við Hagatorg þann 14. maí nk. Sigrún Halla Gísladóttir Sigurlaug Björg Stefánsdóttir Sverrir Örn Arnarson Sólveig Arnardóttir og fjölskyldur Hjartans þakkir fyrir alla samúð og góðar kveðjur vegna andláts og útfarar okkar ástkæra GUÐMUNDAR GUÐBRANDSSONAR bónda, Saurbæ, Vatnsdal. Sigrún Grímsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn Elskulegur sambýlismaður og vinur, pabbi, tengdapabbi, afi og langafi, SIGURÐUR STEFÁNSSON, fv. framkvæmdastjóri, frá Ártúni, Hjaltastaðaþinghá, Steinahlíð 1, Egilsstöðum, lést aðfaranótt þriðjudagsins 28. apríl á hjúkrunarheimilinu Dyngju á Egilsstöðum. Útför fer fram frá Egilsstaðakirkju miðvikudaginn 6. maí klukkan 14. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu við athöfn í kirkjunni en athöfninni verður streymt á slóðinni: https://egilsstadaprestakall.com/youtube/ Aðstandendur þakka starfsfólki á Dyngju fyrir alúð og umhyggju. Einnig þökkum við auðsýnda samúð og hlýhug. Guðný Kjartansdóttir Fjóla Malen Sigurðardóttir Jón Hlíðdal Sigbjörnsson Sigurþór Sigurðarson Blædís Dögg Guðjónsdóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Stefán Sigurðsson Jóhanna Harðardóttir barnabörn og barnabarnabörn Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.